Róisín Murphy: Óræður sjarmi
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. maí, 2015
Írska rósin
• Róisín Murphy gefur út plötu eftir átta ára hlé
• Þessi fyrrverandi söngkona Moloko býr yfir óræðum sjarma
Róisín Murphy er töff. Ég segi ekki meir, svona í blábyrjun. Hún er ein af þessu fólki sem býr yfir aðsópsmikilli áru, er ofursvöl án þess að hafa nokkuð fyrir því að því er virðist. Náðarvald hefur þetta verið nefnt upp á íslensku. Síðasta sólóplata Murphy kom út fyrir átta árum og reytingur af smáskífum síðan þá en alltaf er hún þó í sviðsljósinu. Eitt af því sem heldur henni þar er staða hennar sem tískutákn en ófáar greinar hafa birst um hversu nösk hún er á það sem er „inni“ og hvað ekki auk þess sem hún hefur unnið með hinum og þessum tískugúrúum undanfarin ár. Hún ber sig í þessum efnum eins og öðrum með stóískri ró og það stafar af henni hálfgert fálæti. Hún fyllir upp í salinn hvert sem hún fer en tekur ekki eftir því, líkt og hún leyfi sér ekki að fullnýta sjarmann sem hún býr yfir. Sú hefting er eðlileg og gríðarlega heillandi. Það er eitthvert óútskýranlegt „mojo“ í gangi hérna sem erfitt er að koma böndum á. Eru það sultuslöku genin frá Írlandi sem valda þessu?
Rafpopp
Nú eru einhverjir farnir að spyrja: Ókei, gott og blessað, en hver er þessi kona eiginlega sem Arnar getur ekki á heilum sér tekið yfir? Róisín Murphy gat sér fyrst orð sem söngkona rafpoppssveitarinnar Moloko sem gaf út fyrstu plötu sína, Do You Like My Tight Sweater?, árið 1995. Tónlist sveitarinnar smellpassaði inn í dansvænt svalheitapopp tíunda áratugarins og plöturnar I Am Not A Doctor (1998) og Things To Make And Do (2000) treystu hana frekar í sessi. Á plötunum er að finna tvo stærstu smelli Moloko, „The Time Is Now“ og „Sing It Back“.
Moloko þraut örendi 2004 en strax sama ár lagði Murphy á ráðin um sólóefni og naut fulltingis hús-meistarans Matthews Herberts. Breiðskífan Ruby Blue (2005) þótti helst til súr og seldist illa þótt hún hafi fengið tvo þumla upp frá gagnrýnendum. Tveimur árum síðar gaf hún út Overpowered, straumlínulagaðri plötu sem fékk enn betri dóma en frumburðurinn þó að vinsældalistar hafi ekki beint logað.
Hennar tími
Það er lenska að mæla virkni dægurtónlistarmanna í fjölda breiðskífna, mælikvarði sem er orðinn dálítið úreltur á tækniöld. Murphy hefur nefnilega verið allt annað en óvirk á þessum átta árum og tónlistinni hefur hún sinnt reglubundið meðfram öðrum aðkallandi störfum en hún er nú tveggja barna móðir. Þannig gaf hún út nokkur stök lög árið 2009 og hefur líka komið að samstarfi við hina og þessa tónlistarmenn, hvort heldur sem gestasöngvari eða meðhöfundur. Nokkuð sérstök stuttskífa kom svo út í fyrra, Mi Senti, þar sem Murphy syngur sex lög á ítölsku en tungumálið talar hún ekki. Tiltækið stýrist af því að unnusti hennar og meðupptökustjóri er ítalskur, Sebastian Properzi. Nýja platan, sem er tilefni þessara skrifa, kemur svo út eftir helgi og kallast Hairless Toys. Murphy hefur lítið tjáð sig um vinnsluna, hún komi hins vegar frá „dýpri“ stað en fyrri verk.
Gagnrýnendur, sumir hverjir, hafa kvartað yfir því að Murphy eigi skilið rýmra pláss í poppmeðvitund almennings og setja hana skýlaust á stall með Kate Bush og Florence Welch. Hver veit, kannski er hennar tími kominn núna. Ég þykist þó vita að henni sé slétt sama. Hún lötrar sem fyrr í gegnum þetta allt saman með þessa yfirmáta svölu værukærð að vopni.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012