Plötudómur: Markéta Irglová – Lila
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 31. desember, 2022.
Ástin mildar, ástin styrkir
Markéta Irglová hefur verið búsett á Íslandi um langa hríð. Síðsumars kom út platan Lila, hennar fyrsta í átta ár, þar sem ástin í öllu sínu veldi er miðlæg.
Það eru heil átta ár síðan Muna , sólóplata Markétu kom út. Hún hefur nú búið á Íslandi í tíu ár, fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir þremur árum og hún og eiginmaður hennar, upptökustjórinn Sturla Mio Þórisson, eiga og reka saman hljóðverið Masterkey Studios (meðfram því að eignast börn og stofna fjölskyldu sem í dag telur sex manneskjur og hund!). Lila er gefin út af Masterkey Sounds í samstarfi við Secretly Canadian og Overcoat Recordings. Platan flæðir nú um streymisveitur en er auk þess fáanleg á forláta vínyl (fallega fjólubláum), sem geisladiskur og líka sem gerðarleg bók; með textum, myndum og ritgerð (og diski).
Þema plötunnar er sígilt. Ástin. Í öllum sínum birtingarmyndum. Sönn, fölsk, viðkvæm, ímynduð, barnsleg, líkamleg, hrein, ruglandi, rómantísk, sameinandi, foreldraást.
Markéta fæddist í Tékklandi árið 1988 og árið 2008 varð hún yngsti handhafi Óskarsverðlauna fyrir besta frumsamda lagið , „Falling Slowly“, sem hún samdi með Glen Hansard fyrir kvikmyndina Once þar sem hún lék annað aðalhlutverkið. Fyrsta sólóplata hennar, Anar , kom út 2011 en önnur, Muna , kom út 2014. Vinna við hana hófst 2012, árið sem „fleytti henni til Íslands“ eins og það er skemmtilega orðað í fréttatilkynningu.
Lila var tekin upp í Masterkey hljóðverinu og sá Mio um upptökustjórn, upptökur, hljóðblöndun og hljómjöfnun. Textar og tónlist eru eftir Markétu sem jafnframt syngur, útsetur og leikur á píanó, bodhrán, bassa, gítar, hörpu og flautu. Með henni eru Marja Gaynor (fiðla og víóla), Peter Moc (gítar) og Manuel Barreto (trommur og slagverk).
Fyrsta lagið fer fallega af stað, maður sér fyrir sér dalverpi, fagran dag og töfrum slegið umhverfi. „Enginn er ónæmur fyrir ástinni, þá hún finnur þig,“ segir Markéta, íslenskun mín. „Og þó ég hafi misst þig, þá dvaldi hún áfram hjá mér,“ heldur hún áfram og vísar þannig til myrkari hliða. Og segir jafnframt, að þó að hún hafi viljað ástina í burtu, hafi ástin neitað að fara. Klókt upphaf verður að segjast, hvar þolgæði ástarinnar er rammað inn. Ástin er eilíf, alltaf til staðar og er þarna – hvort sem okkur líkar betur eða verr.
„Girl from a Movie“ er næst og þar er gott að nema vel til fundnar útsetningarnar. Strengir lúra á bak við og gefa laginu lit. Það rúllar áfram í popp/rokktakti en strengir, píanó og hækkun undir rest draga fram epískan, nánast gotneskan blæ. Popp og klassík kyssast, ekki ósvipað og í verkum Juliu Holter eða Joönnu Newsom. „High & Dry“ er ekki ósvipað, haganlega samið og vandað kammerpopp hvar allar rásir eru nýttar upp í topp til að vefa marglaga hljómagaldur þar sem ekkert er of eða van.
Plötunni vindur svona fram, meira og minna. Það er góður heildartónn yfir, lög tengjast og mynda heildarsvip. Verkinu lýkur með „Know Yourself“, dramatísku endastefi nema hvað, þar sem talað er um mikilvægi sjálfsþekkingarinnar, að skilja og þekkja sjálfan sig … tja … elska sjálfan sig í raun réttri. Glúrinn endapunktur á plötu sem fjallar um ástina í öllum sínum myndum því að ef maður hefur ekki rænu á að sýna sjálfum sér mildi og elsku er erfitt að ætlast til þess að ástin flæði til manns, hvað þá frá manni.
Hin gerðarlegasta plata verður að segjast. Stór, stæðileg og tilkomumikil en um leið er í henni mildur og ægifagur kjarni, tandurhreinn eins og eigindi sannrar ástar.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland HAM Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012