Plötudómur: Jóhann Jóhannsson – Mandy
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. október, 2018
Eitt titrandi tár
Síðasta kvikmyndatónlistin sem Jóhanni Jóhannssyni auðnaðist að ljúka fyrir ótímabært andlát sitt er við hasarhryllinn Mandy. Hér er rýnt í verkið og um leið listfengi
Mig langaði til að setja niður nokkur orð um tónlistarmanninn Jóhann Jóhannsson sem fór allt of fljótt frá okkur í febrúar á þessu ári. Meginefni þessa pistils er tónlist hans við kvikmyndina Mandy, sem er nýútkomin, síðasta verk hans á því sviði. Ég hef verið að skrifa um Jóhann Jóhannsson allan minn tónlistarblaðamannsferil en á undanförnum árum snaraði ég upp nokkrum greinum sem fjölluðu um uppgrip hans á sviði kvikmyndatónlistarinnar, en það var á við sæmilega spennandi Hollywoodmynd að fylgjast með þeirri vegferð. Frami hans í þeim geiranum laut öruggri stígandi, hægri en markvissri, og óx aðdáunin á honum um heim allan stöðugt. Tvö verk hnykktu reglulega á hvað þetta varðaði; tónlist hans við myndirnar Sicario og Arrival, sem bera með sér hárnákvæma blöndu af listrænni sýn og því sem kalla mætti þjónustu við kvikmyndaformið. Jóhanni var að takast það sem fáir ef nokkrir leika eftir; að ná að samþætta eigið listfengi þessu stundum heftandi formi. Alþjóðlegir kollegar í þessum bransa fylgdust með í forundran er Jóhann reyndi æ meira á þanþol þessarar listar og Guð einn veit hvaða stöðu hann hefði komist í hefði hann fengið meiri tíma til að þróa sig þarna.
Mandy er blóðugur hasarhryllir með Nicolas Cage í burðarrullunni og hefur fengið lofsamlega dóma, stendur í 94% í dómasafnssíðunni Rotten Tomatoes. Jóhann sníður sér stakk eftir vexti en leitar þó fanga giska víða tónrænt séð. Upphafsstefið er kaldranalegt og óttalegt, eitthvað hræðilegt gefið í skyn og maður spennist upp – ekki ósvipað því hvernig hann leiddi mann inn í Sicario. En svo kemur ástartema myndarinnar, sem er sígildur melankólískur og melódískur Jóhann; hlaðið þessari ægifegurð sem hann hefur sýnt okkur í svo mörgum verka sinna. Tónlist sem stingur, maður heyrir strax að þetta er Jói, og bara þetta stef er sönnun á einstæðum hæfileikum þessa drengs. Tár myndast á hvarmi er maður ritar þetta. Skúli Sverrisson á stórleik hér en einnig koma þeir Úlfur Eldjárn og Kjartan Hólm við sögu á plötunni.
Er líður á verkið beitir Jóhann fyrir sig rokkstemmum, en þann jarðveg þekkir hann mætavel og eiginlega inn og út. Hann leikur sér með „industrial“-tónlist, potar í gotamenninguna og hyllir fagurfræði svartþungarokksins (sem er undirstrikað með umslagi vínylútgáfunnar). Harðneskja rokksins leikur jafn vel í höndum hans og blíð stef ástartemans. Það var enginn aukvisi sem hjálpaði Jóhanni að dýrka fram ólgandi ægilegt rokk, en Stephen O’Malley, sem leiðir drunrokkssveitina ógurlegu Sunn O))), sá um gítarleik og upptökustjórnandinn Randall Dunn lagði einnig gjörva hönd á plóg.
Mandy var engan veginn bara næsta mynd; Jóhann hafði hrifist af fyrstu mynd leikstjórans Panos Cosmatos, Beyond The Black Rainbow, og hvernig Cosmatos nýtti sér hljóðmyndina þar. Mandy er því á vissan hátt gæluverkefni, mynd sem æsti upp listamanninn í Jóhanni og að því leytinu til fínasti endapunktur á ævintýrum hans í kvikmyndalandi. Það er huggun harmi gegn, að einhverju leyti, að blessunarlega getum við gengið að tónlist Jóhanns áfram, þó að höfundurinn hafi kvatt okkur í þessari tilvist. Og ég vona svo innilega að mér muni gefast frekari tækifæri í framtíðinni til að stinga niður penna um þennan snilling.
Þess má geta að lokum að eftir viku verða minningartónleikar í Iðnó helgaðir Jóhanni. Miða má nálgast í 12 tónum og rennur aðgangseyrir óskiptur í hinn nýstofnaða sjóð The Johann Johannsson Foundation.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012