Rýnt í: Fagurfræði öfgarokks
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 4. júlí, 2020.
Ljótleiki fegurðarinnar
Þunga- og öfgarokkssveitir fylgja venjulega afar stífum fagurfræðilegum reglum þegar kemur að því að vinna að ímynd sinni út á við. Af hverju stafar þetta og er þetta eitthvað skárra í öðrum geirum?
Í fyrirlestrum mínum um samfélagslegt mikilvægi dægurtónlistar segi ég gjarnan að regluharka og íhaldssemi hvað útlit og ímynd varðar sé hvergi jafn mikil og í þungarokkinu. Ég segi þetta gjarnan með grínaktugum svip, jafnvel kersknislegum. En það er vissulega mikið til í þessu. Hvað veldur? Þungarokk er líklega öflugasti og stærsti undirgeiri samtíma dægurtónlistar, þeir sem aðhyllast stefnuna láta sér tónlistina einatt ekki nægja eina og sér heldur hefur þetta að gera með allsherjar lífsstíl; klæðnað, hárgreiðslu, framkomu og hversdagsheimspeki. Talað er um senur en hér eiga mannfræðileg ættbálkafræði líka við, þar sem reglur, siðir og venjur eru með fastmótuðum hætti. En er hægt að leiða líkur að því að óvenju mikið sé um slíkt hugarfar í þungarokki? Er þessi mikla áhersla á reglur og rútínur mögulega lykillinn að farsæld og mikilli útbreiðslu þungarokksins? Við erum dýr vanans og viljum form og vissu, hvort sem við kjósum að viðurkenna það eða ekki. Eru það þungarokkararnir sem vita það best eftir allt saman? Fyndið, að það sem átti upprunalega að tákna eitthvað villt sé svo eftir allt saman svona ferkantað.
Ég þarf ekki að telja upp tákn hins hefðbundna þungarokkara, sem við sjáum í mönnum eins og Lemmy, James Hetfield og Bruce Dickinson. Fókussins vegna skulum við hins vegar færa okkur í átt að svartþungarokki, sem er einslags undirstefna þungarokks og nokkuð öfgakennt afbrigði þess. Þar eru reglurnar jafnvel enn stífari. Pistill þessi spratt reyndar upp úr netspjalli á milli mín og Morgunblaðskollega, hvar ég var að senda honum mynd með einhverjum svartþungarokkspistlinum. Þar stóðu fjórir piltar, á svart/hvítri mynd, grimmúðlegir á svip, að baki snævi þöktum fjöllum (eða var skógur eða jafnvel kirkja?). Dulúð og dulmögn yfir – eins og á öllum þessum ljósmyndum. Nú er ég að ýkja, en líkindin á milli kynningarmynda svona sveita, veri þær frá Rússlandi, Noregi eða Íslandi eru iðulega mikil. En, það er samt, þegar vel tekst til, eitthvað svalt og spennandi við þetta. Eins barnalegt og það kann að hljóma. Það er tendrað í tíu ára stráknum í manni sem elskar skarplega fram sett og einföld ævintýr með forynjum og finngálknum. Teiknimyndaveruleikinn gerir þessum böndum síst einhvern miska. Spyrjið bara Iron Maiden.
Svartþungarokkið er þó, eins þversagnakennt og það kann að hljóma, ein frjóasta undirstefnan hvað tilraunastarfsemi í sjálfri tónlistinni varðar. Ímyndarvinna hefur hins vegar ekki sveiflast í sömu átt. Sveitir eins og Liturgy og Deafheaven, sem leika afbrigði af svartþungarokki, hafa verið úthrópaðar af reglugerðarriddurum þar sem sú fyrsta lítur út eins og neðanjarðarrokkband frá níunda áratugnum (hvítir bolir!) og Deafheaven klæðir sig eins og Interpol. Svartþungarokkslöggan var ekki lengi að gefa út handtökuskipun. Tónlistin skiptir engu.
Kannski er þetta ekki mikið öðruvísi annars staðar. Tónlistartegundum fylgir ávallt ákveðin tíska sem er alveg sæmilega niðurnjörvandi. Hefðir skapast sem fylgt er í blindni. Lengi vel litu allir klassískir geisladiskar eins út, allir kántrílistamenn voru með hatt og allir svartþungarokkarar stafa sveitarnöfn sín með letri sem minnir á kræklóttar trjágreinar. Ég á enn eftir að fá íslenska kynningarmynd af svartþungarokkssveit hvar meðlimir eru skellihlæjandi og með fíflagang. Mér rann kalt vatn á milli skinns og hörunds eftir að hafa skrifað þessa setningu. Ég held að ég myndi ekki meika þannig ljósmynd…
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012