Plötudómur: Kristín Anna – Howl
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. desember, 2015
List án málamiðlana
Howl er sólóplata Kristínar Önnu, og er hún Valtýsdóttir. Platan var tekin upp í Kaliforníueyðimörkinni, hljóð koma frá Hlýrri golu en Kría Brekkan tók upp og nýtti sér bjúgverpil og epli til þess atarna (samkvæmt upplýsingum í „nærbuxum“ vínylplötunnar). Ljósmyndir og ímyndarvinna var í höndum Elísabetar Davíðsdóttur, Sara Riel aðstoðaði við uppsetningu og hönnun en Kristín Anna framkvæmdastýrði. Verkbeiðni kom frá Women Works Recording en Bel-Air Glamour Records gefur út í samvinnu við Vinyl Factory.
Við kynntumst Kristínu Önnu Valtýsdóttur fyrst um aldamótin þegar hún var hluti af múm-kvartettinum ásamt systur sinni Gyðu og þeim Örvari Smárasyni og Gunnari Tynes. Þær systur voru þá kornungar en lögðu gjörva hönd á plóg í listsköpun þeirrar framúrskarandi sveitar og á þeim tíma var það aðeins Sigur Rós sem kallaði eftir fleiri forvitnum eyrum að utan. Listfengi hennar var þá á pari við Mosfellssveitina og múm hiklaust ein besta hljómsveit sem Ísland hefur alið.
Kristín hefur sinnt tónlistinni síðan á margvíslega vegu, m.a. undir listamannsnafninu Kría Brekkan. Haldbærar útgáfur hafa þó verið illfáanlegar og sjötommum á lítt þekktum neðanjarðarmerkjum og brenndir geisladiskar einkenna hana.
Að hún sé að gefa út tónlist undir eigin nafni núna virðist marka nýtt upphaf. Ragnar Kjartansson, sem hún hefur unnið þónokkuð með undanfarin ár stendur að útgáfunni ásamt Ingibjörgu Sigurjónsdóttur (Bel-Air Glamour Records) og það er líkt og Kristín og sköpun hennar sé komin í nokkurs konar örugga heimahöfn. Ég mun aldrei gleyma því er ég tók einu sinni viðtal við hana og hún settist við píanó í því miðju og spilaði fyrir mig. „Þetta er geðveikt,“ hugsaði ég, „en á líklega aldrei eftir að komast almennilega út“. Nú er þetta hins vegar breytt og við eigum öll eftir að verða ríkari fyrir vikið. Og, eitt fréttaskot áður en ég vind mér í sundurgreiningu á þessu tiltekna verki, þá er von á annarri plötu í vor þar sem hún leikur á píanó og syngur.
Howl er hins vegar ansi langt frá slíkum hefðum. Um tvöfalda vínylplötu er að ræða, alls um áttatíu mínútur af tónlist. Rödd Kristínar er sett í hljóðlykkjur og svo streymir hún fram, yfir og undir draugalegri hljóðmottu, á naumhyggjulegan hátt. Rís og fellur leiðslubundið og taktvisst og í raun er eins og um eitt langt verk sé að ræða þó að reglulega séu viss tilbrigði við stef. Platan öll minnir mig stundum á martraðarkenndu stemmurnar á plötu Aphex Twin, Selected Ambient Works II. Platan er sögð hafa tekin upp á sýrutrippi í Mojave-eyðimörkinni og er lýst í fréttatilkynningu sem „satanískri, feminískri sveimtónlist“. Og nær sú lýsing innihaldinu ágætlega.
Áhrifin af þessu eru tilfinnanleg. Ef lengi er hlustað er maður sjálfur kominn í hálfgerða leiðslu eða trans. Það er nefnilega eitthvað í gangi á þessari plötu sem erfitt er að orða, einhver kynngikraftur sem læsir sig um hljóðrásirnar. Þetta tilkomumikla verk felur þá í sér sterka, listræna yfirlýsingu. Ekki er sleginn þumlungur af; áttatíu mínútur af nánast sama töfrum slegna stefinu eða ekki neitt! Sjálf tónlistin er þá hluti af stærra listaverki. Vínylútgáfan (sem er eina útgáfan á verkinu) er í þykku, opnanlegu umslagi og er skreytt dularfullum ljósmyndum af Kristínu, hvar hún er nakin uppi í klettum og í myrku skógarkjarri. Þetta magnar upplifunina; löngunarfull, barnsleg rödd Kristínar, sem virðist koma að handan, tekur á sig mynd og allt verður enn dularfyllra einhvern veginn.
Howl er eitt það allra besta sem ég hef heyrt (og séð) frá íslenskum tónlistarmanni þetta árið, Kristín Anna er hiklaust ein af okkar fremstu og forvitnilegustu listamönnum og það verður mjög spennandi að fylgjast með henni næstu misserin. Ef heimahöfnin sem ég minntist á heldur er bókstaflega allt hægt. Fylgist með frá byrjun!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012