Plötudómur: Dalalæða – Dysjar
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. janúar, 2021.
Ómur hinna fordæmdu
Dalalæða er sveitin, Dysjar er platan og verkefnið einstakt samkrull tónlistar, ljóðlistar og samfélagssögu Íslands hvar aftökur fyrri alda spila burðarrullu.
Tónlist plötunnar er samin af Hannesi Helgasyni en um ljóðagerð sér Jóhannes Birgir Pálmason. Dalalæða er svo skipuð: Hannes Helgason (píanó), Jóel Pálsson (bassaklarínett, kontrabassaklarínett, sópransaxófónn), Jóhannes Birgir Pálmason (ljóðagerð og ljóðalestur, hljóðsmölun), Magnús Trygvason Eliassen (trommur) og Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson (kontrabassi).
Í tónlistinni má finna samslátt ólíkra þátta. Tónlistin er drungaleg, myrkradjass nánast. Blástur Jóels tónar draugalega yfir naumhyggjulegum bassa og trommum, klingjandi píanó lúrir á bak við og ókennileg rafhljóð brjóta upp. Ljóða- og kvæðahefð Íslendinga fær einnig sess en Jóhannes les upp hrollvekjandi rímur sem tengjast inn í miður skemmtilega atburði úr Íslandssögunni. Ljóð Jóhannesar koma inn á atburði sem gerð er grein fyrir í verkefninu Dysjar hinna dæmdu sem segir frá aftökum sem áttu sér stað á Íslandi frá 16. öld fram á 19. öld. Það er Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands, sem stýrir því verkefni og eru hún og tónlistarmennirnir í virku samtali. Dysjar er því í raun beint samstarf lista- og fræðaheims.
Í samtali við albumm.is lýsir Hannes því hvernig hann og Jóhannes vinur hans byrjuðu að skissa upp hugmyndir um mitt ár 2019. Um haustið var svo hóað í restina af hópnum og verkið frumflutt á Jazzhátíð í ágúst á þessu ári. Upptökur sjálfrar plötunnar fóru fram í Sundlauginni í febrúar og var það hinn mæti Albert Finnbogason sem upptökustýrði og hljóðblandaði. Finnur Hákonarson hljómjafnaði en Þórir Georg sá um umslagshönnun.
Ekki er loku fyrir það skotið að Dalalæða og Steinunn muni útvíkka þetta verkefni enn frekar og það verði flutt á áhugaverðum stöðum í nágrenni Reykjavíkur, stöðum sem myndu henta vel undir rétta stemningu, og er Albert þeim innan handar um þá hljóðhönnun. Heimsfaraldurinn mun þá stýra þeim málum líka. Ný plata eður verkefni er þá einnig í burðarliðnum og yrði það gefið út fyrir jólin 2021. Það er hið nýstofnaða VAX sem gefur út og er þetta fyrsta útgáfa þess. Vínillinn kemur bara út í 150 eintökum en þar er m.a. að finna forláta upplýsingablað hvar þema hvers lags er lýst af nákvæmni. Hannes er einn af stofnendum VAX og segir hann í samtali við albumm.is að VAX eigi að vera „regnhlíf utan um hljómsveitir og verkefni tengd þeim sem standa að félaginu. Megintilgangurinn er að skapa umgjörð utan um verkefnin, bæði hvað varðar tónlistarútgáfu en einnig til þess að standa að öflugu kynningar- og markaðsstarfi á Íslandi og erlendis.“ Stefnt er að nokkuð blómlegri útgáfu á þessu ári, 2021.
Dysjar er að sönnu einstakt verkefni. Það er ekki oft sem unnið er beint með texta og í raun hrein fræði úr háskólamenningu landsins. Hér er í raun verið að byggja brú. Háskólafólk á nú færi á að sjá að hægt er að matreiða þá vinnu sem þar fer fram með smekklegum hætti ofan í almenning. Að sama skapi fá unnendur jaðarbundins spunadjass og tilraunatónlistar óvænta innsýn í hörmungarhliðar Íslandssögunnar. Vakna hressilega til vitundar um ósanngirni og rangindi sem þar þrifust af krafti – allt saman við hrynbundinn og þéttan undirleik Dalalæðu! Tvær flugur slegnar í einu kraftmiklu og glæsilegu höggi.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012