Óma þú Skandinavía!: Rýnt í tilnefningar til Norrænu tónlistarverðlaunanna
Hin mjög svo „ódanska“ sveit Synd og Skam er á meðal tilnefndra
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. febrúar, 2014]
Svona hljómar Skandinavía
• Tólf plötur tilnefndar til Norrænu tónlistarverðlaunanna
• Ísland með tvo fulltrúa í þetta sinnið, Hjaltalín og múm
Nú á miðvikudaginn voru þær tólf plötur sem tilnefndar eru til Norrænu tónlistarverðlaunanna eða Nordic Music Prize kynntar til leiks. Þessi verðlaun voru veitt í fyrsta sinn árið 2011 (fyrir plötur gefnar út 2010) en þá hreppti Jónsi okkar hnossið fyrir plötu sína Go. Svíinn Goran Kajfeš tók svo verðlaunin fyrir árið 2011 og landar hans í First Aid Kit voru „hlutskarpastar“ síðast. Verðlaunin, sem eru veitt samhliða tónlistarhátíðinni by:Larm í Ósló svipar til Mercury-verðlaunanna bresku þar sem áhersla er á listrænt innihald fremur en frægð og hve markaðsvænar plöturnar eru. Samnorræn dómnefnd sá um að velja plöturnar tólf úr fimmtíu platna potti en alþjóðleg dómnefnd sker svo úr um lokasigurvegarann sem tilkynnt verður um í lok febrúar. Fulltrúar Íslands í þessum lokaspretti eru Hjaltalín og múm, sem eiga plöturnar Enter 4 og Smilewound. Verðskuldað svo sannarlega. Enter 4 er magnað verk, einhverskonar spegill á meistaraverkið Terminal. Á meðan sú plata var galopin, epísk og dramabundin er Enter 4 ferðalag inn á við, ljúfsár og myrk en alveg jafn „rosaleg“ og tilkomumikil og fyrirrennarinn. Ég þreytist seint á að segja frá því, hvort heldur í ræðu eða riti, að múm er eitt mesta gæðaband sem landið hefur átt. Hljóðheimur sveitarinnar er einstakur en um leið er fólk þar innanborðs óhrætt við að reyna á þanþol hans og Smilewound er enn ein rósin í tilraunakennt hnappagatið.
Danir og Norðmenn
En nóg um það, ég ætla að hlaupa yfir eðli og eigindir hinna platnanna tíu. Danir, fyrrverandi kúgarar vorir og frændur, eiga þrjár plötur í ár. Einu sinni stríddi maður Baunum linnulítið á því að þeir kynnu vissulega að búa til kvikmyndir en væru hins vegar handónýtir þegar að tónlistinni kæmi. En þetta hefur blessunarlega verið að breytast undanfarin ár. Það hefur t.d. verið mikill vöxtur í jaðartónlist þar með risastóru J-i og er Synd og Skam helsti fulltrúi þeirrar þróunar í dag. Sveitin er tilnefnd fyrir tvær stuttskífur, Lad mig falde ind til dig og Center, tónlistin ókennileg síðpönkssýra og ára Captain Beefheart vomir yfir. Sem er vel! Þá tefla Danir einnig fram dúettinum Rhye og plötu hans Woman en sú plata er alveg á hinum endanum; þokkafull, raflegin síðsálartónlist sem kinkar kolli til níunda áratugarins. Þessi tónlist „andar“ og nuddar eyrun þægilega – án þess nokkru sinni að verða ódýr. Ég hefði haldið að það væri verið að gera at í mér hefði mér verið sagt fyrir nokkrum árum að harðasta rokkið í Skandinavíu kæmi frá Danmörku. En þannig er það þó í ár, þriðji fulltrúinn frá flatlendinu er hin ógurlega Iceage sem fór á harðahlaupum inn á tólf platna listann með aðra plötu sína, You’re Nothing.
