Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 8. maí, 2021.
Lífið er þar sem þú ert
Pálmi Sigurhjartarson á áratuga feril að baki í íslenskri tónlist sem lagahöfundur, meðleikari og flytjandi. Hér stígur hann fram fyrir tjaldið sem sólólistamaður á tvöföldu plötunni Undir fossins djúpa nið.
Það var titillinn, Undir fossins djúpa nið , sem vakti athygli mína. Ég vissi vel hver Pálmi var en það var þessi voldugi titill sem ræsti mig. „Þetta verður eitthvað,“ hugsaði ég með sjálfum mér og viti menn, árum síðar stend ég á tröppunum við heimili mitt og handleik kjörgrip mikinn. Höfundur stendur fyrir framan mig, með sællegt bros á vörum og það eðlilega. Vinnslan við verkið hefur tekið drjúgan tíma og því gott að sjá fyrir endann á því.
Platan er á tvöföldum vínil, í þykku, opnanlegu umslagi („gatefold“) og ljóst að hvergi hefur verið slegið af í gæðakröfum. Stóreflismynd af höfundi framan á, sólóverkið undirstrikað, og þegar umslagið er opnað blasa við myndir og nákvæmar upplýsingar um hvert og eitt lag en alls eru þau sautján að tölu. Vínillinn sjálfur þykkur og góður og „nærbuxurnar“ prýða textarnir við lögin.
Sólóplata er í sjálfu sér rangnefni enda tugir manna sem leggja gjörva hönd á plóg, sannkallað landslið söngvara og hljóðfæraleikara. Og er ekki að undra, enda hefur Pálmi spilað með þeim öllum í gegnum tíðina við hin margvíslegustu tilefni.
Söngur er að mestu í höndum Pálma eða eins og hann útskýrir fyrir mér þar sem við stöndum á tröppunum: „Mér fannst það réttast, úr því að verkefnið væri svona. Annars hefði þetta hljómað eins og einhver söngvarasafnplata.“
Pálmi er alla jafna önnum kafinn við verktakavinnu um allan bæ, eftirsóttur maður, sem skýrir þann hraða sem vinnsluferlið hefur verið í. „Plata þessi hefur mjakast áfram og seytlað eins og klettaslæða í huga mínum á síðustu árum og sér nú fyrir endann á upptökum hennar,“ sagði Pálmi á fjasbókinni… fyrir þremur árum!
Á meðal hljóðfæraleikara eru Benedikt Brynleifsson, Róbert Þórhallsson, Einar Þór Jóhannsson, Unnur Birna Björnsdóttir, Matthías Stefánsson, Birkir Freyr Matthíasson, Björgvin Ploder, Sváfnir Sigurðarson, Eiður Arnarsson, Þórður Högnason og… nei, nú hætti ég. Þetta fólk pikkaði ég upp úr átta fyrstu lögunum. Eins og sjá má er mannvalið svakalegt.
En hvernig er tónlistin? Pálmi leggur sig að mestu eftir ballöðukenndu popprokki mætti segja en reynsla hans úr leikhúsheiminum kemur sér líka vel. Titillagið opnar plötuna, skammlaus ástarsöngur, blíður og fallegur og strax í næsta lagi dúettar hann með sjálfri Andreu Gylfadóttur. Lagið í sama stíl og titillagið, ljúfkennt og þýtt (þar sem ég rúlla yfir plötuna þarf ég alltaf að standa upp og færa nálina til. Ég elska það!). Björn Hlynur Haraldsson syngur djassaða smíð, „Um langan veg“, en aðrir söngvarar eru Jogvan Hansen, Valgerður Þorsteinsdóttir, Dagný Halla Björnsdóttir, Björgvin Halldórsson og KK. Lag Björgvins er æði. Nema hvað! Strengjalegin ballaða af gamla skólanum (smá Gunni Þórðar í gangi) og Bó syngur eins og sá sem valdið hefur. KK syngur hið ægifagra „Eftirsjá / Lag fyrir Fróða“. Í því er harmur sem KK kemur afskaplega vel til skila.
Og svo má telja. Þegar þetta er skrifað er platan ekki komin út stafrænt og ég er að gera þetta „handvirkt“ eins og ég lýsti. Platan snarkar á fóninum og hljómurinn er hlýr, bústinn og umlykjandi. Sit hérna við eldhúsborðið og pikka þetta inn. Sólroði fyrir utan og eldgos ekki langt undan. Skip sigla út flóann með Esjuna í bakgrunni. Það er eitthvað rómantískt, tímalaust og „íslenskt“ við þessa sólóplötu Pálma og það er að feykja þessum lýsingum á blað. Er það vel.
One Response to Plötudómur: Pálmi Sigurhjartarson – Undir fossins djúpa nið
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Til hamingju Pálmi og Rnar fyrir ganrýnina