Plötudómar: hist og og Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. febrúar, 2021.
Þráðinn þeir spunnu
Hljómsveitin hist og og þeir Sölvi Kolbeinsson og Magnús Trygvason Eliassen gáfu út merkar plötur á síðasta ári sem verða gerðar að umtalsefni hér.
Báðar þessar plötur komu út seint á síðasta ári og eru tengdar, m.a. í gegnum trymbilinn Magnús en einnig hljóðrænt séð. Á nokkurs konar djassrófi gætum við sagt, önnur úr spunaskólanum en hin af formlegra tagi.
Byrjum á „eðlilegheitunum“, hinni stórgóðu hits of sem er önnur plata hist og. Fyrsta platan, Days of Tundra , kom út 2019 (og með eðlilegheitum, þá er það í sjálfsögðu í samanburði við hina plötuna. Rólegir strákar!). Sveitin var stofnuð árið 2017 í tengslum við Norður og niður-hátíð Sigur Rósar og er skipuð þeim Magnúsi Trygvasyni Eliassen, Eiríki Orra Ólafssyni og Róberti Reynissyni. Þeir félagar hafa m.a. komið fram með múm, amiinu og Sin Fang en eiga líka allir rætur í djassi. Þessi plata, líkt og sú fyrri, er nokkurs konar leikur að þessu tvennu; framsækin og tilraunakennd tónlist af popp/rokkkyni en með þéttan djassvöndul í rassvasanum að auki. Auk þess er raf- og sveimtónlist hent í hræruna. Albert Finnbogason hljóðritaði og -blandaði en Ívar Ragnarsson hljómjafnaði. Platan rúllar frábærlega og þetta er hörkustöff, svo ég sletti. Og víða er komið við. Stundum eru menn slakir, stundum brjálaðir. Sjá t.d. „tardigrade“, rúmlega tveggja mínútna ofsi hvar rafgítar Róberts hljómar eins og hann sé að bráðna. Trommurnar koma svo inn á harðahlaupum og trompet Eiríks verður dýrvitlaus um leið. Í öðrum lögum má heyra blæ frá Tortoise og þýsku súrkálsrokki og í „þíða“ er mjög flott ECM-stemning, sveimbundinn túndrudjass sem nikkar höfði til áttunda áratugarins. Alls konar í gangi en stimpill þessa ofurtríós kirfilega á öllum smíðum.
Hin platan, sem heitir einfaldlega eftir hljóðfæraleikurunum, þeim Sölva Kolbeinssyni og Magnúsi Trygvasyni Eliassen, inniheldur spuna sem tekinn var upp 5. janúar á síðasta ári (Sundlaugin) þó að platan sjálf hafi svo ekki komið út fyrr en í október á síðasta ári (Albert aftur á tökkunum). Þeir félagar taka lög á borð við „The Sphinx“ eftir Ornette Coleman, „In Walked Bud“ eftir Thelonious Monk og „Celia“ eftir Bud Powell og túlka þau dæmalaust frjálslega. Sjá t.d. „Mandeville“ eftir Paul Motian sem er fallega skælt, á því hægt og melódían tekin glæsilega úr upprunalega rammanum. Þeir félagar vanda sig svo við að setja sitt einkenni, sína túlkun á framvinduna sem og í verkinu öllu. Eða eins og Sölvi sagði í samtali við Helga Snæ Sigurðsson, kollega minn á Morgunblaðinu: „Þetta er mikið flæði, við erum að spinna inn og út úr þessu þannig að fyrir mörgum mun þetta hljóma mikið sem frjáls spunatónlist ef þeir þekkja ekki lögin og jafnvel þótt þeir þekki þau. Við notum þessi lög mikið sem stökkpall út í spuna og reynum að halda þessu eins opnu og við getum.“
Báðar plöturnar tilheyra á einhvern hátt spennandi og alíslenskri djass/spunasenu sem hverfist m.a. um hinn glæsilega tónleikastað Mengi. Það er svo Reykjavík Record Shop sem gefur báðar plöturnar út en búðin hefur og gefið út plötur með Ingibjörgu Elsu Turchi og Tuma Árnasyni (ásamt Magnúsi Trygvasyni Eliassen) sem koma úr líkum ranni. Búðin hefur þannig styrkt vel við þessa senu, ef senu mætti kalla, og hefur reyndar verið að gefa út fjöldann allan af plötum síðustu misseri af hinum margvíslegasta toga.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012