Plötudómur: Anna Gréta – Star of Spring
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. júlí.
Ljúft er að láta sig dreyma
Star of Spring er plata eftir tónskáldið, söngkonuna og djasspíanistann Önnu Grétu Sigurðardóttur. Tónlistin byggist á djassgrunni en ofan á hann er hlaðið draumkenndum dulúðugum melódíum.
Anna Gréta gerir út frá Svíþjóð og fyrir þremur árum kom út platan Nightjar in the Northern Sky sem vakti þó nokkra athygli. Fékk Anna meðal annars tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir plötuna. Anna hefur sópað að sér alls kyns verðlaunum og viðurkenningum og fékk til að mynda verðlaun sem kennd eru við Monicu Zetterlund í Svíþjóð árið 2019 og er það til marks um það hversu vel hún hefur komið sér fyrir þar í landi.
Það er hin mjög svo virta djassútgáfa ACT Music sem gefur út en fyrirtækið er staðsett í Berlín. Gaf það einnig út frumburðinn.
Anna á öll lög og texta á plötunni en „Metamorphoses of the Moon“ og „Denouement“ eru innblásin af ljóðum hinnar mögnuðu Sylviu Plath. Anna er sjálf upptökustjórnandi og leikur á píanó, orgel og hljómborð auk þess að syngja og bakraddasyngja. Sannkallaðar kanónur sjá um undirleik, þeir Einar Scheving (trommur, slagverk), Skúli Sverrisson (rafbassi), Þorleifur Gaukur Davíðsson (gítar, stálgítar), Birgir Steinn Theodórsson (kontrabassi), Magnús Trygvason Eliassen (trommur), Sigurður Flosason (bassaklarínett) og Albert Finnbogason (hljóðgervill). Upptökur fóru fram í Sundlauginni, Mosfellsbæ og Studio 1001 í Stokkhólmi. Vélamaður og hljóðblendill var Albert Finnbogason og aukreitis vélamennska var í höndum Önnu.
Nightjar in the Northern Sky er tilkomumikil fyrsta plata listakonu. Frábærlega sungin og spiluð og það er blíða í allri framfærslu. Rennslið zen-bundið nánast; höfugt, hljóðvært og nánast hvíslandi. Engu að síður er vel hægt að nema að þetta er fyrsta verk listakonu og persónulegur tónn er enn í fjarska þó maður heyri það vel að hann sé að nálgast.
Og maður greinir þann tón vel á þessari plötu. Hann er að myndast, hann er að vaxa. Star of Spring er til muna framsæknara og djarfara verk en það síðasta, lögin toga sig í hinar og þessar áttir og brotist er undan línulegri framvindu ef svo mætti segja. „Her House“, sem opnar plötuna, er dillandi djass – ja, svona að mestu. Söngröddin byrjar í djúpinu, hæglætisleg og umlykjandi en ef einhver eðlilegheit voru gefin til kynna í blábyrjun er þeim fljótt vikið frá. Ekki með gargi og geðveiki, nei, Anna svona ýtir við forminu varlega og skreytir smíðina á natin hátt með kenjóttum krúsidúllum. „She Moves“ liggur í popp/rokk-skapalóni, smekklega tilraunakennt með frábærum orgelspretti um miðbikið sem er svo studdur með glúrnu bassaklifri og hæfandi píanóglingri. Julia Holter kemur upp í hugann, jafnvel djasspælingar Joni Mitchell. Sama má segja um titillagið, þar sem fara flottar taktskiptingar og dreymið flæði. Stundum er brugðið á leik, „Spacetime“ er „lóðréttara“ en restin, skríður áfram á glettinn ertandi hátt. Eiginlega furðulegt lag. Svipaða sögu má segja um „Imaginary Unit“, ævintýrabragur og undarlegheit allan tímann. Og er það vel! Flott uppbrot þar sem Anna hnyklar tónvöðvana.
Lögin tvö sem taka mið af Plath eru, eðli málsins samkvæmt, í melankólískara lagi. „Metamorphoses…“ er einfaldlega í sorgarböndum, einkar áhrifaríkt, og lokalagið, „Denouement“ er fullkomið útgöngustef, sálmalegt í nálægðinni sem í því býr (og flottur stálgítar). Platan, samantekin, rúllar áfram í styrkjandi hlýleika en Anna skirrist á sama tíma ekki við að takast á við erfiðleika. „The Body Remembers“ er þannig sláandi fallegt komment á „Lykkjumálið“ svokallaða í Grænlandi, er lykkjunni var komið fyrir í fjögur þúsund og fimm hundruð grænlenskum unglingsstúlkum á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar að fyrirskipan danskra stjórnvalda, í sumum tilvikum án vitneskju eða samþykkis stúlknanna og foreldra þeirra.
Oft er talað um „hina erfiðu plötu númer tvö“ en Anna hefur jafnhattað það „vandamál“ með glæsibrag. Virkilega vel heppnuð plata verð ég að segja.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012