Plötudómur: Eivör – Segl
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 24. október, 2020.
Færeyjanna Freyja
Eivör Pálsdóttir er hæglega einn af helstu popplistamönnum Norðurlanda í dag og vegur hennar fer vaxandi. Segl, nýjasta plata hennar – og sú níunda – treystir hana enn frekar í sessi.
Nú er ég búinn að vera að skrifa um Eivöru Pálsdóttur og hennar magnaða ferðalag um króka og kima tónlistarinnar í tæplega tuttugu ár og ekki er hægt að tala um dauða stund. Ég kynntist þessu náttúrubarni rétt eftir aldamótin og kolféll fyrir fyrstu plötu hennar eins og svo margir, plata sem kom út 2000 og hún söng inn á aðeins sextán ára að aldri. Ferill hennar hefur síðan þá verið á rólegri og nokk öruggri siglingu upp á við. Plötur hennar hafa verið alls konar. Hún hefur sungið djass, kántrí, þjóðlagapopp, rokk og sinnt tilraunamennsku – svona meðal annars.
Eftir að hún fór að vinna reglubundið með eiginmanni sínum, tónskáldinu Tróndi Bogasyni, er eins og vegferðin hafi farið að verða traustari. Eftir heilmikið stílaflakk er eins og það sé verið að lenda ákveðinni stefnu, a.m.k. hvað plötugerð varðar. Eivör er að eðlisfari kamelljón, getur allt, en ég viðurkenni að ég kinka kolli yfir þessari leið sem nú er verið að fara, hafi þetta verið meðvituð ákvörðun. Enda helst þetta í takt við auknar vinsældir, frekari tónleika á erlendri grundu og hálfgert strandhögg í landi Breta en Eivör kom fram í þætti Jools Holland árið 2017, eftir að platan Slör hafði verið gefin út á ensku það ár. Þetta samstarf hennar og Trónds sem ég er að vísa í hófst á Room (2012) og hélt svo áfram á Bridges (2015) og svo Slör (2015). Það að sami upptökustjóri sé á þeim öllum gefur þeim vissan heildarhljóm, þó ólíkar séu þær innbyrðis. Það má samt segja að á Slör hafi verið byrjað að tálga til þá Eivöru sem við heyrum í hér. Poppstjörnuna Eivöru. Nei, poppdívuna Eivöru. Þá Eivöru sem á jafn sjálfsagt tilkall til stóra sviðsins og hver sú sem þar dansar.
Segl er unnin með Tróndi sem upptökustýrir að vanda en einnig kemur Dan nokkur Heath að þeim málum en hann hefur unnið með Lönu Del Rey m.a. Færeyingarnir Högni Lisberg, Mikael Blak, Theodor Kapnas, Marjun Kjelnæs, Per Højgaard Petersen og Mattias Kapnas eru þarna líka, allt tíðir samstarfsmenn. Íslendingar eru þarna einnig, Ásgeir syngur eitt lag með henni, Sigga Ella tekur ljósmyndir og Snorri Eldjárn Snorrason sá um glæsilegt umslagið.
Segl er meðvitað útspil hvað auknar alþjóðlegar vinsældir varðar, ég tek spurningartóninn til baka. Fyrir það fyrsta er hún á ensku (9 lög af 12) og hér stígur poppdívan Eivör fram með mjög ákveðnum hætti. Hún mátar sig við söngkonur eins og Lykke Li, Tove Lo, Susan Sundför og Robyn og stenst að sjálfsögðu allan samanburð.
Það er viss þrískipting í útfærslunni hér. Það sem er nýtt er sterk áhersla á kalt, stáli bundið og pumpandi nútímapopp, tölvu- og taktvinna í blússandi gír, evrópsk klúbbastemning til grundvallar víða. Sjá „Let it come“ sem er mikilúðlegt, gæti þess vegna verið í James Bond-mynd, svo kvikmyndalegt er það. Í öðru lagi er það dramað, epíkin sem Eivör hefur alltaf unnið með, eitthvað sem hún gerir eins og að drekka vatn. Óðurinn til Kate Bush heldur áfram hér, eins og í öðrum verkum hennar. Sjá t.d. hið ógurlega „This City“, sem sameinar Bush-poppið og nútímastemninguna sem ég nefndi í upphafi.
Í þriðja lagi er það svo þjóðlagaminnið, færeyski bragurinn sem Eivör hefur alltaf unnið með, leynt eða ljóst. Hann er vissulega hverfandi hérna og helst má heyra hann í rólegri lögunum og þá sérstaklega þeim sem sungin eru á færeysku, eðlilega. Þegar best lætur koma þessir þrír þættir saman í einum glæsilegum skurðpunkti: Fyllilega nútímaleg poppdíva sem vinnur með gerðarlega, dramabundna og epíska tónlist að hætti Kate Bush og Bjarkar um leið og hún er með báða fætur kirfilega í Götusandinum fagra.
Svona gera bara snillingar. Náttúrubörn jafnvel.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012