Plötudómur: Misþyrming – Söngvar elds og óreiðu
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 12. desember, 2015
Þegar allt varð svart
Söngvar elds og óreiðu er eftir svartmálmssveitina Misþyrmingu. D.G. leikur á öll hljóðfæri og syngur en H.R.H spilar á trommur. Platan var hljóðrituð í Gryfjunni.
Ég hef stundum furðað mig á því af hverju sterk svartmálmssena hefur ekki þrifist á Íslandi. Það væri eitthvað rétt við það. Þessi undirstefna þungarokksins lifir góðu lífi víðast hvar á Norðurlöndum, utan Danmerkur kannski, og Ísland – ef litið er til landslags, myrkurs og kulda – er hinn fullkomni hýsill fyrir svona tónlist. Engu að síður hefur hún átt erfitt með að fóta sig. Við höfum átt öflugar dauðarokkssenur og harðkjarnasenur en svartmálmssveitirnar hafa iðulega verið einar á rófinu. Sólstafir, Fortíð, Myrk, Carpe Noctem … ólíkar og aleinar og það vantaði einfaldlega meiri mannskap til að hlaða í kringum þær.
En nú er þetta breytt. Undanfarin misseri hefur verið mikið líf í svartmálmsgeiranum og sena fædd sem raðar sér m.a. í kringum útgáfuna Vánagandr sem stofnsett var í fyrra. Svartidauði, Sinmara, Grafir, Úrhrak, Abominor, Dynfari, Zhrine, Wormlust, Vansköpun, Norn, Naðra og 0, þetta eru bara nokkur þeirra nafna sem hægt er að tengja við þessa virkni, hvert með sitt sérkenni; allt frá hörðum, rokkuðum svartmálm yfir í framsækin og epískan og einnig er pláss fyrir svefnherbergis/einsmanns málm. Það er því rúm fyrir fjölbreytni en einnig er mikið líf í útgáfu – sem er margháttuð – og tónleikahaldi.
Að öðrum ólöstuðum er Misþyrming það band sem er á mestu háflugi nú um stundir, ekki síst vegna þessa glæsilega verks sem kom út fyrr á árinu. Söngvar elds og óreiðu er frábær svartþungarokksplata sem heltekur hlustandann frá fyrsta tóni eða hljóði öllu heldur. „Söngur heiftar“ hefst á ískrandi glym, eins og sagarblöðum sé rennt utan í hvort annað, og svo fer allt af stað, byljandi keyrsla þar sem pískrandi gítar keppist við sprengitrommur („blast beat“) og yfir syngur D.G í hálfkæfðu, píndu öskri. Tilkomumikið, svo sannarlega. Lagið er mjög ágengt og heiftúðugt og svipað er uppi á teningnum í næsta lagi, „…af þjáningu og þrá“. Söngrödd D.G er af dýpri toganum, þetta er ekki hvellt nornaöskur, ekki heldur lengst niðri í iðrum dauðarokkssöngur heldur meira svona kvalafullt öskur og giska áhrifamikið sem slíkt.
Tónlistin er þó alls ekki eintóna. Lögin rokka af ákefð en það er líka rúm fyrir litskrúðugri spretti; haganlega samsettir, útpældir og melódískir kaflar og brýr gera vart við sig og „Frostauðn“ er þá ósungin, sveimbundin stemma, andrúmsloftið þar skuggalegt og hættu bundið og í fullkomnum takti við annað á plötunni. Ég verð líka sérstaklega að nefna frágang á plötunni en forláta vínyleintak – pressað á blóðrauðan vínyl en ekki hvað – rúllar hérna á bakvið mig. Vínyllinn er þykkur, hljómar einstaklega vel og umslagið tvöfalt eða „opnanlegt“ , glæsilega myndskreytt og meira að segja er sérblað inni í með helstu upplýsingum og dularfullri mynd af meðlimum.
Söngvar elds og óreiðu er glæstur vottur um þessa yfirstandandandi senu, þar er margt forvitnilegt að finna sem er þess virði að slægjast eftir. Ég drúpi höfði svörtu og hlakka til næstu mánaða.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012