Rýnt í: Sigtrygg Berg Sigmarsson
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 17. apríl, 2021.
„Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað“
Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Sigtryggur Berg Sigmarsson hefur verið æði virkur hvað fyrra formið varðar á undanförnum misserum og dælt út efni í formi platna, hljómsnældna og stafrænna skráa. Hvað á þetta að fyrirstilla?
Ég viðurkenni að ég hef átt fullt í fangi með að hafa yfirlit yfir þessar tíðu útgáfur Sigtryggs. Reglubundið koma tilkynningar frá honum um nýtt efni, oftar en ekki í takmörkuðu upplagi og jafnvel ekki í stafrænni útgáfu (sjaldgæft nú til dags). Á þessu ári hafa komið út tvær plötur, fyrst ber að nefna Ship 2020 , sem gefin er út til að fagna þeim tuttugu árum sem eru liðin síðan Sigtryggur tók upp fyrstu sólóplötu sína, Ship (gefin út 2001 hins vegar). Svo er það Everything Nice , vínilplata sem kom út í 100 eintökum í síðasta mánuði en hana vinnur hann með Ragnari Jónssyni og BJ Nilsen. Innihaldið á Ship 2020 er í „ambient“-sniði, jafnvel hægt að kalla tónlistina ljúfa en Everything Nice er hvassari og meira um skruðninga. Báðar á tilraunakenndu rófi að sjálfsögðu eins og allt það sem Sigtryggur hefur sýslað við á sínum ferli. Þá er væntanleg plata í maí sem hann vinnur með BJ Nilsen og Judith Hamann. Á síðasta ári komu svo út sjö plötur, ein með Floris Hoorelbeke, ein með BJ Nilsen og Frans de Waard, tvær með BJ Nilsen, ein með Dennich Tyfuyz og tvær sóló. Nóg að gera!
Sigtryggs varð fyrst vart er hann gekk í hina merku tilraunasveit Stilluppsteypu um miðjan tíunda áratuginn og hefur getið sér gott orð sem allra handa listamaður. Virkni hefur verið með ágætum í gegnum tíðina en aldrei eins og nú. Pistilritari var forvitinn, setti sig í samband við listamanninn, og spurði hann spjörunum úr.
„Ég þarf alltaf að vera að gera eitthvað,“ segir hann einfaldlega þegar ég spyr hann út í þetta stuð. „Auðvitað kemur inn í þetta öll þessi innivera tengd faraldrinum en ég vil samt ekki tengja þetta saman endilega því þessar útgáfur hefðu gerst og komið svona út hvort eð er. En það hjálpaði auðvitað að öllum myndlistarsýningum í fyrra og einhverjum af þeim í ár var skotið á frest.“
Margar af útgáfunum eru í takmörkuðum upplögum, jafnvel ekki stafrænar, og Sigtryggur segir ýmsar ástæður liggja að baki því. „Ég hef reynslu af því að gefa út plötur í kannski 500 eintökum og sitja svo á 200 eintökum sem eru enn niðri í kjallara hjá foreldrum mínum. Það er heilmikið stúss í kringum svona útgáfumál og ég myndi aldrei vilja setja mig í þannig aðstæður í dag. Það myndi líka þýða minni tíma fyrir myndlistina.“
Sigtryggur vinnur tónlistina gjarnan með öðrum, nokkuð sem hefur gerst náttúrulega. „Það koma oft fyrirspurnir hvort ég vilji taka þátt í hinu og þessu og oft vil ég vinna með því fólki sem ég finn að ég á skap með. Ég get líka notið þess meira að hlusta á útgáfur sem voru gerðar í samvinnu við aðra því þá er maður ekki að deyja úr einhverju OCD-kasti gagnvart því hvort þetta hafi átt að vera svona eða hinsegin. Þannig á ég erfitt með að hlusta á plötur sem eru bara mínar, en samstarfsplöturnar, það er allt annað mál. Maður hefur ekki eins mikla stjórn og það er gott! Sú plata sem ég hef hlustað hvað mest á og notið í gegnum árin er Second Childhood sem ég vann með BJ Nilsen, Helga Þórssyni og Hildi Guðnadóttur. Þykir mjög vænt um þá plötu.“
Yfirlit yfir þessar útgáfur allar, hin ýmsu form og aðgengilegheit má finna á discogs.com.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012