Rýnt í Söngvakeppnina 2022: Seinni undanúrslit
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 5. mars, 2022.
Söngurinn yngir, kætir og bætir
Hér verður seinni skammtur þeirra laga sem keppa um sæti í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tekinn til kostanna.
Allt var eðlilegt í síðustu viku, upp á hvað fór áfram. Hrein gæði í systrasöng þeirra Siggu, Betu og Elínar, veri það í flutningi, lagasmíð eða þeim sjarma sem sveif yfir, fleytti þeim nokkuð örugglega áfram. Lagið var svona það „ójúróvisjónlegasta“ en við höfum mýmörg dæmi um að einmitt slík lög hafi farið langt. Árangur Stefáns Óla var einnig verðskuldaður. En athugum nú hvernig umhorfs er í lagapakka þessarar helgar.
Lag: Mögulegt / Possible
Höfundur lags: Markéta Irglová.
Höfundar texta: Markéta Irglová og Sturla Mio Þórisson (ísl.), Markéta Irglová (ens.).
Flytjandi: Markéta Irglová.
Ægifögur og giska sterk byrjun opnar þetta lag. Viðkæmnislegt lag – en um leið sterkt – og strengir renna fljótlega stoðum undir undurfagran söng Markétu. Klassísk hughrif kalla fram lög eins og „Hægt og hljótt“ eða hægu kaflana í „Euphoria“. Lagið er dálítið í einni stemningu út í gegn, í algeru flæði, og í því liggja töfrar þess. Enyu-aðdáandi eins og ég er líka kominn djúpt inn í galdragerði. Einfalt og barasta mjög fallegt lag, „ójúróvisjónlegt“ eins og ég segi í inngangstexta, og það bara vex og vex í eyrunum þar sem ég sit og set þessar hugleiðingar niður. Megi það fara með himinskautum í kvöld.
Lag: Hækkum í botn/Keep it cool
Höfundar lags: Sveinn Rúnar Sigurðsson og Valgeir Magnússon.
Höfundar texta: Valgeir Magnússon og Davíð Guðbrandsson (ísl.), Sanna Martinez, Anders Eriksson, Marc Caplice og Valgeir Magnússon (ens.).
Flytjandi: Suncity og Sanna Martinez.
Hoppandi og skoppandi gleðistemma. Dúett þeirra Suncity og Sönnu virkar vel og þær keyra lagið áfram með reffilegum hætti. Einfaldleikinn er samt ekki að vinna sérstaklega með smíðinni. Versið er ekki nema svona rétt sæmilegt, viðlagið snöggtum skárra en þó ekki sérstaklega frumlegt. Gerir þó það sem því er ætlað, að draga hlustandann inn, krækja í hann. Það hefði þurft að henda í betri brú/uppbrot eftir miðbikið því þá er lítið að frétta og lagið orðið helst til endurtekningarsamt. Þær stöllur gætu samt trekkt í útsendingunni, af útgeislun eiga þær nóg þó að efniviðurinn sé lakur.
Lag: Tökum af stað/Turn This Around
Höfundar lags: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík).
Höfundar texta (ísl. og ens.): Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík).
Flytjandi: Reykjavíkurdætur (Daughters of Reykjavík).
Einkennismerki Dætranna eru á fullu flassi frá fyrstu sekúndu, talað um „slæmar tíkur“ o.s.frv. Eftir kröftugt innslag í upphafi er hent í hressilegt viðlag og undirspilið er í senn draugalegt og „upptekið“ (e. busy). Grallaraskapur í bland við afdráttarleysi eins og Dætrunum er einum lagið. Það er eitthvað söngvakeppnislegt við þetta samt en allt á forsendum sveitarinnar. Mann grunar að flokkurinn sé með eitthvert svakalegt sviðsatriði í undirbúningi og ég verð illa svikinn ef það verður ekki hent í eitthvað slíkt. „Þeir elska okkur einar/en þeir hata okkur saman“. Snilldarlína.
Lag: Þaðan af/Then Again
Höfundar lags: Jóhannes Damian Patreksson, Kristinn Óli S. Haraldsson, Hafsteinn Þráinsson og Snorri Beck.
Höfundur texta (ísl. og ens.): Kristinn Óli S. Haraldsson.
Flytjandi: Katla.
Stórt lag. Aleflisbyrjun, sem hækkar hratt og vel. Katla sest svo niður í laglínuna, fylgir henni með kraftmiklum löngunarfullum söng. Undirspilið er feitur, næsta „industrial“-kenndur, ásláttur í bland við drungaleg tölvuhljóð. Þetta er svona ofurballaða sem er sungin í lok kjarnorkustríðs. Eða kjarnorkuveturs (náðuð þið þessum?). Textinn er góður og maður nemur þarna sígildar Króla-hendingar. Lagið er knosaður köggull eiginlega, myrkur og miskunnarlaus, og ég er svona enn að gera það upp við mig hvort ég sé að fíla þetta vel eða miður. Spyrjum að leikslokum.
Lag: Séns með þér/Gemini
Höfundar lags: Hanna Mia Brekkan og Sakaris Emil Joensen.
Höfundar texta: Nína Richter (ísl.), Hanna Mia Brekkan og Sakaris Emil Joensen (ens.).
Flytjandi: Hanna Mia Brekkan and The Astroutourists.
Listaskólagengnir Skandinavar með tengingar við Færeyjar, Frón og Svíaríki. Þetta er skrítipopp af bestu gerð, útsetning og hljómur með dáleiðandi, pínkuskringilegum tón – smá Cardigans-blær jafnvel. Um leið er nokkuð sígildur lagasmíðabragur yfir enda búa Hanna og Sakaris yfir ríkri reynslu á því sviðinu. Textinn fyndinn og gáskafullur („Eftir eitt, tvö, þrjú, kannski fleiri vil ég eiga með þér … ketti, hunda, whatever“). Þetta er algert „dökkt hross“, nánast of gott fyrir þessa keppni (var ég að segja þetta?) en ég vona innilega að þetta fari alla leið. Ég er kolfallinn.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012