One Direction: Strákasveitafræði
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 31. ágúst, 2013]
Nýir Bítlar?
• Kvikmynd One Direction, This is us, frumsýnd um helgina
• Vinsældirnar miklar og talað um nýtt Bítlaæði
Ég veit, auðvitað er ekki hægt að líkja One Direction við Bítlana, og vart því æði sem um þessa strákasveit leikur um þessar stundir heldur. Tónlistarlegt gildi hinna fimm fræknu kemst eðlilega ekki nálægt því sem hinir fjórir fræknu frá Lifrarpolli áorkuðu á sínum tíma. En fjölmiðlafarganið sem fylgir One Direction og einlæg aðdáun stúlkna frá aldrinum ca átta ára upp í átján minnir á köflum á þann storm sem lék um Bítlana. Hér í Bretlandi þarf að leita aftur til Manchestersveitarinnar Take That til að sjá einhverja hliðstæðu en það er ekki bara Bretland og Evrópa sem liggur kylliflöt fyrir One Direction; Ameríka er í valnum einnig og vegna þessa hafa hugmyndir (langsóttar vissulega) um nýja „breska innrás“ inn á bandarískan poppmarkað verið reifaðar. Um helgina verður kvikmynd í fullri lengd, This is Us, frumsýnd víðsvegar um heim, nokkurs konar nútíma Hard Days Night.
Heimsyfirráð
One Direction var stofnuð árið 2010 í X-Factor-þættinum. Meðlimum hafði mistekist að koma ár sinni fyrir borð sem sólósöngvarar og ákváðu því að hræra í eitt stykki söngsveit. Sveitin hafnaði svo í þriðja sæti í þættinum en vinsældir hennar stigmögnuðust árið 2011 og fyrsta platan, Up All Night, kom út í september það ár. Sveitin gerði svo strandhögg í Ameríku í upphafi árs 2012 og var það farsælt mjög og greinilegt að „gat“ hafði verið á markaðnum fyrir svona sveit. Heimsyfirráð voru handan við hornið og í ágúst það ár hafði fyrsta platan selst í þremur milljónum eintaka. Markaðsskrímsli mikið fitnaði samfara þessu öllu saman; blöð, bækur, teiknimyndir, nestisbox, bolir og hvaðeina sem hægt var að tengja við sveitina með einum eða öðrum hætti. Seint á árinu 2012 kom svo breiðskífa númer tvö, Take me Home, út og innsiglaði stöðu sveitarinnar enn frekar.
Frá fyrstu hendi
Sjálfur á ég sex og átta ára gamlar dætur og upplifi því þetta æði frá fyrstu hendi. Ég gerði ámátlega tilraun til að panta miða á tónleika með One Direction í gegnum netmiðasölukerfi en það fór á hliðina um leið og það var opnað. Sem væri svosem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir þá staðreynd að tónleikarnir fara fram eftir rúmt ár! Ég, gamall og einlægur Take That-aðdáandi, á þá mjög erfitt með að standast töfra One Direction. Þeir eru alveg „með þetta“ og þessi farsæld er ekki bara byggð á eintómri froðu og ísköldu markaðshyggjuviti.
Sem poppfræðingur er ég þó spenntastur fyrir framhaldinu. Nú eru piltarnir á þeim aldri (um tvítugt) að það er farið að hilla undir „alvarlegu“ plötuna. Og slíkar þreifingar hafa nær alltaf endað með hörmungum. Að vísu var síðasta Take That-plata, Back for Good, giska vel heppnuð „þroskuð“ poppplata en engu að síður lagði sú sveit upp laupana stuttu síðar (og sneri svo aftur nokkrum árum síðar eins og lög gera ráð fyrir). Sjáum til, þriðja plata One Direction ku væntanleg á þessu ári. Fram að því höfum við þessa mynd – sem gæti mögulega verið síðasta útspil hinna fimm fræknu, nema þeim hafi tekist að vinna bug á bölvun alvarlegu plötunnar með fulltingi sænskra popplagavísindamanna.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012