Rýnt í: Margréti Rán
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 1. maí, 2021.
Tónspor á Ránarslóð
Margrét Rán Magnúsdóttir er kona ekki einhöm. Hún leiðir poppsveitina frábæru Vök en fann svo einhvers staðar tíma til að semja tónlist fyrir kvikmyndir. Og ekki eina, heldur tvær.
Annars vegar er um að ræða tónlist við Fjörd Lines , stuttmynd sem snjóbrettaiðkandinn Rúnar Pétur og kvikmyndagerðarmaðurinn Víðir Björnsson gerðu í sameiningu. Við fylgjumst með Rúnari bruna um fjöll í grennd við Neskaupstað og sjónarspilið allsvakalegt (myndina má finna á whitelines.com). Hins vegar er það tónlistin við heimildamyndina A Song Called Hate hvar fylgst er með ævintýrum Hatara í Eurovision. Plöturnar eru báðar tiltölulega nýútkomnar og í styttra lagi, sú fyrrnefnda sex laga stuttskífa upp á tæpar fjórtán mínútur, sú síðarnefnda tæpur hálftími að lengd (báðar á Spotify). Efniviðurinn nægði þó pistilritara til að greina þar nokk persónulegan stíl. Maður heyrir smávegis í Vök en þó meira í manneskju sem kann giska vel á þau handbrögð sem fylgja því að gera vel heppnaða tónlist af sjónvarps- og kvikmyndatoga.
Tildrögin að Fjörd Lines liggja í því að Margrét hafði fylgst með þeim félögum á samfélagsmiðlum um hríð og hrifist af því sem þeir voru að gera þar. Hvernig þeir voru rennandi sér um íslenska náttúru í alls konar aðstæðum, nýtandi hana til fulls. Í stuttu spjalli við greinarhöfund sagðist hún einfaldlega hafa sent Víði línu og boðið fram krafta sína ef hann þyrfti tónlist við eitthvað af þessum tiltækjum. „Þannig varð þetta samstarf til,“ segir hún. „Við stefnum 100% á að gera eitthvað meira saman í framtíðinni.“
Tónlistin við A Song Called Hate var svo unnin af Margréti í samstarfi við Berg Þórisson sem aðstoðaði við að klippa og hljóðblanda verkið. Í fréttatilkynningu var haft eftir Margréti: „Mig hefur alltaf langað til að gera þetta og það var því frábært tækifæri að fá að vinna með Önnu Hildi og hennar teymi. Ég lifði mig mjög mikið inn í fyrstu klippin sem ég fékk frá henni og smám saman bjó ég til safn af þeim tilfinningum sem ég skynjaði þegar ég var að upplifa ferðalag Hatara í gegnum myndirnar sem ég sá.“
Margréti tekst vel að ramma inn það viðfangsefni með hljómum. Tónlistin er hvöss og áleitin, vísandi í „industrial“-grunn Hatara um leið og stemmunum er sveiflað í draum- og poppkenndari áttir ef svo ber undir. „Into the Unknown“ hefst á gítarplokki en svo tekur engilblíð rödd við (eins og úr fjarska) en undir krauma ókennilegri hljóð. Leikur að andstæðum. „Palestine“ er angurvært og löngunarfullt og gítarinn svona ýjar að Austurlöndum. „The Flag“ ber með sér spennu, eðlilega, og Margrét er jafnvíg á blíðu og grimmd í tónmáli sínu.
Tónlistin við Fjörd Lines er ekki ósvipuð og maður merkir að hér er sami höfundur. Hljóðgervlaleg epík opnar hana („Sensation“) og því er fylgt eftir með ósunginni stemmu í Vakarsniði („Junoland“). Lögin eru hress og værðarleg á víxl eins og myndmálið kallar eftir, öll unnin innan þessa þokkafulla, vélræna tónheims sem Margrét kann svo vel á. Tónlist fyrir kvikmyndir tekur ávallt mið af því sem hún þjónar en það er vel hægt að hefla út eigin stíl í gegnum þá vinnu eins og okkar helsta fólk á því sviði hefur gert (Hildur og Jóhann t.d.).
Ég spurði Margréti hvernig hún bæri sig að þessari vinnu. Ég hefði orðið var við Vök, væru þetta mögulega hugmyndir sem næðu ekki þangað inn eða eitthvað allt annað?
„ Fjörd Lines -tónlistin er mestmegnis samin fyrir myndina en ég átti líka tvö lítið unnin demó sem ég tók lengra því þau pössuðu svo vel við landslag myndarinnar,“ svarar hún. „Þannig að það er allur gangur á þessu.“ Hún segist að lokum vel geta hugsað sér að vinna meira á þessum vettvangi: „Mér finnst þetta mjög spennandi atvinnugrein og er ég að fiska eftir fleiri verkefnum. Það vantar líka fleiri konur í þetta.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012