Plötudómur: Jane Telephonda – We are the Music
Tvíeind „Já, nei, ég er á fundi.“ Ívar Páll Jónsson og Ásdís Rósa
Þórðardóttir, upptekin.
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. apríl.
Er líf á Venus og Mars?
Jane Telephonda gaf út sína aðra plötu fyrir stuttu, We are the Music. Innihaldið er sem fyrr melódísk nýbylgja undir yndislegum áhrifum frá Bítlunum, Bowie og öðru mektarmúsíkfólki.
Ívar Páll Jónsson semur tónlist sveitarinnar en ég myndi ávallt leggja ríka áherslu á að miðlægur er hann eigi. Þetta er undirstrikað í plötutitlinum og á dásamlegum útgáfutónleikum plötunnar, sem haldnir voru á afmælisdegi Ívars þann 27. febrúar í Tjarnarbíói, ræddi hann af einurð, festu og ást um samtengingu okkar allra og þá staðreynd að engu er þokað nema í einhvers konar samlífi.
Nýja platan er ellefu laga, gerð af ellefu manneskjum, og fjalla „flest um lífið og tilgang þess, frá jákvæðu sjónarhorni“, eins og segir í formlegri fréttatilkynningu. Í „Come with Me“ er hlustandinn hvattur til þess að sleppa egóinu og tengjast alheiminum, í „Rabbit in the Underground“ er sungið um kennara sem kennir fyrir tómri kennslustofu og í „Chicken in the Sky“ er fjallað um matseld ástfanginna hjóna á mexíkóskum kjúklingarétti í eldhúsi himinhvolfsins. Titillagið, „We are the Music“, er um „hinn ósýnilega þráð milli okkar allra sem felst í tónaröðum og hljóðum og kallast í daglegu tali tónlist.“
Hemúllinn sjálfur kom svo og söng í „Life Is Love“, Yuuki Matthews, bassaleikari The Shins, hljóðblandaði plötuna og Jóhann Ásmundsson úr Mezzoforte hljómjafnaði. Ásmundur Jóhannsson sá um upptökur í Stúdíói Paradís. Í sveitinni eru Albert Þorbergsson, Ásdís Rósa Þórðardóttir, Björn Hildir Reynisson, Brynjar Páll Björnsson, Fífa Konráðsdóttir, Grétar Már Ólafsson, Hans Júlíus Þórðarson, Hólmsteinn Ingi Halldórsson, Ívar Páll Jónsson, Pétur Þór Sigurðsson og Rafn Jóhannesson.
Ívar er eldri en tvævetur í tónlistinni og hefur sýslað ýmislegt. Var í Lunch og Blome á tíunda áratugnum, sinnti svo sólómennsku og samdi t.d. söngleik og setti upp árið 2014 í New York (Revolution In The Elbow Of Ragnar Agnarsson Furniture Painter). Ívar hefur náðargáfu í tónlistinni, lögin hér eru með þeim hætti sem ég lýsi í inngangi og standa stíllega með frumburði sveitarinnar, Boson of Love (2017. Vá hvað tíminn líður.). Einnig má heyra í sígildri „sækadelíu“ eða sýrutónlist, sænskt skrítipopp er ekki langt undan; Cardigans, Ray Wonder og Eggstone t.d. og sagnagáfa Rays gamla Davies svífur stundum yfir vötnum.
Ásdís Rósa Þórðardóttir, eiginkona Ívars, opnar plötuna með því að syngja upphafserindið í „No Reason“. Frábær söngkona og Paul Carrack væri vísast að taka niður glósur. Fallegt lag og platan öll rúllar í þekkilegum, notalegum gír. Lögin eru eitthvað svo áreynslulaus og grípandi að það er unun á að hlýða. Það er samt alltaf örstutt í grall, súrrealískt flipp, og ég hef það fyrir satt að sjávarsíðan í Berlín hafi verið höfundi innblástur í einu lagi eða tveimur. Það er erfitt að taka eitt lag fram yfir annað. „Love will make you whole“ er afbragð, hvar Grétar Már kemur inn af fítonskrafti, syngur einn hlutann glæsilega og ljær laginu töfra. „Chicken in the Sky“ er alveg einstakt. Fjallar um matseld, hinn mikla segul á samskipti og samveru, og ég man ekki eftir að hafa heyrt aðrar eins opnunarlínur í lagi: „I get excited when I look you in the eye, when I look you in the eye / Somewhere there’s a kitchen in the sky full of all … we need, to make a good meal.“ Þessar línur eru sungnar eins og líf liggi við og það er nú reyndar svo þegar matur er annars vegar. Snilld!
Frábær plata sem óhætt er að mæla með. Fær mann til að hlæja eins og vel heppnaður Fleksnes-þáttur en um leið kemst maður eiginlega við á köflum þegar kynngimagn hljómlistarinnar hellist yfir mann, líkt og Cartney frændi sitji hreinlega á rúmstokknum.
Njótið, gott fólk, en plötuna má nálgast á helstu streymisveitum. Og munið: Við erum tónlistin.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012