Popp- og rokksaga Íslands: Dr. Gunni og co eru alveg með þetta!
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 7. nóvember, 2015
Af því það skiptir máli
• Heimildarþáttaröð Dr. Gunna um popp- og rokksögu Íslands hálfnuð • Þáttaröðin er mikilvægt framlag til skrásetningar íslenskrar dægurtónlistarsögu
Að sjá Ragga Bjarna sitja eitursvalan við píanóið, rennandi í gegnum mismunandi dægurtónlistartilbrigði, segjandi frá með þessari drafandi og flottu, nánast kæruleysislegu rödd (en samt svo innblásinni eitthvað) er einn af fjölmörgum hápunktum heimildarmyndaþáttaraðarinnar Popp- og rokksaga Íslands sem Sjónvarpið sýnir nú. Þættirnir eru alls tíu, allir klukkutími að lengd, og lauk fyrri hluta hennar síðasta sunnudag. Þráðurinn verður svo tekinn upp aftur í mars á næsta ári.
Rökrétt
Það eru Dr. Gunni og Markell-kvikmyndagerð (Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson ásamt Haraldi Sigurjónssyni ) sem eiga veg og vanda af þáttunum. Ég vil ganga svo langt að segja að hér er þrekvirki á ferðinni. Aldrei fyrr hefur dægurtónlistarsaga Íslands verið tekin svona traustum tökum hvað myndmiðil varðar, aldrei hefur verið kafað svona ítarlega í hana. Að 200 viðtöl hafi verið tekin segir sitt. Vinnslan á þáttunum er hefðbundin, þ.e. viðtöl við tónlistarmennina, þá sem voru á staðnum, og þeim er svo skeytt við ljósmyndir, hljóðdæmi og myndbrot, eftir því sem við á. Tveir sögumenn (Hjálmar Hjálmarsson og Elísabet Indra Ragnarsdóttir) sjá svo um að framvindan sé rökrétt þess á milli. Þessi uppsetning virkar vel; sagan verður ljóslifandi og samhengi ýmissa þátta skýrara en ella. Dr. Gunni er orðinn gríðarlega fróður um sögu íslenskrar tónlistar en þættirnir byggjast á bókum hans, Stuð vors lands og Eru ekki allir í stuði? sem eru afar ríkulegar heimildir um dægurtónlistarsögu landsins. Sérstaklega þótti mér mikið til koma hvað fyrstu þættina varðaði, þar sem Gunni náði mörgum rosknum höfðingjum á mynd sem verða að öllum líkindum ekki til frásagnar eftir einhver ár.
Áhugi á íslenskri dægurtónlist fer vaxandi, ekki bara hér heldur erlendis, en þar er vöxturinn endalaus að því er virðist. Þessir þættir eru þeim kostum búnir að geta þjónað upplýsingaþorsta áhugasamra, netið og sarpurinn svokallaði gera að verkum að það er hægt að sækja í þennan brunn auðveldlega og Dr. Gunni og félagar ættu að huga að því hvort ekki væri sniðugt að texta þetta og flytja út (og kannski eru menn þegar komnir á þær buxurnar).
Hissa
Það sem maður er kannski að fatta er að maður er nánast hissa yfir því að poppi sé gefið svona veglegur sess. Þetta er merki um breytta tíma. Skarphéðinn Guðmundsson sjónvarpsstjóri er glúrinn poppfræðingur en hann ýtti á gerð þáttanna og vegur þessa umfjöllunarefnis er því að vaxa í takt við aldur þeirrar kynslóðar sem hefur drukkið popp í sig frá blautu barnsbeini. Við (ég er á fimmtugsaldri NB.) erum komin í samfélagslega valdastöðu og ekki nema eðlilegt að við gefum þessu listformi sem á svona ríkan þátt í okkur mikið vægi.
Það er fyrir löngu ljóst að Íslendingar búa yfir einstakri dægurtónlistarmenningu, eitthvað sem aðrar þjóðir dást að. Virknin, sköpunarkrafturinn, listfengið; allt er þetta einkar tilkomumikið og það er brýnt að við gefum henni gaum, að við fjöllum um hana, að við varðveitum hana, skoðum og pælum í. Dægurtónlist skiptir okkur máli og téðir þættir eru skínandi gott dæmi um þá alúð sem hún á skilið.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012