Plötudómur: Kristján Martinsson – Stökk
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. apríl, 2023.
Stokkið í eldinn
Kristján Martinsson á sæmilega langan feril að baki en hann stígur nú fram í fyrsta sinn með sólóplötu. Stökkið heitir gripurinn og er innihaldið í senn kunnuglegt og ókennilegt.
Kristján er fjölhæfur skolli; píanóleikari, flautuleikari og tónskáld og er með aðsetur í Amsterdam, Hollandi. Ég varð fyrst var við hann er hann keyrði K Tríó og fleira fólk tók eftir honum þar enda hlotnaðist tríóinu alþjóðlegar viðurkenningar sem íslenskar. Kristján, sem er fæddur árið 1986, lauk meistaranámi við Conservatorium van Amsterdam árið 2014 og hefur starfað við tónlist síðan en hann fluttist til Hollands árið 2008 eftir nám við FÍH.
Það var svo í hitteðfyrra sem hann fór að leggja ríkari áherslu á einleiksverk sín en þar eru píanó og þverflauta í forgrunni. Platan Stökk, sem inniheldur þessar smíðar, kom út á síðasta ári í gegnum Reykjavík Record Shop og á þeim skoðar Kristján rætur sínar sem Norðurlandabúi, rætur sínar í þesslegum djassi og fléttar þessu svo saman við reynslu sína af spunasenu Amsterdam/Hollands.
Platan er rétt undir hálftíma að lengd og á henni er ansi sérstæð stemning. Hún gefur sig ekki alveg strax, hljómar jafnvel „venjulega“ í blábyrjun hlustunar en eftir endurtekna yfirlegu tekur hún að breiða úr sér. Þetta var eitt af þeim verkum sem stóðu dálítið út úr þegar ég var við vinnu fyrir Kraumsverðlaunin og nótaði ég hana hjá mér, þó ekki hlyti hún nú brautargengi undir rest. En skrifa skyldi ég um hana ákvað ég!
„Einn heima“ opnar plötuna, píanólag í nánast „Satie“-ískum gír. Hljómarnir sosum venjulegir en samsetningin er það ekki (ég veit ekki hvort þetta meikar sens). Þetta eru eiginlega dulin undirfurðulegheit, venjulegt lag sem er samt óvenjulegt. Andblærinn er gamaldags, heimilislegur, íslenskur og allt þetta er í raun undirstungið með umslagshönnuninni. „Svartur steinn“ viðheldur þessu, ögn rólegra og er ekki beint djass, mun meira í nokkurs konar nútímatónlistargír. Píanóslögin eru temmilega naumhyggjuleg en hóta því að fara út af teinum á sama tíma. Skringileg bakgrunnshljóð hefjast um miðbik lagsins og Kristján er farinn að dýfa tónrásunum í, tja, mildilegt sýrubað getum við sagt. Það er búið að draga okkur á lúmskan hátt inn og nú geta töfrabrögðin hafist!
Og það er gert á „Sýkill“ (hvílíkt nafn). Píanóið er hagnýtt en undir er skruð sem ég festi ekki hendur á og yfir er flautan góða. Þetta er allt saman giska áhrifaríkt.
„Búi“ er bundið í nokkurs konar „ambient“-stemningu, það hefst fremur draugalega en svo er farið af stað í píanóglitur saman með flautuleik. Enn er ýtt og þanið, lagið er ekki „eðlilegt“ og Kristján greinilega hættur að dulbúa óvenjuleg lög sem venjuleg. Þetta er bara óvenjulegt! Þetta er lúmskt framsækið og meðfram þyngslunum sem lagið ber með sér er fegurð. Já, hún er þarna líka.
„Bron“ er meira í ætt við upphafslagið. Ég skynja þetta skandinavíska og stundum er færeyskur keimur yfir (Kristian Blak), jaðardjass keyrður saman við nútímatónlist. „Ótroðinn slóði“ er píanólag en bundið ógreinilegum skruðningum, dula sem Kristján klæðir sum laganna í. Áferðin verður því nett skrítin, líkt og upptakan hafi verið gerð á bilað kassettutæki. „Ónotaðir sokkar“ skartar líka ókennilegu slagverki, flautuleik og hressilegum andardrætti frá okkar besta. „Og aldrei aftur“ er tilraunaflautulag, sérkennilega blásið og yfir þungir, myrkir tónar. Það er eins og þessi smíð komi aftan úr öldum hreinlega. „Miðja kviku“ er léttara – á mælikvarða Kristjáns – glingrandi píanóleikur ber það. Lokað er með „Sandalda“ hvar flauta og píanó dansa saman af list.
Eins og ég hef lýst, stemningin hér er spennandi, sperrir mín eyru og á einhvern hátt er allt eðilegt og aðlaðandi um leið og það er það alls ekki. Ég á erfitt með að útskýra nákvæmlega hvað ég á við með þessu enda er það óþarfi. Besta tónlistin sleppur alltaf undan slíku.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012