Plötudómur: Sóley – Mother Melancholia
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 23. október, 2021.
Engin grið gefin
Mother Melancholia er fjórða breiðskífa Sóleyjar og hæglega hennar afdráttarlausasta verk til þessa. Platan kom út í gær.
Kristín Anna og plata hennar Howl. Bára Gísla og plata hennar HIBER. Þessi sterku verk koma m.a. upp í hugann þegar ég hlýði á nýjustu plötu Sóleyjar. Nefndar plötur eru það jafnbesta sem ég hef heyrt í íslenskri tónlistarsköpun síðustu ár; listaverk sem eiga það sammerkt að vera algerlega án afsláttar en gjörsamlega barmafull af heilindum. Mother Melancholia er þannig verk. Á henni er Sóley búin að sníða alla poppfitu af tónlistinni ef svo má segja og eftir stendur nakin beinagrind. Nakin, en ógurleg. Platan er þannig ansi ólík fyrri verkum Sóleyjar hvar vel mátti rekja þráð á milli. Fyrstu tvær áþekkar (We Sink og Ask the Deep) en sú þriðja (Endless Summer) með þónokkurt magn af sólskini, samanborið við hinar tvær sem flutu um á gotneskri tjörn. Þessi nýja plata er hins vegar kolsvört – á köflum – og minnir meira á þyngri lögin á upphafsárum Sóleyjar. Einnig hugsar maður ómeðvitað um afstrakt verk hennar, eins og Krómantík og Harmóník.
Ég er það heppinn að hafa fylgst með þessari einstöku tónlistarkonu okkar frá upphafi, allt síðan hún gaf út hina dulmögnuðu stuttskífu Theater Island árið 2010. Ég reit þessi orð þá, í hálfgerðum transi, og ég stend við hvert orð: „…dimm en um leið sakleysisleg, töfrum bundin og ævintýraleg; einmanaleg en upplífgandi í senn. Ég veit að þetta kann að hljóma upphafið og klisjukennt en svona er þetta bara! Tilfinningarnar fara í rúss.“
Mother Melancholia er konseptplata, byggist á heildarhugmynd. Sóley sjálf lýsir henni snilldarlega í fréttatilkynningu: „Nosferatu rekst á Thelmu og Louise í kirkju vampíranna á meðan David Lynch vakir yfir atburðarásinni.“ Hugleiðingar um hlýnun jarðar, feðraveldið og umhverfisfemínisma mætast í nokkurs konar tónsettri líkræðu yfir plánetunni sem er bókstaflega í lífshættu nú um stundir eins og allir vita. Sóley skefur ekki utan af því og í fréttatilkynningunni segir hún: „Feðraveldið lítur á konur sem hverfular, móðursjúkar. Jörðin og konur eru annaðhvort bjargvættir eða eyðingarafl. Það er svo auðvelt að misnota bæði jörð og konur, eins og feðraveldið hefur gert frá upphafi tíma, biðjast svo fyrirgefningar og lofa að gera þetta aldrei aftur.“
Hvernig hljómsetur maður síðan þessar pælingar, sem eru ekki beint í fjaðurvigt? Jú, með því að skrifa volduga tónlist sem læsir sig utan um hlustandann, smýgur inn og heltekur. Fyrsta lagið, „Sunrise Skulls“, er sjö og hálf mínúta. Það skríður draugalega áfram og þó að ýjað sé að töfraheimi erum við mestmegnis á leiðinni til helvítis. „Circles“ situr í þessari stemningu líka en kunnuglegt, Sóleyjarlegt píanómótíf nær þó að láta á sér kræla. „Blows Up“ herðir enn á heimsendastemningunni og við erum komin inn á hryllingsmyndasvæðið („Þetta gæti verið úr „The Conjuring““ sagði tónelsk dóttir mín og gaf tvo þumla upp). „Ambient“-stemning er tilfinnanleg á plötunni, hefðbundnar lagasmíðar víkja fyrir hreinum stemmum eins „Parasite“ sem er svo gott sem hreint hljóðverk. „In Heaven“ er dálítið eins og titillinn, hvar við heyrum aðeins í „gömlu“ Sóleyju þar sem hún syngur og leikur á píanó. En söngurinn er engu að síður kæfður, fjarskabundinn, eins og í takt við þyngslalegt þemað. „Elegía“ lokar þessari myrkrareið, alvöru útgöngusálmur sem hefði smellpassað inn sem lokalag á Closer Joy Division.
Þetta er að sönnu „erfiðasta“ verk Sóleyjar til þessa en uppskeran er glæst. Slíkt gerist iðulega ef maður þorir að fara eftir kompási hjartans. Það er reisn yfir þessu verki og ég greini endurhljóm, löngu eftir að platan hættir að snúast…
Myndband var gert við fyrstu smáskífuna, „Sunrise Skulls“, og fleiri myndbönd munu líta dagsins ljós þar til kvikmyndin Mother Melancholia verður til. Sóley fer svo í langþráðan Evróputúr í nóvember.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012