This just in! Mikið hefur verið látið með söngvaskáldið Ásgeir Trausta að undanförnu og ekki að ósekju. Drengurinn er aðeins 19 ára, bróðir Steina í hjálmum (sem má heyra á söngröddinni) og ljóst að um gríðarlegt efni er að ræða. Lag hans „Sumargestur“ hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu og hefur nú setið sex vikur á vinsældarlista Rásar 2.

Nýtt lag „Leyndarmál“, er nú á leið í spilun. Lagið er eftir Ásgeir en textann á faðir hans Einar Georg Einarsson. Fyrsta breiðskífa Ásgeirs Trausta, Dýrð í dauðaþögn, kemur svo út í ágúst og er allt efni frumsamið.

Ég má þá til með að nefna að Ásgeir leikur og með spútniksveitinni The Lovely Lion sem fór á miklum kostum í Músíktilraunum. Síðuhöfundur var einstaklega hrifin af framlagi þeirra þar.

Hér fer svo listi yfir þá sem spila á laginu nýja:

Söngur, raddir, gítar, hljómborð, píanó: Ásgeir Trausti Einarsson
Forritun: Guðm. Kristinn Jónsson
Hljómborð, bassi, forritun: Sigurður Guðmunddson
Trommur: Kristinn Snær Agnarsson
Bassi: Ingi Björn Ingason
Básúna: Samúel Jón Samúelsson
Trompet: Kjartan Hákonarson
Saxafónn: Óskar Guðjónsson

 

 

5 Responses to Nýtt lag frá Ásgeiri Trausta

  1. Haukur S Magnússon says:

    Skrýtið að maður getur ekki hlustað á lagið? Eða er hægt að gera það einhverstaðar?

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: