Neil Young: Hinn óútreiknanlegi…
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. október]
Er hann endanlega búinn að missa það?
• Neil Young gefur út plötu… og bók… og nýjan tónlistarspilara
• Einn afkastamesti tónlistarmaður sinnar kynslóðar og sá umdeildasti
Opnunarlagið á nýjustu plötu Neils Youngs, sem hann vinnur ásamt hinni traustu sveit sinni Crazy Horse, er 27 mínútna langt. Já, ég sagði 27 mínútna langt. Pink Moon, frægasta plata Nicks Drakes, er 28 mínútur að lengd. En ekki nóg með það, tvö lög til viðbótar á Psychedelic Pill eins og plata Youngs kallast eru yfir sextán mínútur að lengd. Mig langaði til að skrifa að stuttu lögin væru átta mínútur en þrjú þeirra eru í „eðlilegri“ lengd, um þrjár mínútur. Hvað er í gangi? Heiti plötunnar ætti að vera örlítil vísbending um innihaldið þó að hið óvænta sé orðið það sem fólk getur helst átt von á frá meistara Young sem fylgir eigin kompás nú sem endranær.
Spuni
„Lengsta og skrítnasta ferðalag sem Shakey hefur farið í til þessa,“ segir í nýjasta Uncut sem smellir einkunninni 8 af 10 á plötuna.
Yfirlýsingin er nú meira gerð til að fá fólk til að lesa þar sem Young hefur staðið í ýmsu skrítnu undanfarin ár og erfitt að greina hvað nákvæmlega er það „skrítnasta“. Ef við lítum bara til síðustu tíu ára getum við t.d. nefnt sagnabálkinn/rokkóperuna/konseptverkið Greendale, hina ægipólítisku Living with War og Le Noise sem kom út í hitteðfyrra – þar sem Young hamast á rafgítarnum einum hljóðfæra, dyggilega studdur af upptökumanninum, sjálfum Daniel Lanois (en titill plötunnar vísar í þann ágæta mann). Þessar þrjár plötur eru allar ágætt dæmi um sérlyndi Youngs, hann gerir það sem honum dettur í hug og keyrir í verkefnin, er ekki mikið að velta hlutunum fyrir sér sem hefur verið bæði til bölvunar og blessunar. Og enn fær Young menn til að klóra sér í hausnum. Á meðan Dylan, McCartney og fleiri jafnaldrar fylgja lagaformi vestrænnar dægurtónlistarhefðar sæmilega er þá reglubók ekki að finna á náttborði Youngs. Psychedelic Pill er afar spuna- og djammkennd og var tekin upp á svipuðum tíma og Americana, plata Youngs og Crazy Horse frá því í fyrra sem innihélt ameríska alþýðutónlist eins og nafnið gefur til kynna.
Niðrandi
Frétt af nýrri plötu frá Young er hins vegar bara ein í safni margra af þessum aldna höfðingja. Hann er nú 66 ára en orkan og eljan er sláandi og tónlistin er bara eitt af fjölmörgum hugðarefnum. Bók, Waging Heavy Peace, er t.d. að koma út, sjálfsævisaga sem Young skrifar. Hann hefur upplýst að hann hafi fengið vel greitt fyrir að skrifa og því hafi hann stokkið á verkefnið, m.a. til að borga undir önnur verkefni (það er eitthvað „Einar Ben.“-legt við þetta allt saman). Langar greinar hafa verið að birtast í blöðum hér á Bretlandseyjum um þessar æfingar Youngs og flestar eru þær varfærnar í gagnrýni sinni á bók sem plötu, líkt og menn þori ekki að hafa of niðrandi orð um goðsögnina. Þeir hugrökkustu hafa bent á að bókin eigi til að fara um víðan völl en Young er slétt sama, segir að bókarskrifin hafi verið létt verk og meira til sé á leiðinni, nenni hann því það er að segja. Young þarf nefnilega að huga að rafbílaþróun sinni líka og tónlistarspilarakerfinu Pono sem hann kynnti með bravúr hjá David Letterman á dögunum. Með Pono ætlar Young að draga hljómgæðin í tónlist fram á nýjan leik, nokkuð sem hefur verið eyðilagt af mp3-skráarsniðinu að hans mati. Fylgismenn á hann nokkra í þessari sendiför, m.a. Flea úr Red Hot Chili Peppers, sem mærir þessa krossferð Youngs mikið.
Já, þetta er heimur Youngs. Flea og við hin bara búum í honum…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- wireless on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012