Plötudómur: Ambátt – Flugufen
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. janúar, 2017
Fljótandi að fögrum ósi
Flugufen er plata eftir dúettinn Ambátt, en hann skipa þeir Pan Thorarensen og Þorkell Atlason. Þeir kappar hafa komið víða við í alls kyns verkefnum en hugmyndin að Ambátt fæddist fyrir röskum fimm árum.
Það væri að æra óstöðugan að telja upp öll þau verkefni sem Þorkell og Pan hafa komið að en við skulum segja að báðir hafa verið giska virkir í íslenskri neðanjarðartónlist undanfarna áratugi. Pan hefur t.a.m. verið með augu og eyru á jaðarkenndu hipp-hoppi og reis Ambátt upp við dogg er Þorkell lagði einu slíku, Beatmakin Troopa, lið árið 2012 (stuttskífan If You Fall You Fly). Pan og Þorkell hafa þá líka starfað saman í Stereo Hypnosis ásamt Óskari Thorarensen þannig að hæg voru sköpunarlegu heimatökin. Hvað þetta verkefni varðar sá Þorkell um bassa, gítar, hljómborð og ýmis áhrifshljóð en Pan tefldi fram áhrifs- og umhverfishljóðum ýmiss konar. Benjamín Bent Árnason lék svo á trommur, Sebastian Studnitzky spilar á trompet og Katrína Mogensen (Mammút) leggur til rödd.
Flugufen er ómþýður staður. Þeir félagar hafa á stundum reynt meðvitað á þanþol hlustenda með því að keyra fram að hengiflugi hins mögulega í tónlist en Flugufenið er ekki vettvangur fyrir slíkt. Lagt er upp með stemningu, alltumlykjandi, og platan rennur af hægð og með öryggi. Kannski er það vegna lagatitlanna („Svefney“, „Augnlækur“, „Undirtún“) en manni líður eins og maður sé á svifi yfir einhverja ókennilega náttúru á meðan hlýtt er. Titillagið kallar fram evrópska sveimdjassstemningu, Jon Hassell kemur í hugann, ábyggilega vegna trompetleiks Studnitzky, og Þorkell styður smekklega við með gítarleik. „Kóðá“ lykkjast um döbblendur og þegar komið er að fjórða lagi, „Augnlækur“ dettur maður niður í notalega, „tsjillaða“ stemningu (munum að Pan er einn af skipuleggjendum hinar dásamlegu hátíðar Extreme Chill Festival). Katrína leiðir lagið „Brenningur“ með sinni seiðandi röddu og aftur kemur Studnitzky inn í „Undirtún“. Plötunni er svo lokað með „Lognheimar“, sem er dramatískasta lagið hér mætti segja, verkinu lokað með stæl.
Platan er fáanleg á vínyl en einnig er hægt að nálgast hana rafrænt. Í samtali við Morgunblaðið á dögunum fóru þeir félagar mikinn hvað kosti vínylformsins varðar, sérstaklega þá hvernig hægt er að skipta plötum niður á ólíkar hliðar, vinnuaðferð sem þeir sögðust sakna og sú nálgun/aðferð er eðlilega yngri kynslóðum í raun hulin og á líkast til eftir að hverfa algerlega þegar fram í sækir. Fyrir mann sem er alin upp við svarta hringinn ljúfa toppar fátt það að heyra lágt snarkið er nálinni er smellt á vínylinn. Og að standa upp eftir ljúft niðurlag Augnlæksins, snúa plötunni og bíða eftir himneskri söngrödd Katrínu sem opnar seinni hliðina verður eitthvað svo eðlilegt. Í vínyl er vinningur falinn!
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012