Rýnt í: Nýja plötu Bob Dylan, 2020
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 20. júní, 2020.
Margslunginn er sá maður
Ný plata frá Bob Dylan, með nýju og frumsömdu efni, kom út í gær. Kallast hún Rough and Rowdy Ways. Síðasta plata með slíku efni, Tempest, kom út fyrir átta árum og spennan því mikil.
Þeir sem hafa séð Dont Look Back- heimildamyndina hafa séð Dylan hlæja og fíflast. Viðtöl undanfarin ár, sjaldgæf vissulega, sýna jafnframt að hann getur talað, tjáð sig og hefur skoðanir á ómerkilegustu hlutum. Engu að síður er þetta sá dægurtónlistarmaður sögunnar sem hefur náð að búa til hvað mesta mýtu í kringum sig. Elvis, Lennon, Syd Barrett … enginn kemst nálægt Dylan að þessu leytinu til. Hann er dýrkaður. Og maðurinn er Nóbelsverðlaunahafi. Popphjartað í mér tók aukakipp þegar það gerðist, en ein sönnunin á því að það fælist dýpt og alvara í geira sem ætíð er slengt saman við skemmtan og afþreyingu. Er ég einn um það að sjá svo Dylan fyrir mér skellilhlæjandi að þessu öllu saman? Mýtunni, umræðunum og stanslausa snillingatalinu? „Ég er dans- og söngvamaður,“ sagði hann eitt sinn og glotti við tönn.
Ég las einhvers staðar, gott ef hann sagði það ekki sjálfur, að hann væri hættur að semja lög, þau kæmu ekki lengur til hans. Þetta er ástæðan fyrir því að síðustu þrjár plötur hafa allar verið tökulagaplötur, þar sem efniviðurinn er meira og minna gömul amerísk dægurlög. Shadows in the Night (2015) innihélt lög sem Frank Sinatra hafði fengist við (!) og hún er frábær. Líður svo létt um að á köflum er eins og maður sé að hlusta á „ambient“ plötu eftir Brian Eno. Rosalegt andrúmsloft og eiginlega meistaralegt. Fallen Angels (2016) var meira af því sama, óinnblásnari og Triplicate (2017) var þreföld og enn meira af því sama. Mistæk en allar eiga þessar plötur það sameiginlegt að lulla áfram í torkennilegum gír, eru svona varla á staðnum einhvern veginn. Til bölvunar og blessunar.
Áður en ég lýsi nýju plötunni langar mig aðeins til að nefna nokkrar af síðustu plötum Dylan. Margir sverja reyndar og sárt við leggja að síðasta meistaraverk Dylans sé Time out of Mind (1997) sem hann tók upp með Daniel Lanois. Eftir hana gaf hann út tvær plötur með tónleikasveit sinni, Love and Theft (2001) og Modern Times (2006), svo þéttar að vatnið kemst ekki á milli. Þessi dampur datt dálítið niður á Together Through Life (2009) en jólaplata Dylans það sama ár kom honum aftur á kúrs, algerlega magnað verk (og það er önnur umræða. Flettið því upp!). Tempest (2012) fylgdi svo svipuðum línum og allar þessar plötur. Amerísk tónlist, í sinni víðustu mynd, í forgrunni. Blús (mikið af honum), djass, rokkabillí, þjóðlagatónlist, tex-mex o.s.frv.
Forsmekkurinn að nýju plötunni var svo allsvakalegur. „Murder Most Foul“ er sautján mínútna lag sem fjallar um morðið á John F. Kennedy. Lag sem er varla lag, hljóðfæraleikur svo fjarlægur og afstrakt að byggingin minnti um margt á ambient-sprettina á áðurnefndum tökulagaplötum. „I Contain Multitudes“ kom svo þremur vikum síðar. Styttra, en í sama gír samt. Nöfn og vísanir út og suður og sveittir Dylan-fræðingar garfandi í gömlum ljóðabókum, finnandi heimildir og vísbendingar. Þriðja lagið sem við höfum fengið að heyra, „False Prophet“ gaf svo loks til kynna að við yrðum ekki bara svífandi um í ókennilegri hljómaþoku. Grimmur og dökkur blúsari, með hörðum riffum og rífandi rödd.
Þetta er skrifað á fimmtudegi og ég er loksins komin með plötuna í hendur. Dómar hafa verið að birtast og eru allir á eina lund. Meistaraverk. Hún rúllar núna í forstofunni og mér líst vel á, verð ég að segja. En hún þarf að vera til aðeins lengur áður en stóridómur verður felldur. Maður hefur svona á tilfinningunni að þessi langa bið sé að byrgja fólki gagnrýnissýn og ábyggilega margt til í því. En Dylan ypptir væntanlega öxlum. Hann þarf ekki að sanna nokkurn skapaðan hlut lengur.
Stikkorðaský
Abba ATP Benni Hemm Hemm Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012