Rýnt í: Íslenskt svartþungarokk anno 2018
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. október, 2018
Svarta gullið
Það eru mikil umsvif í íslensku svartþungarokkssenunni nú um stundir, glás af böndum starfandi og útgáfa með mesta móti.
Á umliðnum árum hefur verið nóg á seyði í íslensku svartþungarokki, bæði því sem er neðanjarðar og því sem er ofanjarðar (já, það er hægt líka). Sólstafir ferðast nú um allan heim með síðasta verk sitt, Berdreyminn (já já, ég veit, það má aldeilis deila um hvort þeir eru svartþungarokk eða ekki en hef þá hér með vegna rótanna) og Auðn gaf út lofaða plötu seint á síðasta ári, Farvegir fyrndar. Auðn er á mála hjá Season of Mist, líkt og Sólstafir og Zhrine, sem hefur farið í hvert tónleikaferðalagið á fætur öðru eftir hina vel lukkuðu Unortheta. Katla, samstarfsverkefni Guðmundar Óla Pálmasonar og Einar Þorberg Guðmundssonar, sem eru sannarlega eldri en tvævetur í þessum bransa, gáfu út hina svakalegu Móðurástin á vegum þýsku útgáfunnar Prophecy fyrir tveimur misserum síðan. Og svo má telja.
Ef þú, lesandi góður, dregur þessar yfirlýsingar mínar í efa er ég með skínandi, kolsvarta sönnun fyrir þessu öllu saman. BangerTV (Sam Dunn og félagar, en hann gerði myndirnar Metal: A Headbanger’s Journey og Rush: Beyond the Lighted Stage m.a.) voru að hleypa nýrri Youtube-þáttaröð af stokkunum. Og Overkill Global Album Reviews eins og hún er kölluð byrjaði að sjálfsögðu á íslensku svartþungarokki! Það þarf ekki frekari vitnanna við.
Vánagandr-útgáfan er dugleg sem fyrr og heldur utan um sveitir eins og Misþyrmingu, Nöðru, NYIÞ og Mannveiru. Á Roadburn-hátíðinni í ár, sem fram fer í Hollandi, léku fulltrúar frá þessari dásamlegu útgáfu (Misþyrming, Naðra, Svartidauði, Wormlust) klukkustundar langt verk undir heitinu Sól án varma. Svartidauði og Sinmara spiluðu þá á hátíðum um alla Evrópu og einnig í Bandaríkjunum. NYIÞ, Naðra og Misþyrming spiluðu einnig víða í Evrópu.
Carpe Noctem, sem hafa legið í dvala árum saman, voru svo að gefa út plötuna Vitrun á Code666 Records. Sveitin á sér langa sögu, var stofnuð 2005 og á baki nokkrar plötur, sú síðasta, In Terra Profugus, kom út árið 2013. Vitrun er ógurlegt ferðalag; tíu mínútna lög þar sem skiptist á tilfinningarþrunginn ofsi og hægari, dulúðlegri kaflar. Söngvarinn (og rithöfundurinn) Alexander Dan syngur á íslensku – öskrar, rymur, skrækir og fer á dýpið – stundum að því er virðist í einu og sama laginu. Spennunni er viðhaldið út alla plötuna og maður þarf eiginlega að leggja sig þegar síðasti tónninn deyr út.
Þá tilkynnti Svartidauði um plötuna Revelations Of The Red Sword, sem út kemur í desember komandi. Ég vil þá nefna Almyrkva (plata seint árið 2017) og Guðveiki (frábært dæmi og plata á leiðinni. Eitt lag á Soundcloud núna). Wormlust hyggst þá gefa út nýtt efni brátt en plata þess verkefnis, The Feral Wisdom (2013), er nánast komin með költstöðu í samtíma íslensku svartþungarokki. Þá gaf NYIÞ út deiliplötu með ástralska eins manns bandinu Old Burial Temple í ár.
Það er skemmtileg írsk tenging inn í senuna. Stephen Lockhart (sem hefur rekið bandið Rebirth of Nefast) er búsettur í Mosfellsbæ, rekur þar Studio Emissary og hefur tekið upp fjöldann allan af íslensku svartþungarokki. Vinur hans, Joseph Deegan, rekur nú íslensk/írska sveit, Slidhr (ásamt meðlimum úr Sinmara) og kom plata út í ár. Lockhart hefur einnig verið potturinn og pannan í Oration-tónlistarhátíðinni, sem hefur verið uppskeruhátíð íslenska svartmálmsins síðastliðin þrjú ár. Hátíðinni hefur verið slitið endanlega en Lockhart er með aðra hátíð, Ascension, í burðarliðnum og verður sú fyrsta væntanlega haldin á næsta ári.
Það sem gerir starfsumhverfi þessarar senu öðruvísi en maður átti að venjast í eina tíð eru sterkar tengingar út í heim. Sveitirnar hafa aðgang að öflugum dreifingaraðilum og útgáfum eins og Terratur Posessions (Noregur), Ván Records (Þýskaland), Signal Rex (Portúgal) og Fallen Empire Records (Bandaríkin) sem sjá til þess að svartþungahrokksþyrstir um heim allan eigi kost á að njóta þessara bikuðu afurða frá landi elds og ísa.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012