Rýnt í: Misþyrmingu

Dómurinn var skrifaður fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 13. júlí, 2019
Með svipur á lofti
Ný plata íslensku svartmálmssveitarinnar Misþyrmingar kallast Algleymi og er hún þegar farin að vekja mikla athygli, innanlands sem utan.
Misþyrming hefur verið með helstu svartþungarokkssveitum íslenskum um langa hríð, staða sem hún innsiglaði með hinni mögnuðu Söngvar elds og óreiðu árið 2015. Senan hérlendis – og erlendis – er því búin að bíða í ofvæni eftir næsta skammti. Viðbrögðin létu enda ekki á sér standa er platan nýja, Algleymi, leit svo loks dagsins ljós og lenti meðal annars í 11. sæti World Albums-lista Billboard.
Upptökur Algleymis hófust árið 2016 en í byrjun árs 2017, þegar platan var tilbúin, voru meðlimir Misþyrmingar ekki nógu ánægðir með útkomu upptakanna, eins og fram kemur í formlegri fréttatilkynningu. Því var ákveðið að hljóðrita alla plötuna upp á nýtt. Um hljóðritun sá D.G., forsprakki sveitarinnar, og var hún svo hljómjöfnuð í Orgone Studios í Bretlandi af Jamie Gomez Arellano.
Vegur íslensks svartþungarokks er orðinn giska mikill erlendis, sérstaklega í þeim kreðsum sem eru með puttann á svarta púlsinum. Glæst umslag plötunnar inniheldur t.d. málverk eftir Manuel Tinnemans, en hann hefur unnið með virtum tónlistarmönnum í svartþungarokkinu, eins og t.d. Deathspell Omega og Urfaust.
Söngvar elds og óreiðu er gríðarlega hvöss og ofsafengin plata, hvergi slakað á frá fyrsta tóni. Orð eins og „ágengt“ og „heiftúðugt“ eiga vel við. Algleymi er hins vegar til muna fjölskrúðugra verk. Fullorðnara, á einhvern hátt. Brjálaðri keyrslu er skipt út fyrir pældari kafla og meiri mýkt, þó að ég hlæi reyndar upphátt þegar ég skrifa orðið „mýkt“ í þessu samhengi. En þar sem fyrri platan var eins og krepptur hnefi er þessi í faðmlaginu, opin fyrir öðrum leiðum og möguleikum. Ég nefni „Ísland, steingelda krummaskuð“ sem dæmi, það fer af stað í nokkurs konar „black‘n{lsquo}roll“ gír, en svo þegar lengra er komið er opnað á afar melódískan og áhrifamikinn kafla. Algleymi er marglaga verk í raun, pláss fyrir ljós og skugga, og alveg jafn tilkomumikið og frumburðurinn, bara á allt annan hátt. Allir textar á íslensku, og eru þeir sungnir af eftirtektarverðum krafti. Rennsli verksins alls er mikilúðlegt, það er lýsingarorð sem á vel við. Hvassleika og grimmd vikið í burtu fyrir eitthvað stærra og eiginlega meira ógnvekjandi. Hljómur er góður og D.G. gerir vel í að fylla inn í með tilraunakenndum blæbrigðum, sjá t.d. endann á „Allt sem eitt sinn blómstraði“, skuggalegt sveim lokar því lagi með bravúr. Og svo hendast menn í keyrslu strax á eftir í laginu „Alsæla“.
Það er mikið vor núna í íslensku svartþungarokki, alls kyns hljómsveitir að störfum og nálgast þau þetta dásamlega form á ólíka vegu. Tengingar við útlönd eru sterkar og um útgáfu og dreifingu á þessu verki sér Norma Evangelium Diaboli, frönsk útgáfa sem m.a. hefur gefið út risa eins og Deathspell Omega, Funeral Mist og Watain.
Misþyrming kom þá fram á Ascension-tónlistarhátíðinni í Mosfellsbæ fyrir stuttu, einstaklega metnaðarfullri hátíð, og það segir sitthvað að hægt sé að keyra þriggja daga, fremur sérhæfða öfgarokkshátíð hér á Íslandi (og svo erum við með tvær slíkar hátíðir til viðbótar). Misþyrming mun síðan halda í tónleikaferðalag um Evrópu í september til að fagna útgáfu Algleymis.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland HAM Harpa Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Julia Holter Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Morgunblaðið múm Neil Young Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist valtari íslensk tónlist íslenskur plötudómur þjóðlagatónlistUmræðan
- https://lovetoy.vn/ on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Ólafur Guðsteinn Kristjánsson on Rýnt í: GDRN
- Þorvaldur Daði on Rýnt í: Þóri Georg
- Brynhildur Valgeirsdottir on Plötudómur: Arnar Guðjónsson – Grey Mist of Wuhan
- Hildur Skarphéðinsdóttir on Pælingar: by:Larm og Norrænu tónlistarverðlaunin
- guiflithong.xyz on Um samfélagslegt gildi tónlistar: Sumarbrúðkaup í Finnlandi notað sem sýnisdæmi
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Ingimar Neinei Bjarnason on Söngvakeppnin: Arnar Eggert gagnrýnir lögin
- Thorsteinn G. Berghreinsson on Iceland Airwaves 2015: Fimm daga heildarúttekt
- clash of clans hack apk download for android no survey,clash of clans hack apk 7.65.5,clash of clans hack download 2015,clash of clans hack download free,clash of clans hack tool download no survey,clash of clans hack download android,clash of clans hack on John Carpenter heldur tónleika í fyrsta sinn … og það á ATP á Íslandi!!!
Safn
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012