Plötudómur: GRÓA – What I like to do
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. október, 2021.
Pönkast í ömmubuxum
What I like to do er þriðja breiðskífa Gróu sem verður að teljast allnokkur árangur en meðlimir eru enn undir tvítugu.
Ég beið spenntur eftir þessari þriðju plötu Gróu því að plöturnar tvær fram að þessu hafa verið mjög skemmtilegar. Þið afsakið þessa temmilega ópoppfræðilegu byrjun og lágmarks doktorstakta en stundum – jafnvel oft – þarf ekki að flækja hlutina mikið. Með Gróu er alveg ljóst hvað í gangi er frá fyrsta tóni. Hér er ástríða, orka, sköpun, óþreyja, galsi, skemmtan og gleði. Það er varla púls mælanlegur í þér ef þú nemur þetta ekki eftir ca. hálft rennsli í gegnum eitthvert Gróulagið.
Sveitin er samstarfsverkefni þeirra Fríðu Bjargar Pétursdóttur sem spilar á bassa, Hrafnhildar Einarsdóttur sem spilar á trommur og söngkonunnar Karólínu Einarsdóttur. Sótt er í skapalón sígildra kvennapönksveita eins og Slits, Raincoats og Grýlna upp að vissu marki þó eðlilega sé þetta ekki alveg svo einfalt. Fyrstu tvær plöturnar innihalda hrátt og skemmtilegt pönk, melódískt en tilraunakennt líka. Karólína syngur og öskrar með miklum tilþrifum, gefur lögunum öllum mikinn karakter. Hnyttnir textar, fíflalegir og margt látið fljúga – og standa. Til þess að gera eru þessar tvær fyrstu plötur áþekkar, sú seinni þó öruggari um marga hluti.
Nýja platan brýtur að vissu leyti blað í sögu Gróu. Hún er lengsta platan til þessa, tólf laga og um 43 mínútur. Það er í raun meira hispursleysi en nokkru sinni áður. Í stað þess að þétta sig og formfesta, sem er svo algengt, hafa þær í raun aldrei verið villtari og hrárri. Betri – en brjálaðri. Þetta er athyglisverð þróun í raun.
„Ég skal bíða eftir þér“ opnar plötuna eftir óm og garg úr einhverju áhrifshljóðstækinu. Karólína syngur, ógnandi en prúð á sama tíma!? Það er ákefð í þessu lagi sem sleppir manni ekki. „Dansa uppá þaki“ er tækifæri fyrir Fríðu og Hrafnhildi til að láta ljós sitt skína. Leikandi bassi og uppteknar trommur leiða lagið út í gegn. „Grannypants“ er líkast til uppáhaldslagið mitt á allri plötunni og ber með sér mikil þroskamerki. Gítaróhljóð og -áhrif eru nýtt á mjög flotta vegu, rífandi gítar sem minnir mig á Sonic Youth í kringum EVOL eða Bad Moon Rising. Klasturslegur gítar Andy Gill úr Gang of Four er þarna á svifi líka. Óhamin smíð – nánast djamm – sem dregur mann inn.
Gróa hefur ekki áður leyft sér svona mikinn losarabrag. „Juicy berr í leyni“ ýjar að svipuðu hamsleysi. Hávaðagítarar á sveimi og lagið óstöðugt og ringlað. Frábært! Það eru þó lög hérna sem mætti kalla frákast. „Trúðu á þig trúður“ er í raun óklárað, skissa sem hefði alveg mátt vera utan plötu. En þetta er svona eina dæmið eiginlega um misstig. „Stærsta hjarta í heimi“ inniheldur gítarspil í anda Þeysara og seinni tíma Purrks og eins og með alla plötuna, það er mikið „attitjúd“ í því, lagið er bæði hart og linnulaust. Það virðist ætla að leysast upp um miðbikið en aftur er því lent og Karólína syngur einfaldar textalínurnar aftur og aftur líkt og hún sé í trans.
Stórgóð plata og í raun ekki eins og ég átti von á. Venjulega, eins og ég hef lýst, verða sveitir straumlínulagaðri með tímanum en Gróa ætlar ekki að láta hanka sig á neinu slíku. Ég er forvitinn að vita hvert þetta fer næst, hvert þær taka þetta. Þær eru enn kornungar, margt framundan og svo óskaplega margt í stöðunni mætti segja.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012