Rýnt í: Reptilicus og Crusher of Bones
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 9. júlí, 2022.
Blóðið vellur og kraumar
Crusher of Bones, fyrsta eiginlega breiðskífa íslensku „industrial“-sveitarinnar Reptilicus, bar með sér merkistíðindi er hún kom út fyrir þrjátíu og tveimur árum. Hún hefur nú verið endurútgefin með pompi og prakt fyrir tilstuðlan kanadísku útgáfunnar Artoffact Records.
Um og upp úr pönki, síðpönki þá, fór að bera á tilraunum með tónlist sem fljótlega fengu merkimiðann „industrial“ eða vél/vélatónlist (engin almennileg íslensk þýðing hefur nokkru sinni náð að festast). Hin breska Throbbing Gristle varð fljótlega flugmóðurskipið hvað þetta varðar, andi og ástríða pönks hnýtt saman við utangarðs- og óhljóðalist. Þessi neðanjarðarsena átti eftir að breiða rækilega úr sér á níunda áratugnum, höfuðvígi voru Bretland, Þýskaland og Benelux-löndin en þessi markaþensla í tónlist náði og fótfestu víða um hinn vestræna heim (og austantjaldsmegin, sjá Laibach. Og jú, Japanir stukku einnig á þetta nema hvað).
Árin 1986 til 1988 voru æði gjöful og sveitir eins og Young Gods (Sviss), Ministry (Bandaríkin), Front 242 (Belgía) og Skinny Puppy (Kanada) á meðal nafna sem var hampað í gríð og erg í neðanjarðartónlistarpressunni. Ísland eignaðist svo verðugan fulltrúa er Reptilicus, skipuð þeim Guðmundi Inga Markússyni og Jóhanni Eiríkssyni, gaf út snælduna Temperature of Blood árið 1990 en tónlistin þar hakar í alla þá reiti sem er að finna í þeirri kreðsu sem ég hef verið að lýsa. Efnið var reyndar það gott að fljótlega hljóp á snærið hjá okkar mönnum, útlönd hófu að kalla. Hilmar Örn Hilmarsson, sem var um þetta leyti að vinna að plötunni Island með David Tibet úr Current 93, kom ungmennunum efnilegu í samband við Tibet og hans fólk sem var með öflugar tengingar inn í neðanjarðartónlistarsenu Bretlands og víðar. Dreifingaraðilinn People Who Can‘t (seinna World Serpent) gaf svo Crusher of Bones út um haustið í samstarfi við Product 8, útgáfu Reptilicusmanna. Hilmar tók plötuna upp í Stúdíó Sýrlandi ásamt þeim félögum og lék hann einnig inn á hana ásamt Birgi Baldurssyni og Guðlaugi Kristni Óttarssyni (Godkrist). Platan var endurútgefin árið 1996 á geisladiski en kemur nú út á Artoffact Records, á geisladiski og í streymi. Curver Thoroddsen endurhljómjafnaði plötuna.
Það er ótrúlegt að heimsækja þessa plötu aftur eftir öll þessi ár. Liðsmenn voru rétt í kringum tvítugt þegar hún kom út, staðreynd sem maður var engan veginn að átta sig á þá. Þegar maður er sextán ára eru tvítugir menn fimmtugir í huga manns. Það er rosa flottur „kjarni“ í þessari plötu, óbilgirni æskunnar sem getur allt! Fyrst lagið, „Snakes“, kemur fjúgandi út um hliðið og engir fangar teknir. Söngrödd Guðmundar er æðisleg. Frábærlega hrá, ástríðufull og töff. Straumarnir sem léku um þennan geira á þessum tíma renna um lagið. Sæberpönk Front Line Assembly, sturlun sú sem lá í Skinny Puppy og smá Killing Joke jafnvel. Crusher of Bones er æði fjölbreytt, mun fjölskrúðugari en mig minnti. Meðfram „poppaðri“ æfingum (var ég að skrifa þetta!) eru meira afstrakt verk, löng óhljóðaverk í anda Einstürzende Neubauten og Test Dept. „Sluice“ t.d. rúllar í gotnesku myrkri a la Laibach á meðan „Ointment“ líður áfram í slagverksmálmsorgíu, naumhyggjulegt að hætti Can vil ég segja (þess má geta að þegar Guðmundur og Jóhann gerðu saman tónlist í fyrsta skipti unnu þeir með hljóðbút frá því mæta bandi). „Call me Jesus“ er hins vegar hálfgert pönk, brjáluð keyrsla og læti og það skilur hlustendur eftir í duftinu líkt og upphafslagið.
Crusher of Bones er þannig hið kræsilegasta hlaðborð. Vel má heyra í hinum ýmsu áhrifavöldum um leið og maður finnur að Reptilicus er að móta sinn eigin hljóðheim með hægð. Að mörgu leyti varð sveitin meira afstrakt með tímanum, pönkið sem maður heyrir hér vék meira og minna. En þá list kunnu þeir alveg jafn vel og hitt. Torræðni en líka beinskeytni lék í höndum þeirra á þessum tíma. Crusher of Bones er leitandi verk um margt, eðlilega, en þessi kjarni sem ég nefndi, þessi dásamlega vissa ungdómsins, glæðir hana á sama tíma ákveðnum ómótstæðileika.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012