Plötudómur: Helgi og Hljóðfæraleikararnir – Ást og sigur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. apríl.
Hljómleikaleg brjálsemi
Helgi og Hljóðfæraleikararnir standa í umfangsmikilli útgáfustarfsemi þessi misserin og nýgildir sem sígildir gripir eru að koma út á föstu formi sem og í streymi. Tvöföld tónleikaplata er það nýjasta og er hún m.a. í forláta vínilformi.
Það er búið að vera nóg um að vera hjá Helga og Hljóðfæraleikurunum að undanförnu. Auk skipulegrar endurútgáfu og allra handa athafnasemi (tékkið á derhúfunum á fjasbókarsetri hennar) hafa tónleikar færst í vöxt og reglulega er talið í norðan heiða hvar sveitin á sitt varnarþing en hana skipa bræður og frændur ættaðir úr Kristnesi og Eyjafjarðarsveit.
Dálæti mitt á þessari sveit er talsvert, eiginlega mjög mikið, og lesa má um þá aðdáun mína í gegnum arnareggert.is eður timarit.is. Ég er ekki einn um þetta og að einhverju leyti er visst költ í kringum sveitina.
Neðanjarðar var hún lengi vel og það rækilega en góðu heilli hefur endurútgáfa á merkum plötum sveitarinnar staðið yfir um nokkurt skeið. Þær hafa komið út á vínil, í streymi og Landnám (1991) kom meira að segja út á kassettuformi eins og hún kom út upprunalega.
Nýjasta tiltækið er tvöföld tónleikaplata. Ber hún nafnið Ást og sigur og kemur út á tvöfaldri vínilplötu. Fyrri hlutinn er órafmagnaður og ber heitið Stálið ljúfa en sá síðari er rafmagnaður (vel rafmagnaður) og kallast Vírinn hrjúfi. Platan er glæsileg, umslagið prýðir málverk eftir Aðalstein Þórsson og það er opnanlegt (e. gatefold), þykkt og þægilegt viðkomu. Upplýsingablað fylgir og opnan er vel nýtt undir ljósmyndir frá litríkum ferli sveitarinnar. Platan er tekin upp á tónleikum á Græna hattinum og Verkstæðinu á Akureyri 2022-2023 og í fjasbókartilkynningu segir að opinber útgáfa vínilsins sé „græn eins og vorið og appelsínugul eins og Egils appelsín“ og þá með vísun í lit platnanna.
Þessi aukna virkni hefur ekki bara skilað sér í plötum, derhúfum, barmmerkjum og textabók heldur – eðlilega – líka í meiri sýnileika. Sem aðdáandi, fullviss um að sveitin atarna búi yfir sérstökum galdri, er þessi þróun mála hin jákvæðasta. „Þetta snýst um heildarmyndina, að fá tilfinningu fyrir sögunni,“ segir í tölvubréfi frá hljómsveitinni sem barst pistilritara. Og um tónleikaplötuna var þetta viðhaft „Þetta eru tveir pólar, en augljóslega sama bandið. Sama rokkið, sama rómantíkin. En samt líka augljóslega tvær ólíkar hliðar á sama peningi.“ Fram kemur að það hafi verið kúnst að fanga stemninguna á fast form en sveitin er mjög lofuð sem tónleikasveit og andinn á sviði og úti í sal jafnan einstakur. Sveitin stendur því í mikilli þakkarskuld við Hauk Pálmason hljóðvinnslumann og RPM Records í Kaupmannahöfn hvað hljóðfrágang varðar.
Ég get svo staðfest, hafandi hlustað á gripinn, að þetta er allt saman kórrétt hér að framan. Andinn er fangaður og orkan sömuleiðis. Báðar plöturnar byrja á „Haust“, útgáfan á Vírinn hrjúfi hljómar eins og R.E.M. hafi fengið brjálsemiskast, geggjaður og gargandi gítar og öll sveitin með á fleygiferð. Útgáfan á Stálið ljúfa er svo heimilislegri, innilegri – nema hvað – fiðla áberandi og þjóðlagakjarna sveitarinnar lyft upp. Báðar þessar plötur ef svo mætti segja gefa skýra og breiða mynd af þessari einstöku sveit. Málið var ekki, veit ég, að hlaða í nokkurs konar „bestu lög H&H“-verk heldur umfram allt að draga upp sannfærandi, heildstæða mynd af tónleikabandinu Helga og Hljóðfæraleikurunum. Það tekst giftusamlega og gott betur verður að segjast. Skál fyrir deginum eins sveitin segir sjálf og ég hvet áhugafólk um töfra tónlistarinnar til þess að tékka á þessum hliðstæðulausa músíkhópi sem hefur nú verið að störfum í áratugi. Megi hann halda áfram lengi enn. Sterkur orðrómur er þá á kreiki, og barst höfundi þessi ábending rétt áður en hann ýtti á „senda“, að von væri um tónleika á höfuðborgarsvæðinu í haust, „annaðhvort með Dr. Gunna, Fræbbblum eða báðum“. Orðrómur þessi vall beint upp úr skolti hestsins!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012