Hinir háfjöllóttu og fjarðalöngu Norðmenn eiga sömuleiðis þrjár plötur. Nýrokksveitin Atlanter er skipuð hámenntuðum og sjóuðum tónlistarmönnum, staðreynd sem kemur þó ekki í veg fyrir óhefta leikgleði og sannfærandi tilraunamennsku á plötu hennar Vidde. Grizzly Bear og „þyngri“ Vampire Weekend kemur upp í hugann. Jenny Hval er söngvaskáld sem snarar fram grimmúðlegum, stingandi stemmum á plötunni Innocence is Kinky. Manni dettur PJ Harvey í hug en samstarfsmaður Harvey, John Parish, stýrði upptökum á plötunni. Mona & Maria er svo dúett sem leitar fanga í fortíðinni en tónastrigi þeirra er kirfilega staðsettur ofan í Laurel-gilinu í Kaliforníu. Fleet Foxes, Jonathan Wilson og jafnvel First Aid Kit streyma fram í hugann þegar hlýtt er.
Svíar og Finnar
Hinir konunglegu, rúðustrikuðu Svíar komu aðeins tveimur plötum að í ár, en þær hafa venjulega verið fleiri. Fyrst ber að nefna Jenny Wilson og magnaða plötu hennar Demand the Impossible. Blóð, sviti og tár liggja undir þessu sannkallaða þrekvirki og Wilson stendur reyndar ekki langt frá Hval hvað þetta varðar, mjög svo raunverulegir hlutir (í tilfelli Wilson, brjóstakrabbamein) liggja undir og yfir verkinu (og þetta á reyndar einnig við um Enter 4). Hitt sænska tilleggið er svo umdeild plata The Knife, Shaking the Habitual, sem sænski dómnefndarmeðlimurinn kallaði „Metal Machine Music“ Svíþjóðar, nokkuð glúrin samlíking það.
Finnar, dimmlyndir og drykkfelldir sem þeir eru (nei Arnar, nú hættir þú með þessar steríótýpur!) eru að sama skapi með tvö verk. Samnefnd plata Black Hawks er ósungin þar sem finna má eyðimerkurlegar, sólbakaðar stemmur í anda Sergio Leone og Earth. Hin fullkomna þynnkutónlist í raun (já, þó að við Bakkus séum ekki að tala saman lengur man ég vel eftir þynnkudögunum hans). Nýbylgjusveitin Minä ja Ville Ahonen kemur þá sterk in með plötuna Mia. Tónlistin er sannfærandi og tilfinningarík og söngvaranum liggur auðheyranlega mikið á hjarta þó að ég skilji ekki stakt orð í hinu mæta tungumáli finnsku! Plöturnar tólf gefa ágæta mynd af dægurtónlistarlandslaginu í Skandinavíu í dag. Á meðan kynjahlutfallið er til nokkurrar fyrirmyndar er það sem mætti kalla popp með tilraunablæ í undarlega miklum meirihluta. Lítið um öfgarokk, sem nóg er af í þessum heimshluta og t.a.m. endurspeglar listinn ekki þá miklu hipp-hopp gerjun sem er í Svíþjóð um þessar mundir. Og svo má telja, aldrei verður á allt kosið…en förum heldur ekki út í argaþras um keisarans skegg, ég get skammlaust mælt með öllum þessum verkum og síst einhver tilviljun sem skilaði þeim eins langt og raunin er.
Listinn
• Atlanter – Vidde (NO)
• Death Hawks – Death Hawks (FI)
• Hjaltalín – Enter 4 (IS)
• Iceage – You’re Nothing (DK)
• Jenny Hval – Innocence is Kinky (NO)
• Jenny Wilson – Demand the Impossible (SE)
• Minä ja Ville Ahonen – Mia (FI)
• Mona & Maria – My Sun (NO) • múm – Smilewound (IS)
• Rhye – Woman (DK)
• Synd og Skam – Lad mig falde ind til dig / Center (DK)
• The Knife – Shaking the Habitual (SE)
PS.
Endilega, tékkið líka sem flest á Nordic Playlist þar sem ný norræn tónlist er í öndvegi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012