One Direction: Endirinn nálgast…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. apríl, 2015
Farinn, búinn, bless?
• Zayn Malik hættur í strákasveitinni One Direction
• Örlög strákasveita eru nokkuð fyrirsjáanleg
Í síðustu viku var tilkynnt um brotthvarf Zayns Maliks úr strákasveitinni One Direction, en hún hefur borið höfuð og herðar yfir aðrar slíkar síðastliðin fjögur ár eða svo. Líkt og með Jackson 5, New Kids on the Block, Take That og Spice Girls, svo ég nefni nokkur hliðstæð dæmi, fer æði í gang hjá vissum aldurshópi (unglingum og líka for-unglingum). Viðkomandi sveitir verða ógurlega vinsælar og aðdáun nefnds hóps svo gott sem taumlaus. Til að setja þetta í sölulegt samhengi er One Direction fyrsta sveitin til að fara með fjórar breiðskífur beint á topp Billboard-listans og plata þeirra Midnight Memories frá 2013 var mest selda plata heims það árið – og það þrátt fyrir að hún hafi komið út í nóvember.
Fyrirbæri
Ferill svona fyrirbæra, svo ég klæði þetta í vísindalegan slopp, fylgir nokkuð hefðbundnum leiðum og fyrirsjáanlegum. Þetta er eins og hver önnur skáldsöguuppbygging. Einhver vinna á bak við tjöldin fyrsta hálfa árið eða svo, síðan fer allt í gang og vinsældir aukast með ógurlegum hraða. Þess er vandlega gætt að hala inn eins mikinn pening og hægt er á meðan tækifæri gefst og mynd af meðlimum er klínt á allt milli himins og jarðar. Svo kemur einhver miðja – sumir halda jafnvel að þetta muni vara að eilífu, fólk er farið að venjast þessu – en svo gerist það óhjákvæmilega. Það fer að glitta í lokin og uppleggið að endinum kom fram á miðvikudaginn er Malik tilkynnti að hann væri hættur (eftir að hafa séð kvikmynd um sveitina kemur það mér ekki á óvart að Malik hafi verið fyrstur til að fara). Það er líka hægt að sjá ákveðin merki ögn fyrr. Venjulega kemur fyrsta vísbendingin um að þetta sé að verða búið er sveitirnar gefa út „alvarlegu“ plötuna sína, sem er venjulega sú þriðja. Kampakát bros víkja fyrir svart/hvítum ég-er-alveg-alvörulistamaður-sko-svip. Grátbroslegt vegna þess að þeim plötum er venjulega ætlað að lengja í ferlinu með því að hrista upp í krakkapoppsformúlunni.
Endursköpun
Eigum við að gefa þessu tvö ár í viðbót? Plata haustið 2016 og tónleikaferðalag fram á sumar 2017? Kannski of vel í lagt. Hugsanlegt líka að menn hætti bara í enda árs, þegar yfirstandandi ferðalagi lýkur. Malik sagði enda að strákarnir myndu líklega halda áfram „um hríð“ og kom þar hugsanlega upp um að þegar sé búið að ákveða eitthvað í þeim efnum.
Á næstu árum eru það síðan sólóplöturnar. Niall Horan, Írinn, er tónvissastur þeirra félaga þannig að hann er líklegastur til að ríða á vaðið en ómögulegt er að segja til um hver þeirra nær að skapa sér slíkan feril og vísa ég þar í fordæmi Take That. Gary Barlow var talinn líklegur en það var ugluspegillinn Robbie Williams sem fór alla leið í þeim efnum. Og eftir tíu ár eða svo er það allir-vinir-á-ný-endurkomutúrinn. Take That tókst t.a.m. hið ótrúlega; að endurskapa sig sem fullorðinssveit og nýtur hún mikilla vinsælda í Bretlandi sem slík. En… heyrið þessi orð: Næsta „dæmi“ verður stúlknasveit. Það er pottþétt. Ég finn að það er verið að brugga þau ráð í þessum töluðum orðum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012