Plötudómur: Sóley – Endless Summer
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. júní, 2017
Með Sól(ey) í sinni
Á þriðju breiðskífu sinni, Endless Summer, færir Sóley tónheim sinn úr skugganum og út í sólina eins og nafnið gefur til kynna.
Það er engin tilviljun að Sóley er með þekktari íslenskum tónlistarmönnum á heimsvísu í dag. Mér brá t.d. pínu þegar ég sá nokkra tugi Japana raða sér fyrir framan hana eftir vel heppnaða tónleika í Blikktrommuröðinni Hörpu haustið 2015. Ástæðurnar fyrir þessari velgengni eru margvíslegar, fyrir það fyrsta er hún á mála hjá erlendu útgáfufyrirtæki, hinu virta Morr Music sem þýðir að dreifingarmál eru í lagi og reglulegar hljómleikaferðir líka. En allt hefst þetta með því sem hún hefur upp á að bjóða, tónlistinni, og frá fyrstu plötu var greinilegt að hér væri mikil hæfileikamanneskja á ferðinni. Sú plata, hin sex laga Theater Island (2010), færði okkur fullskapaðan listamann og fegurð tónsmíðanna þar ótvíræð. Ég dæmdi plötuna á sínum tíma fyrir Morgunblaðið og sagði m.a.: „Upplifunin er ekki ólík þeirri og þegar Talk Talk eða Sigur Rós kafa sem dýpst í sinn einstæða hljóðheim. Stemningin er því mikill hluti af verkinu; hún er dimm en um leið sakleysisleg, töfrum bundin og ævintýraleg; einmanaleg en upplífgandi í senn. Ég veit að þetta kann að hljóma upphafið og klisjukennt en svona er þetta bara! Tilfinningarnar fara í rúss.“
Ég tek það fram að ég stend við hvert orð! Breiðskífur Sóleyjar, fram að þessari sem hér er til umfjöllunar, eru tvær. Á We Sink (2011) og Ask the Deep (2015) vinnur Sóley með dökkleitan, gotneskan heim, melankólísk ægifegurð stýrir þar málum að mestu. Eitt af því sem hefur líka stutt við vegferð Sóleyjar, og spilar í raun mikla rullu, er sú stílhreina fagurfræði sem hún notast við sem má m.a. sjá á glæsilegum umslögum þar sem hönnuðurinn Ingibjörg Birgisdóttir fer síendurtekið á kostum.
Sóley hefur svo talað um að tímabært væri að færa sig aðeins frá þessari skuggum bundnu melankólíu. Glæst og hrífandi sem hún er, en eðlilega takmarkandi fyrir lifandi listamann. Sóley er ekki AC/DC. Og þetta knýr hún fram á Endless Summer þar sem titillinn er eins og yfirlýsing. En alveg róleg samt, þetta er engin u-beygja heldur. Platan er afar Sóleyjarleg, eftir sem áður, það eru bara fleiri og bjartari litir í þessari umferð (sem er og undirstungið með umslagshönnuninni).
Kammerpoppið er hérna á sínum stað en í „Grow“ t.a.m. fer fyrir sýrupoppsáhrifum að hætti Bítlanna. Það er leikur í laginu, skringileg sirkusstemning eiginlega. Tónmálið er opnara. „Never Cry Moon“ er eitt af þessum áreynslulausu smíðum Sóleyjar, fallegt og sveipar sig um hlustandann. „Sing Wood To Silences“ styðst við fallegt píanóklifur, rúllar örugglega áfram og er smekklega hlaðið með strengjum og öðru slíku. Titillagið, sem er líka endalagið, er eins og píanóhaf. Rís og fellur reisnarlega eins hafalda. Tónlist Sóleyjar er myndræn, eins og sjá má, og tekur mann í ferðalag.
Það er alltaf fyrirkvíðanlegt að fara úr einhverju sem maður er vanur og kann vel og stíga inn á ókannað svæði. Sóley gerir það hérna og uppsker. Best er að hún nær þessu fram án þess að fórna kjarnanum sem er á bakvið tónlistarsköpun hennar, og er það vel.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012