Plötudómur: RAVEN – 229
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. september, 2021.
Berja loftið vængir tveir
Tónlistarkonan RAVEN gaf í ár út fimm laga plötu sem kallast 229. Alda gefur út og er innihaldið með allra efnilegasta móti.
Það sem ég hjó eftir þegar ég heyrði þessa stuttskífu RAVEN var hversu „tilbúin“ hún er eins og ég orða það stundum. Það er, hún hljómar meira eins og þriðja eða fjórða útgáfa höfundar, fremur en að þetta sé frumburður. Að vísu er RAVEN, en mamma hennar þekkir hana sem Hrafnhildi Magneu Ingólfsdóttur, eldri en tvævetur í bransanum, hefur t.d. starfað með White Signal og Náttsól, en samt. Þessi plata, 229 , er alveg stórgóð, listavel heppnuð. Hún hefst með laginu „Hjartað tók kipp“, tiltölulega hefðbundið söngvaskáldalag, en flutningurinn og söngurinn fer með þetta á næsta stig. Það er öryggi yfir öllu og Hrafnhildur kann greinilega að setja saman lög, hér má heyra í haganleik þess sem hefur heflað sinn stíl til yfir allri framvindu. Það er vel merkjanlegt m.ö.o. að þessi tónlistarmaður er ekki að stíga sín fyrstu skref. Svipaða sögu má segja af „Not the Same“ sem er lágstemmdara þó. Á „Half of Me“ er hins vegar skipt um gír og RAVEN reynir sig við hálfgert leikvangarokk/popp, ekki ósvipað því sem heyra má hjá OMAM eða Valborgu Ólafs. Og því ekki? Þetta er stílbrjótur vissulega en um að gera að máta fleiri hatta á sig. Á „Toxic“ slakar hún sér hins vegar aftur niður í einlægan söngvaskáldagír. Röddin alveg upp við eyrað, kassagítarstrokur og lágvært píanó. Plötunni er slaufað með „Maybe“, líklega besta laginu hér. Það er eitthvað við flutninginn og fallegt áframstreymið sem hittir mann. Minnir á tónlistarkonur eins og Caroline Spence og skyldar ameríkana-listakonur. Einfalt og blátt áfram en hrífandi og eftirminnilegt engu að síður. Strípað, eins og Hank gamli vildi hafa það.
Eins og fram hefur komið á Hrafnhildur sér nokkra sögu í tónlistinni og hefur sinnt henni á einn eða annan hátt frá barnsaldri. Hún hefur t.d. stundað háskólanám í djasssöng við Conservatorium van Amsterdam um hríð og útskrifaðist úr FÍH vorið 2019. Hún náði meira að segja að koma fram á Airwaves þá um haustið og henni tókst jafnframt að hlaða í útgáfutónleika í sumar, spilaði í Húsi Máls og menningar með einvalaliði hljóðfæraleikara, þeim Svanhildi Lóu Bergsveinsdóttur (trommur), Snorra Erni Arnarsyni (bassi), Reyni Snæ Magnússyni (rafgítar) og Magnúsi Jóhanni Ragnarssyni (hljómborð). Vonandi að framhald verði á slíku og frekari lagasmíðavinnu og útgáfu. Í viðtali við Írisi Hauksdóttur í DV sagði hún m.a. þetta: „Í grunnskóla var ég heppin með kennara sem hvöttu mig til að syngja og ég fékk mörg tækifæri til að koma fram í skólanum. Þar var einnig lítið upptökustúdíó sem við krakkarnir fengum stundum afnot af. Ég vissi alltaf að draumurinn væri að geta starfað alfarið við tónlist. Þegar ég byrjaði síðan að semja mína eigin tónlist fann ég að mig langaði alls ekki að gera neitt annað.“
Eins og ég hef lýst, 229 er hið burðugasta verk og ber efnilegri tónlistarkonu vitni. Og vonandi er þetta rétt að byrja. Málið er alltaf að sitja ekki með hendur í skauti með hausinn fullan af hugmyndum heldur að gera, koma þessu út og það er í lagi þó að þetta sé ekki fullkomið. Vel gert RAVEN og óskandi að fleira kvenfólk fylgi í kjölfarið og „hendi“ í eina plötu eða svo.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012