Rýnt í: Harald Ægi Guðmundsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 2. september, 2023
Má bjóða mér upp í dans?
Haraldur Ægir Guðmundsson bassaleikari hefur marga tónfjöruna sopið. Tango for One er tíunda platan sem hann stendur að og er í flutningi tríósins Limp Kid, sem er hann, Andrés Þór gítarleikari og Matthías Hemstock trommuleikari.
Haraldur hefur spilað djass, fönk, rokk og alls kyns stefnur á löngum ferli (og hefur einnig ort ljóð og málað myndir). Hann sýslaði margt og mikið er hann bjó í Austurríki, lék þar með hljómsveitinni Ground Floor sem lék djassað söngvaskáldalegt þjóðlagapopp og gaf út tvær plötur. Hann hefur samið efni fyrir aðra (plötuna Green með Clazz, plötuna Embrace með Hörpu Þorvaldsdóttur) og gefið út undir margvíslegum hljómsveitanöfnum, bæði með íslenskum og erlendum listamönnum (Freaks of Funk er t.d. ein sveitin). Hann hefur þá verið æði virkur í íslensku tónlistarlífi undanfarin ár og leikið með hinum ýmsu hljómlistarmönnum, einkum djössurum.
Tango for One er leikin af latín-djasstríóinu sem nefnt er í innganginum, Limp Kid, og er það klár vísun í meistara Astor Piazzolla. Platan inniheldur nýjar tónsmíðar eftir Harald undir suður-amerískum áhrifum og var tekin upp af Ómari Guðjónssyni í Studio Hofsstöðum snemma árs 2022.
Platan er á streymisveitum en aukinheldur í forláta vínylpressu sem pakkað er í glæst, opnanlegt umslag. Glæsimyndir eftir Marínó Flóvent fylgja og prýðir ein slík þessa grein. Haraldur lýsir því í kynningartexta sem er í téðu opnu-umslagi að hann og Andrés hafi lengi fylgst að og spilað saman, auk þess sem Andrés hafi reynst honum vinur í raun þegar þurfti að setja nótur á blað og hugsa endaleikina í tónlistarsköpuninni. Ekkert hafi þá legið eftir þá félaga á plasti og því vildi Haraldur breyta. Til stóð að gera tiltölulega einfalda gítar/kontrabassaplötu en námsferill Haraldar við LHÍ, sem hófst 2020 (og er hann útskrifaður í dag), breytti þessu. Þar kynntist hann Matthíasi Hemstock sem var þá að uppfræða nemendur um latín-takta. Nám það hafði mikil áhrif á okkar mann sem fór fljótlega að skrifa þesslega tónlist. Fór svo á endanum að Matthías kom inn til að taka upp plötuna með honum og Andrési.
Og á suðrænum slóðum erum við sannarlega. Þannig er tónlistin, hrein og klár. Unun að heyra spilamennskuna, nema hvað, Andrés er einn af okkar allra bestu gítarleikurum og stíll Matthíasar fer aldrei fram hjá manni og gildir þá einu hvaða stefnu hann er að reiða fram. Haraldur er sömuleiðis toppspilari og það er mikil og góð stemning á plötunni, menn bókstaflega „í takti“ hver við annan. Ég get illa tjáð mig um tónfræðilegar forsendur plötunnar og hvort að Haraldi sé að takast að „skilja“ þessa latín-takta betur, eins og hann lýsir í áðurnefndum kynningartexta en ég finn flæðið, finn fyrir framvindunni. Lögin eru mismunandi að gerð, opnunarlagið, „St. Fromagé“ er kvikt og grallaralegt, jafnvel bíómyndalegt og ég sit við höfnina og bíð eftir Bond. „Amaris first song“ er melankólískara, það húmar að og elskendur svipast um hvor eftir öðrum. Og titillagið er jafnvel enn hryggðarlegra enda dansar okkar maður einn. Og svo má áfram telja. „Gengið fyrir meinhornið“ er næsta undurfurðulegt, slagverk nokk einstakt og „fjarrænt“ og svo er haldið í næsta Bleika Pardus-legt hljómaferðalag. Andrés er slyngur að vanda, þræðir lykkjur af miklum glans og Matthías passar að setja „avant-garde“ snúning á herlegheitin. Eins og sést, þetta er kirfilega í latín-djass kassanum en skemmtilegar sprungur koma á hann líka. Okkur er haldið á tánum.
Suðrænn djass með nefi Haraldar Ægis Guðmundssonar, takk fyrir. Hverju hann tekur upp á næst, vandi er um slíkt að spá, en það verður ábyggilega eitthvað spennandi, eitthvað nýtt, eitthvað öðruvísi, enda hefur Haraldur hingað til keyrt sinn tónlistarferil nokkurn veginn með þeim hætti.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012