Plötudómur: Bistro Boy og X.U.L. – Tengsl
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. júní, 2023.
Tveggja manna makar
Tengsl er samstarfsverk Bistro Boy (Frosti Jónsson) og X.U.L. (Gašper Selko) og er gefið út af hinu íslenska Möller Records. Mærum og mörkum tónlistar er hleypt skemmtilega upp á gripnum.
Bistro Boy er listamannsnafn Frosta Jónssonar en hann rekur einnig Möller Records ásamt fleirum, eina helstu raftónlistarútgáfu Íslands. Bistro Boy hefur gefið út alls kyns raftónlist á undanförnum áratugum, stundum með „ambient“-sniði og stundum ekki og nú er komið að samstarfsverkefni, en platan Tengsl var unnin með slóvenska tónlistarmanninum X.U.L. (Gašper Selko) og gerir sér not úr raftónlist, klassískri tónlist og einhverju óáþekku þar á milli. Selko þessi er hljóðfæraleikari og tónskáld og hófst ferill hans í tónlistarskólanum í Kamnik, Slóveníu. Síðasta plata hans er A Guide For Lost Traveller (2021) en endurhljóðblöndun á laginu „A Morning Song of a Cloudspotter“ var fyrsta samsköpun þeirra.
Frosti lýsir því sem svo að þeir félagar hafi verið leiddir saman af helberri tilviljun. Fljótlega hófst vinna við plötuna, í mars í fyrra nánar tiltekið, m.a. fyrir tilstilli fjarbúnaðar. Útsetningar og nótnaskriftir voru klárar snemmhausts og upptökur voru svo í október. Strengir og trompet komu m.a. við sögu í hljóðveri en tónlist öll er eftir þá Frosta og Gašper og voru strengirnir hljóðritaðir í Studio Adergas, Slóveníu. Gal Vogric stýrði upptökum en hljóðfæraleikarar voru þau Ana Novak (fiðla), Abel Modic (fiðla) og Maša Tomc (selló).
Tónlistarfólk úr ólíkum áttum hefur löngum reynt það með sér að gerast óvæntir bólfélagar, allt frá samslætti rapps og rokks í Judgment Night eða þá í röð Tilraunaeldhússins sem bar bólfélagaheitið upp úr 2000 en þá vann Orgelkvartettinn Apparat t.d. með radio-amatörum („sjálfsagðir bólfélagar!“ eins og Hörður Bragason sagði þá).
Hér mætast því tveir menn, einn með rætur í klassík en hinn hefur mestmegnis verið á sviði raftónlistar þó hann sé vissulega með klassískan grunn einnig. Og tilgangurinn, eins og hér að ofan, er að sjá hvað komi út úr því er ólíkum geirum og nálgunum er slengt saman. Fyrsta lagið, „Eindir I“, byrjar á fallegum trompetblæstri og minnir ekki lítið á upphafslag meistaraverks Talk Talk frá 1988, Spirit of Eden. „The Rainbow“ hóf þá mikilúðlegu vegferð á sams konar máta, gætilega en samt af óhikaðri reisn. „Eindir II“ leggur úr vör með hofmannlegum blæstri sem er undirstunginn með tölvu- „blípi“ í upphafi áður en tekið er til við forritaða takta. Allt líður þetta svo áfram eðlilega, sambrennt einhvern veginn og mjög svo mátulegt. Verkið er meira og minna svona allt, vel heppnuð samsuða hins lífræna og vélræna ef svo mætti segja. Sjá t.d. „Þræðir II“ sem líður áfram í „ambient“-svíma, smekklega stutt áslætti og svo lífrænum tónum sem eru í þetta sinnið lágt í blöndunni. „Eindir V“ er ofurstutt, píanó mætt til svæðis og fær að hanga þar eitt að langmestu. „Þræðir III“ lokar verkinu, fallegt og stillt, hvar hljóðgervlalandslag situr undir brasshimni. Ég læt vera að telja upp allt havaríið enda óþarfi, restin er af sama gæðastaðli og ekki ætla ég að „spilla“ allri myndinni.
Giska vel heppnað stefnumót verður að segjast og var það blint þarna í upphafi eða tilviljun háð eins og Frosti lýsir. Hvað næst kann að verða, það enginn veit, en hér er vissulega skaplegt færi til framþróunar og meira kropps, kjósi þeir kumpánar að sinna slíku.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012