Rýnt í: Berg Anderson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. mars, 2022.
Á milli tveggja heima
Bergur Anderson lék lykilhlutverk í mörgum íslenskum popp/rokksveitum en elur nú manninn í Rotterdam hvar hann leggur stund á tón-, hljóð- og myndlist.
Grísalappalísa, Oyama og Sudden Weather Change eru á meðal þeirra sveita sem Bergur var í og lék jafnan á bassagígju. Undanfarin ár hefur hann hins vegar starfað að hljóð-, tón- og myndlist í Rotterdam og eru umsvifin ærin. Virknin hófst fyrir alvöru eftir að Bergur lauk MA-prófi við listaskólann í Haag og á opinberri vefsíðu hans má sjá ansi bústna ferilskrá. Hann hefur sýnt í Reykjavík, Seyðisfirði, Amsterdam og Rotterdam og einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Frá 2019 hefur hann lagt til fjölda hljóðverka sem hafa birst í útvarpi, á kassettum og í bókum og sama má segja um tónleika og gjörninga.
Pistilritari setti sig í samband við Berg og spurði hann nokkurra spurninga. Meðal annars hvernig það hefði verið að færa sig yfir úr poppi/rokki yfir í myndlist/hljóðlist? Var það meðvituð ákvörðun eða stóð það alltaf til?
„Mér hefur lengi fundist áhugavert að blanda þessum tveimur miðlum saman,“ svarar hann. „Ég var í myndlistarnámi á þeim tíma sem ég var að spila mest með Sudden Weather Change, o.fl. hljómsveitum. Þegar ég flutti til Hollands byrjaði ég að semja fyrir sjálfan mig, aðallega tónlist fyrir gjörningaverk. Ég held að ég hafi byrjað að blanda þessu almennilega saman vegna þess að ég var ekki lengur með hljómsveitir til að spila með, eitthver grunnþörf í mér… alls ekki meðvituð ákvörðun, mér finnst jafnvel nauðsynlegt að vinna í myndlist og tónlist að jafnaði – hvort um sig hefur áhrif á og upplýsir hitt mætti segja.“
Og ferillinn er á góðu róli. „Þetta hefur rúllað nokkuð vel síðastliðin ár,“ upplýsir Bergur. „Að fóta sig erlendis er auðvitað svolítið flókið og ákveðin áskorun, en ég hef fundið fyrir miklum stuðningi í listasenunni hérna og skapað rými fyrir mína sérþekkingu. Ég hef verið að semja, taka upp og pródúsera mikið af tónlist fyrir bæði sviðsverk og útgáfur í samstarfi við myndlistarmenn sem sækjast eftir að verk þeirra innihaldi hljóð-/tónlist. Fyrir mér eru þetta skemmtilegir staðir til þess að vinna innan um. Að vera stöðugt í þessu rými á milli myndlistar og tónlistar og hugsa það lengra hvernig listaverk geta verið skrásett, hvernig t.d. gjörningaverk miðlast á vínilplötu og hvert eftirlíf listaverka er.“
Árið 2019 stofnaði Bergur ásamt fleirum Söngklúbb Rotterdam (Singing Club of Rotterdam) sem færir okkur að einu verkefni sem mig langar að gera að sérstöku umtali. Í fyrra, á vegum Futura Resistenza-útgáfunnar, sem staðsett er í Brussel og Rotterdam, kom út platan Night Time Transmissions sem er eignuð Bergi. Á henni er tónlist, þekkilegasta indípopp getum við sagt, en þó í bland við ákveðna hljóðlist. Tónlistin minnir smá á listafólk eins og Sufjan Stevens og Polyphonic Spree en hún er líka afskaplega evrópsk. Og kórinn góði kemur reglubundið við sögu. Platan var tekin upp í Litháen, Íslandi og Hollandi á tveggja vetra tímabili. Platan er eins lags saga, með karakterum; Bergur er t.d. kynntur sem „trúbadúrinn“, Gunnar Gunnsteinsson samverkamaður hans sem „húsvörðurinn“, Vera Mennens er „arkitektinn“, Sigrún Gyða Sveinsdóttir „sólistinn“ og „næturlíknarinn“ og „leigjendurnir“ og miðnæturkórinn Flock er skipaður Katrinu Niebergal, Clöru J:son Borg, Mylan Hoezen, Veru Mennens, Linus Bonduelle, Manon Verkooyen og Marloes de Vries. Albert Finnbogason hljóðblandaði plötuna og hljómjafnaði.
„Í apríl mun ég fara í rannsóknarferð til Grikklands ásamt kærustunni minni og listakonunni Katrinu Niebergal,“ upplýsir Bergur að lokum. „Ég er að semja tónlist, taka upp hljóð og er hennar aðalaðstoðarmanneskja í langtíma rannsóknar- og vinnuferli sem verður að kvikmynd/vídeóinnsetningu í náinni framtíð. Í byrjun þessa árs byrjaði ég líka að semja lög fyrir sólóplötu númer tvö – sem ég stefni á að taka upp í sumar.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012