Plötudómur: Hróðmar Sigurðsson – Hróðmar Sigurðsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. október, 2021.
Göróttar gítarlykkjur
Hróðmar Sigurðsson, djassgítarleikari með meiru, hefur sent frá sér sína fyrstu sólóplötu og heitir hún í höfuðið á listamanninum.
Talsvert er um útgáfu núna hjá yngri íslenskum djössurum og er það vel. Reykjavik Record Shop hefur staðið sig vel í að þrykkja efni frá þessu fólki á plast og ég hef nánast ekki við að koma þessu öllu í orð.
Nýjasta platan er frá Hróðmari Sigurðssyni gítarleikara sem hefur verið nokk atkvæðamikill í spilamennsku undanfarin ár. Platan var tekin upp í Sundlauginni vor og haust 2020, Birgir Jón Birgisson sá um upptökustjórn en Kjartan Kjartansson hljóðblandaði og hljómjafnaði. Á plötunni leika, ásamt Hróðmari, þau Ingibjörg Elsa Turchi á rafbassa, Magnús Jóhann Ragnarsson á hammondorgel og hljómborð, Magnús Trygvason Eliassen á trommur, Kristofer Rodriguez Svönuson á slagverk, Elvar Bragi Kristjónsson á trompet og flugelhorn, Tumi Árnason á tenórsaxófón og Ingi Garðar Erlendsson á básúnu. Örn Eldjárn leggur þá til stálgítarleik í laginu „Gone Fishing“.
Tómas Ævar Ólafsson hjá Víðsjá átti forvitnilegt spjall við Hróðmar í endaðan ágúst á þessu ári, sama dag og hann hélt útgáfutónleika vegna plötunnar. Þar kom m.a. fram að snöfurmannleg vinnubrögð voru í heiðri höfð er herlegheitunum var rúllað „inn á band“ en platan var öll hljóðrituð í tveimur dagslöngum upptökulotum, í maí og ágúst á síðasta ári, og svo var minniháttar eftirvinnsla. Merkilegt líka að heyra að Hróðmar er sjálfmenntaður, lærði öll unglingarokklögin upp á eigin spýtur á unglingsárum en fór svo í FÍH eftir menntaskóla, með það að markmiði að verða betri, eins og hann orðaði það. Þar komst hann í kynni við djassinn og það tónmál allt, m.a. spunamöguleikann sem hann virðist heillaður af.
Enda lagði Hróðmar áherslu á það í viðtalinu góða að platan væri ekki eiginleg djassplata, miklu heldur „instrumental“-verk með spunaívafi, auk þess sem Hróðmar er mikið að velta suðuramerískum djassi fyrir sér á plötunni. Hann nefndi þá, af auðheyranlegri, sannferðugri auðmýkt, að helstan innblástur hefði hann fengið frá þessum mögnuðu samleikurum sínum og þar er m.a. einn sem hefur gefið út plötu sem er vel suðuramerísk, ásláttarleikarinn Kristofer Rodriguez Svönuson sem ég reit um á þessum síðum fyrir einhverjum misserum. Platan hefst þannig, „Núna“ er tæplega sjö mínútna óður sem snertir m.a. á þessari álfu tónrænt séð en margt fleira er í gangi. Hammondinn hans Magnúsar Jóhanns orgar af krafti, brassið sömuleiðis og þetta er glannalegt lag mætti segja. „Ég er mættur!“-skilaboð í því. Lagið er brotið upp og gítarinn hans Hróðmars tekur að ýlfra þegar rúmar tvær mínútur eru liðnar. Rifinn, hvass og gæjalegur… smá kúrekastælar jafnvel. Rokk, djass og ótamin orka – eins og línurnar séu að hóta því að fara bara eitthvað ef þeim sýnist svo. Í raun samsuða af öllu því sem Hróðmar hefur nefnt til í sinni gítarnámssögu. Platan ber þess merki að vera fyrsta verk höfundar. Það er verið að koma hlutum út og frá og heildarkonsept stýrir ekki för heyri ég. Og ég er alls ekki að segja að það sé neinn ljóður á verkinu. Það er verið að prufa eitt og annað af því að þarf að prufa eitt og annað. Ég vil sérstaklega nefna „Krupa“ sem er nokk einstakt. Upphafið er afar poppað mætti segja. Áhlýðilegt og gott „sving“ og grúv í gangi. Minnir mig á fönkaða poppsmíð frá síðari hluta níunda áratugarins einhverra hluta vegna. Það er eitthvað í byggingu þess sem er ansi snjallt. Að vísu er það brotið upp undir rest með brjálsemis-töktum á píanóinu en já, eitthvað þarna fékk mig til að staldra sérstaklega við. „Gone Fishing“ er smíð sem hljómar er sólin hnígur til viðar, kveðjulag og „coda“.
Allt í allt nokk sannfærandi fyrsta útspil hjá Hróðmari og það verður spennandi að fylgjast með honum vaxa og dafna á þessum tiltekna akri tónlistarmennskunnar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012