Patty Griffin: Reisn í viðjum rótanna
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 10. október, 2015
Í þjónustu ástarinnar
• Patty Griffin er með merkari söngvaskáldum Bandaríkjanna
• Servant of Love er níunda breiðskífa hennar
Maður er alltaf að leita eftir tónlist. Alltaf. Eitthvað nýtt, eitthvað spennandi, eitthvað sem passar vel við hjartað og sáluna. Maður er drifinn áfram af hálfgerðum ótta, ótta við að maður sé mögulega að missa af „uppáhalds“ plötunni sinni sé maður með eyrun í skauti. Hvað ef ég hefði ekki keypt þetta Melody Maker þarna árið 1991 og ekki lesið viðtalið við Mark Hollis um nýútkomna plötu Talk Talk, Laughing Stock? Það er því betra að vera á verði og með alla anga úti (OK, þetta er farið að hljóma hálf geðveikislega en þetta er skrifað undir miðnætti í enda langs dags. Stundum eru það reyndar bestu pistlarnir. Stundum ekki).
Smá
Einu sinni rambaði ég á plötu sem heitir Silver Bell eftir söngkonuna Patty Griffin. Ég kannaðist við nafnið en hún fyllir flokk amerískra söngkvenna sem syngja tónlist sem er á mörkum þjóðlagatónlistar, kántrís, blús og allra handa tónlistar sem liggur í rótum Ameríkunnar. Lucinda Williams, Sarah Harmer, Tift Merrit eru nöfn sem falla öll undir þennan hatt og andleg systir er líka Emmylou Harris sem kemur reyndar við sögu á nefndri plötu. Ég smellti plötunni á og bjó mig undir þetta vanabundna, þekkilega róta-rokk; eitthvað hugljúft og þægilegt og var því í raun að leita eftir einhverju kunnuglegu fremur en einhverju nýju eins og ég lýsti að ofan. Það var samt eitthvað við umslagið sem vakti forvitni mína, mér rann sá grunur í hug að það væri mögulega eitthvað óvanalegt þarna líka. Og svo var, fyrsta lagið, „Little God“, var óvenjumyrkt, snúið og skælt og með því var tónn plötunnar settur. Ég varð hugfanginn. Komst svo að því að þessi plata átti að koma út sem þriðja plata Griffin árið 2000 en var sett í skúffu af útgáfunni hennar. Kom svo út 2013 loksins eftir að Glyn Johns hafði endurhljóðblandað upptökurnar sem sjálfur Daniel Lanois hafði gert (en hann tók einmitt upp hina glæstu Wrecking Ball sem Emmylou Harris gaf út 1995).
Kvöldúlfur
Það sem fram hefur komið er upptaktur að nýrri plötu Griffin, Servant of Love, sem kom út í endaðan september. Í þetta sinnið er ekki um þrettán ára gamlar upptökur að ræða heldur spánnýjar og hér fer Griffin – að vanda – þær leiðir sem hana fýsir að fara. Áferðin hér er mjög athyglisverð. Þung, án þess að vera þunglyndisleg. Lögin taka sér tíma og það er krossað yfir í hina og þessa stíla og þeim óhikað blandað saman. Fyrsta lagið er nokkurs konar jaðardjass en svo er þarna þjóðlagatónlist, blús, rokk og honkítonk. Allt er þetta þó framreitt í höfgi bundinni leiðslu nánast, draumkenndur blær liggur yfir öllu hérna. Hljómar frá Austurlöndum fjær læðast meira að segja inn og manni verður þá óneitanlega hugsað til Roberts gamla Plants sem hefur dýft tám í þá strauma einnig. Griffin og Plant voru par lengi vel en skildu um það leyti sem Silver Bell kom út. Úr því er og unnið í nokkrum lögum hér.
Griffin á nú að baki ansi tilkomumikinn feril, listamenn eins og Joan Baez og Dixie Chicks hafa t.a.m. breitt yfir lög hennar, og hún nýtur óskoraðrar virðingar. Þessi plata færir heim sanninn um af hverju svo er.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012