Rýnt í: Nýtt íslenskt pönk
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. júlí, 2022.
„Hvernig fílarðu pönkið?“
Nokkrar hljómsveitir, íslenskar, leggja sig eftir grjóthörðu, vel rifnu og skítugu pönkrokki. Hér verður farið í smáræðis úttekt á þeim allra helstu.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég geri viðlíka úttekt (skrifaði svona pistling 2019 síðast ef ég man rétt, sjá arnareggert.is) en hér vil ég semsagt beina sjónum, nei eyrum, að nokkrum íslenskum pönkhljómsveitum, nústarfandi. Neðanjarðarsveitum sem eru að gefa út um þessar mundir og eru virkar, skipaðar æskulýð með kafrjóðar kinnar. Svona að mestu. Þetta er ekki tæmandi upptalning og ég er ekki að fara að tala um þungarokk svo ég stilli upp smá skilyrðingum.
Fyrst langar mig til að tala um hljómsveitina Gaddavír en hún gaf út plötuna Haltu kjafti , ég hef það fínt í apríl síðastliðnum. Tónlistin er stórbrotið melódískt keyrslupönk og maður fær eldgamlar harðkjarnaminningar við áhlustun og hugsar óneitanlega til meistara eins og Minor Threat. Sveitin gerir út frá Akranesi og þar hefur myndast sæmilegasta pönkmenning. Kristján Alexander Reiners Friðriksson er þar aðalsprautan og er hann meðlimur í mörgum sveitum, t.d. Grafnár (sem eru með deiliplötu í bígerð á þessu ári ásamt Forgarði helvítis), Góðæri, sem er vélrænn pönkdúett og Snowed In, sem leikur melódískt tilfinningapönk. Mjög íslenskt verður að segjast, þar sem einn aðili fer oft mikinn við að halda hlutunum gangandi. Eldsálir eins og þessar eru ómissandi.
Ég ætla líka að nota þetta tækifæri og ræða nýju plötuna með Börn og ekki er það leiðinlegt. Þessi stórkostlega sveit var að gefa út plötuna Drottningar dauðans í gegnum Iron Lung Records og kom hún út í ársbyrjun. Algerlega frábær plata, tónlistin á sama tíma undir áhrifum frá síðpönki að hætti Siouxsie and the Banshees og grjóthörðu harðkjarnapönki. Alexandra söngkona er meiri háttar, gítarhljómurinn hjá Önnu glæsilegur og svo má áfram telja. Einstakt.
Ég gerði smá rannsókn fyrir þessi skrif á veraldarvefnum og fékk ýmsar skemmtilegar ábendingar. Æð er m.a. skipuð Birni úr Mosa frænda og Flosa úr Ham og þar er framreitt hrátt pönk eins og það kemur af kúnni (tékkið á stuttskífunni Á nálum ). Tilkynning hefur þá borist um stofnun nýrrar sveitar, Duft, sem hefur m.a. á að skipa liðsmönnum úr The Moronic, sem hefur nú þrotið örendi. Mun hún halda sínu fyrstu hljómleika í sumar. Nefni líka Final Snack sem kemur frá post-dreifing mannskapnum, mjög skemmtilega hrátt rokk. Vírað dálítið og smá Big Black yfir vötnum.
Þetta er svona það helsta sem ég veiddi upp úr þessum polli í þetta sinnið. Líf og fjör og blessunarlega er tiltölulega auðvelt að nálgast tóndæmi frá þessu öllu sökum dásemda lýðnetsins. En tónlistarmenning þessi hangir líka óskaplega mikið á tónleikaframkomu og þar er mikil gróska, sýnist mér á öllu, nægilega mikið framboð af glúrnum rýmum og reglulegar hátíðir sem ég mun m.a. koma inn á hér í endann.
Eðlilega hefur eitthvað gleymst og þið megið senda mér leiðréttingar og ábendingar í tölvupósti. Helst var miðað við sveitir sem hafa verið að gefa út á síðustu misserum og/eða eru virkar tónleikalega eins og segir í upphafi pistlings. Þess má þá geta að lokum að flest þessara banda munu koma fram á Norðanpaunkhátíðinni sem haldin verður í lok júlí á Laugarbakka. Sjá: nordanpaunk.org. Þá léku einhverjar þeirra á hinu dásamlega Eistnaflugi, en sú hátíð er afstaðin.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012