Rýnt í: Singapore Sling
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. september, 2017
Þegar lífið þvælist fyrir rokkinu
Nú um mitt ár gaf Singapore Sling út níundu breiðskífu sína, Kill Kill Kill (Songs about Nothing). Pistilhöfundur rýnir aðeins í feril þessarar merku sveitar.
„Sling deyr með mér,“ sagði Henrik Björnsson, forsprakki rokksveitarinnar Singapore Sling, í einhverju viðtalinu. Fullgild krafa þar enda hefur þetta alla tíð verið hans band, hans lög, hans sýn. Tugir meðlima hafa runnið í gegnum raðir Sling í gegnum árin og sumir dvalið lengur en aðrir, sumir nærfellt frá upphafi á meðan aðrir virðast hafa stoppað í eins og einni sígópásu.
Fyrstu lög Singapore Sling voru tekin upp af Henriki einum, með tilstuðlan trommuheila, og gaf hann út plötu með slíkum upptökum árið 2000. Fyrsta eiginlega platan, sem er að finna fremsta í plötulista Sling, er hins vegar The Curse of Singapore Sling (2002) og í kjölfarið hefur komið út efni nokkuð reglulega.
Ég opnaði greinina með setningu sem felur dauðann í sér og segja má að níhílísk töffaraára hafi umlukt Henrik og félaga frá upphafi. Lagatitlarnir á nýjustu plötunni eru dásamleg ýfing á þessu („Fuck Everything“, „Surrounded by Cunts“, „Nothing and Nowhere“) og platan er auk þess um ekkert, eins og segir í titli. Þessi lína hefur haldist óbreytt alla tíð, sjá nafnið á fyrstu plötunni t.d. og aðrar bera titla eins og Perversity, Desperation and Death (2008) og Singapore Sling Must be Destroyed (2010). Tónlistin lúrir í mjög svo ákveðinni fagurfræði, beint framhald af eða speglun á sígildu töffararokki Velvet Underground, Stooges, Jesus & Mary Chain, Spacemen 3 og áþekku. Fésbókarsvæði sveitarinnar birtir á skemmtilegan hátt nokkuð nákvæman lista hvað þetta varðar og nöfn eins og Suicide, Pussy Galore, Cramps og Martha Reeves and The Vandellas poppa upp í viðbót við þau sem ég hef nefnt. Söngrödd Henriks er eintóna og svöl, kæruleysisbragurinn skrúfaður upp í ellefu, sólgleraugu eru skyldubúnaður sem og svart leðrið.
Plötur Singapore Sling í gegnum tíðina eru þá allar innan þessa ramma, nema hvað. Nú er ég búinn að dvelja í köldum faðmi þeirra í nokkra daga og það er athyglisvert að rýna í þróunina. Meiri hljómsveitarstemning á fyrstu plötunum en Henrik hefur meira og minna sýslað sjálfur með síðustu verk, en þó með góðum og gegnum samstarfsmönnum. Sveitin er þá virk tónlistarsveit enn. Síðustu verk bera þannig með sér svefnherbergislegri brag, að einhverju leyti er Henrik kominn aftur „heim“, og á þeim plötum er töffararokkið brotið smekklega upp, a.m.k. stöku sinnum. „You Can Never Change Your Heart“ á …Must Be Destroyed er í súrkálsgír, kassagítar leiðir „You Can’t Compare“ af Never Forever og „All your Sins“ á The Tower of Foronicity er eins nálægt hugljúfri ballöðu og komist verður. Nýjasta verkið rúllar á líkan hátt og nefnd verk, það er gaddavírsrokk unnvörpum en líka súrari sprettir, sjá t.d. „Nothing’s Theme“ þar sem kvikmyndalegir dulúðarstrengir og brass spila burðarrulluna og lagið endar í nokkurs konar arabískum draumi!? Merkilegt.
Ég lýk þessum hugleiðingum á tilvitnun í viðtal sem ég átti við Singapore Sling árið 2002, þegar draugalestin var tekin að bruna. Takið eftir yndislegri kaldhæðninni. „Ætli við gætum þá ekki sagt að okkar megináhrifavaldur sé þjóðvegur 1? Og við viljum að það komi skýrt fram að við höfum aldrei heyrt í Stooges eða Jesus and Mary Chain.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Færeysk tónlist Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012