Plötudómur: World Narcosis og Logn
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 30. apríl, 2016
Allt gjörsamlega brjálað
Hljómsveitirnar World Narcosis og Logn, sem deila meðlimum, gera út á öfgarokk þó blæbrigðin séu mismunandi. Báðar hafa verið áberandi á neðanjarðarsenu Íslands undanfarin ár og eru nýjustu verk sveitanna, Í sporum annarra og World Coda, sem út komu á síðasta ári, til umfjöllunar hér.
Helsta driffjöður beggja sveita er Ægir Sindri Bjarnason, trymbill, en Sindri Ström gítarleikari spilar einnig stóra rullu í báðum sveitum. Logn er eldri, hefur verið starfandi í átta ár, og á nokkrar útgáfur að baki. Ægir lýsti því í viðtali við blað þetta síðasta sumar að mikið vesen hefði fylgt þessum útgáfum öllum og dregið máttinn úr sveitinni undir rest en fjögur ár eru liðin frá síðasta verki. Logn – sem og World Narcosis – eru þó giska iðnar við kolann þegar að tónleikahaldi kemur og nöfnin eru því þeim sem fylgjast með neðanjarðarrokksenunni hérlendis nokkuð töm. Nýjustu plötu Logns, Í sporum annarra, er hægt að nálgast á bandcamp en einnig kom hún sem forláta hljómsnælda. Logn spilar öfgarokk og mikinn hræring af slíku. Harðkjarni, svartmálmur og dauðarokk eru réttilega á rófinu eins og Ægir lýsir sjálfur í téðu viðtali en „grindcore“ eða mulningsrokk er að þvælast þarna líka og það er einhver skítugur „crust“-blær yfir líka (afsakið nafnasúpuna). Gítarar eru hvassir, trommur æsifengnar og söngur í kvalafullum öskurgír. Stundum er tekið á sprett þannig að hljómar og hljóðfæri virðast vera að velta yfir hvort annað í innblásnum æðibunugangi og glundroða. Keyrslan er mikil en þetta er þétt og sannfærandi, meðlimir greinilega komnir í mikinn samhljóm innbyrðis og það er að skila inn dáyndis gæðagrip.
Á meðan Logn eru harðir, hráir og brjálæðislegir er áherslan önnur hjá World Narcosis á hinni tvöföldu World Coda (niðurhal og streymi í gegnum bandcamp en einnig sem tvöföld vínylplata). Áhersla segi ég, því hráefnið er svipað. En efnið er tilraunakenndara, það er meira um mulningsrokk en hjá Logni og einnig er meðvitað lagt upp með svartþungarokk. Þetta lævi blandna loft Deathspell Omega og Blut aus Nord gerir vart við sig á stundum og söngurinn reynir sig við slíkt (nornaöskur Höllu bassaleikara í „The Deepest Alone“ er ekkert minna en stórfenglegt). Að megninu til er þetta þó hreinn og beinn, ef ég get tekið mér slíka lýsingu í munn, tilraunakenndur mulningur. Á köflum er eins og maður sé fastur inni í biluðum þotuhreyfli og það er ekki slæmur staður til að vera á! Flæðið er svo einatt brotið upp með hægum, hugmyndaríkum köflum, gítarar þægilega einkennilegir og söngraddir frábærar. Þær eru nokkrar, við erum með kvalaópin, Halla bassaleikari leggur stundum til hátóna öskur og þriðja röddin er algerlega kostuleg, fer í einhvers konar grátandi mjálm. Það er ekki hægt að lýsa því nægilega vel, heyrn er sögu ríkari. Að endingu verð ég að geta frábærra teikninga Sólveigar Pálsdóttur sem prýða plötuumslagið en hún sá einnig um uppsetningu þess. Til fyrirmyndar.
Logn og World Narcosis eru líklega lítt þekkt nöfn á meðal almennings en þær eru prýðilegt dæmi um þá virkni sem á sér stað í íslensku grasrótinni. Hundruðir banda og listamanna af öllum toga slípa steininn frá morgni til kvölds af miklum krafti þó að athygli sé lítil og loforð um fjárhagslega endurgjöf engin. Þessi mjög svo mannlega þörf til að skapa og gera stýrir málum og einmitt þess vegna er verðugt að tala um þetta og halda boltanum á lofti. Að fólk sé að sinna köllun sinni af alúð og elsku skilar sér nefnilega á endanum í karmanu og kosmósinu fyrir okkur öll. Þetta skiptir máli, svo einfalt er það. Og til fjár verður þetta aldrei metið. Meira pönk, meira helvíti!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012