Plötudómur: Bang Gang – The Wolves are Whispering
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 21. nóvember, 2015
Rökkurpopp
The Wolves are Whispering er fjórða hljóðversplata Bang Gang, eins manns sveitar Barða Jóhannssonar. Gestir eru Keren Ann, Helen Marnie (Ladytron), Bloodgroup og Jófríður Ákadóttir. Aðrir sem leggja hönd á plóg eru Kristinn Snær Agnarsson, Frank Arkwright, Viktor Orri Árnason, Daði Birgisson, Esther Talia Casey, Nói Steinn Einarsson, Arnar Guðjónsson, Bryndís Halla Gylfadóttir, Tómas Jónsson, Gréta Salóme Stefánsdóttir, Haffi Tempo, Birgir Þórarinsson og Laurent Vernerey.
Þó að sjö áru séu liðin frá síðustu plötu Bang Gang hefur kapteinninn, Barði Jóhannsson, langt í frá setið auðum höndum. Á tímabilinu hefur hann sinnt ótal kvikmynda- og leikhústónlistarverkefnum, gert plötur með Keren Ann og Jean-Benoit Dunckel úr Air (sem Starwalker) svo fátt eitt sé nefnt. Vörumerkið Bang Gang, ef svo má kalla, er þannig sprelllifandi í huga fólks og á alþjóðavísu er ferillinn giska stöndugur. Ferill Barða er reyndar alveg stórmerkilegur, ég man eftir honum þegar hann var í snilldarbandinu Öpp Jors í kringum 1990 þar sem sérstæð og súrrealísk kímnigáfa hans stýrði málum. Hana átti hann eftir að taka með sér í framtíðarverkefni og alltaf kraumar hún lúmskt undir þó tónlistin sé æði oft áferðarsnotur bæði og hljómfögur. Barði er dæmi um listamann sem hefur hreina sýn á það hvernig haga skuli framkvæmdum, það er rauður þráður í gegnum allt sem hann hefur gert þó að stílbrigðin kunni að vera ólík.
Í anda er þessi nýja plata ekki svo ólík þeirri síðustu, Ghosts from the Past, en báðar eru þær í nokkurs konar gotneskum böndum. Tónlistin siglir um dumbungsleg höf og skuggar flökta á milli hljóðrása. Þetta er rökkurpopp, svo ég stelist aðeins í „film-noir“ hugtakið, og tónlistin er jafnframt í frönskum fasa, en það land hefur lengi vel verið nokkurs konar bækistöð fyrir listsköpun Barða. Tónsmíðarnar eru jafnan kliðmjúkar og seiðandi, nánast höfgi bundnar og rennslið er þægilegt án þess að vera ódýrt. Silkimjúk og lágstemmd rödd Barða passar þá fullkomlega við framvinduna. Gestir góðir kíkja í heimsókn á plötunni og Barði gerir listavel í því að fella viðkomandi lög að þeirra stíl. Maður finnur alveg að Bloodgroup-liðar eru á staðnum í upphafslaginu, hin mjög svo hæfileikaríka Jófríður Ákadóttir (Pascal Pinon, Samaris, GANGLY) setur ísi lagðan galdur sinn á „A Letter Carved in Stone“, frábært lag, og „Silent Bite“, sungið af Helen Marnie úr Ladytron, er… tja… mjög Ladytron-legt. „A Lonely Bird“, þar sem söngfuglinn Keren Ann kemur við sögu (samstarfskona Barða í Lady & Bird), er magnað, átta mínútur og inniheldur m.a. þessa dásamlegu línu, sungna af Barða, svo gott sem hvíslandi: „I have no one/But I‘m stronger… than you think“.
Barði leyfir sér að vera væminn og kemst upp með það, „My Special One“ er einfaldur og áhrifaríkur óður til afkvæmis (geri ég ráð fyrir), þar sem sungið er um órofa bönd þrátt fyrir að höf og lönd aðskilji. Platan endar á nokkuð koldimmum nótum, „We Will Never Get Along“, þungbúin stemma um ást sem aldrei náði að blómstra.
The Wolves are Whispering er feikisterk plata og kannski það besta sem Barði hefur gert hingað til. Svona verk geta ekki orðið til fyrr en seint á ferli, reynsla og það að steinninn hafi verið slípaður frá morgni til kvölds í öll þessi ár byggir undir þá vigt sem það ber með sér.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012