Plötudómur: Virgin Orchestra – Fragments
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 22. júlí, 2023
Næturuglur í norðurhöfum
Gotnesk minni, tónlistarleg sem önnur, eru miðlæg hjá hljómsveitinni Virgin Orchestra en fyrsta plata hennar, Fragments, kom út fyrir stuttu á vegum Smekkleysu.
Meðlimir Virgin Orchestra eru þau Starri Holm, Stefanía Pálsdóttir og Rún Árnadóttir. Sveitin var stofnuð í Listaháskóla Íslands og var Fragments tekin upp í fyrrasumar í Funkhaus Studios í Berlín, einkar viðeigandi staður með tilliti til þeirrar tónlistar sem plötuna prýðir. Meðlimir eru missjóaðir í tónlistinni, Stefanía gaf þannig út sólóplötu í fyrra, Monstermilk, og Starri gaf út plötu 2021, Ofríki (og ekki það fyrsta sem hann gerir á sólósviðinu). Rún er klassískt menntaður sellóleikari frá Akureyri, hin eru af höfuðborgarsvæðinu. Plata Stefaníu er dulræn, skrítin og rökkurbundin – naskt verk og órætt en plata Starra sem ég vísa í er án söngs og baðar sig upp úr hörðum heimi industrial-listarinnar sem reið röftum um miðjan níunda áratuginn.
Fragments er kirfilega staðsett í þessum „industrial“-heimi en bætum líka gotapoppi/rokki út í, síðpönki og níunda áratugar nýbylgju. Upptökustjórn og hljóðblöndun var í höndum Lawrence Goodwins, vélamaður var Mathew Johnson, um hljómjöfnun sá Curver Thoroddsen og Sveinbjörn Thorarensen kom að trommuleik í einu lagi. Umslagið gæti hafa komið frá 4AD-útgáfufyrirtækinu árið 1984 og stemningin í kringum Virgin Orchestra er þannig að meðlimir Bauhaus, Birthday Party, Joy Division, Einstürzende Neubauten og Lydia Lunch sitja saman í sturluðu teboði.
Eftir nokk epískt inngangsstef, hvar kalt og krómað slagverk stýrir málum ásamt rífandi gítar, lendum við í „Off Guard“, fyrsta sungna laginu. Það hefst sem hálfgildings myrkraballaða áður en brestur á með látum. Sellóið lúrir undir framvindunni og Stefanía lætur finna fyrir sér í söngnum. „On Your Knees“ státar af glæsigítarleik í anda Sisters of Mercy, flott melódía og heillandi ákefð gegnsýrir lagið. Næstu þrjú lög, „Give in“, „Bond“ og „Skin“, eru öll tilbrigði við þessi stef en þeim fylgir dálítið ókláraður bragur („Skin“ reyndar skemmtilega skarpt og skerandi). Plötunni er hins vegar lokað með magnþrungnu lagi, „Rewind“, sem er heil sjö og hálf mínúta. Flott skrið á því og nettur Cocteau Twins-blær, jafnvel Dead Can Dance. Voldugt lag og vel sungið af Stefaníu. Vel samið líka, um miðbikið er kúnstpása, laginu er slakað aðeins niður, sellói lyft og stemning undirstrikuð með „þögn“. Andrúmsloftið biksvart og tregafullt en fallegt um leið. Lagið er svo leitt út með löngu eftirspili sem varir í þrjár mínútur og það dofnar, leggst út af hægt og rólega. Frábærlega gert, allt saman!
Mjög lofandi frumburður hjá Virgin Orchestra, fagurfræðin, stíllinn, þ.e. „ramminn“ utan um tónlistina er vel úthugsaður og snjall. Tónlistin flott, magnþrungin og seiðandi þegar best tekst til en um leið heyrir maður alveg að sumt er lengra komið en annað, ýmislegt sem hægt er að hefla frekar til. En grunnstoðir eru einkar burðugar og ég leyfi mér að vera spenntur fyrir framhaldinu. Vínilútgáfan er þá dásamleg, með veggspjaldi, textum og slíku fíneríi, alveg eins og í gamla daga! Sveitin hélt nokkra tónleika í Skotlandi um síðustu helgi og ærlegt strandhögg er vel mögulegt í þeim efnum ef vel er á spöðum haldið. Enda er tilfinnanlegur áhugi fyrir gotalistum um þessar mundir, nokkuð sem höfundur merkir í kringum sig, hvort heldur í nýjum sveitum (Kælan mikla) eða greinaskrifum og upprifjunum. Hljómsveitin Cure hefur t.a.m. sjaldan verið eins vinsæl tónleikasveit og nú. Eftirspurn eftir listunum dökku er mikil nú um stundir og Virgin Orchestra á hárréttum miðum.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012