Rýnt í: Tvö ný kvikmyndatónlistarverk eftir Hildi Guðnadóttur
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 14. janúar, 2023.
Tónsporið fallega
Tvær nýjar og lofaðar kvikmyndir, Women Talking og TÁR, eiga það sameiginlegt að þar vélar Hildur Guðnadóttir um tónlistina. Hún er þá orðuð við Óskarsverðlaunin á nýjan leik fyrir þá fyrrnefndu.
Maður hefur fylgst með Hildi undanfarin ár með miklu stolti þar sem hún fótar sig svo glæsilega í alþjóðlegum heimi kvikmyndatónlistarinnar. Það er reisn yfir, en einnig ómótstæðileg glettni í garð þessa alls, ertnislegt bros sem bræðir hvern þann sem fyrir því verður. Hildur er hvorki einhöm né tvíhöm, sjarmatröll og grallari sem skapar svo óskaplega fallega tónlist, tónlist sem ýtir á öll mörk um leið og hún er gjörsamlega ómótstæðileg. Óskarinn fyrir Joker var verðskuldaður og hjartað tók aukakipp er hún nýtti sér vettvanginn til fulls og mælti þessi orð á verðlaunahátíðinni: „Til stelpnanna, til kvennanna, til mæðranna, til dætranna sem heyra í tónlistinni rísa upp að innan; látið í ykkur heyra. Við þurfum að heyra raddir ykkar.“
Í haust komu út plötur með áðurgreindri kvikmyndatónlist. Women Talking er leikstýrt af Söruh Polley og skartar miklu mannvali í leikhópnum (Rooney Mara, Claire Foy, Jessie Buckley, Ben Whishaw og Frances McDormand). Myndin gerist í Bólivíu, í Mennóníta-samfélagi, þar sem átta konur koma saman á hlöðulofti og gera upp sín mál. Tónlistin er leikin af Hildi (selló) og Skúla Sverrissyni sem spilar á gítara og bassa. Í viðtali við Filmmaker -tímaritið segir Hildur að áratuga vinátta þeirra hafi spilað rækilega inn í útkomuna. Ræktun hennar og svo dýpt hafi leitt fram það besta í þeim báðum. Maður heyrir enda strax í einkennandi stíl Skúla í „Speak Up“ en lagatitillinn sækir í orð Hildar á Óskarsathöfninni. Hljómfall tónlistarinnar er akústískt, þjóðlagakennt jafnvel, og er dimmleitt og vonbjart á víxl. Róðurinn þyngist er á líður í takt við sjálfa myndina.
TÁR er hins vegar eftir Todd Field þar sem við fylgjumst með Lydiu Tár (Cate Blanchett), valdamikilli konu í klassíska geiranum sem starfar sem tónskáld og stjórnandi og einkar ævintýralegu ferðalagi hennar í gegnum sálrænar lendur og strendur.
Ég ætla að byrja á umbúðunum. Það er dálítið svakalegt að sjá umslag plötunnar sem inniheldur tónlistina. Með þessum einkennandi gula „Deutsche Grammophon“-lit, stillu af Cate Blanchett í hlutverki sínu og efst stendur: MAHLER · GUÐNADÓTTIR · ELGAR. Það er eitthvað fáránlega táknrænt við þetta allt saman, hvar fulltrúar hins gamla og nýja „standa“ þarna í einni röð. Tónlistin sem slík hins vegar, aðferðafræðin er alls ólík þeirri sem Hildur beitti í Women Talking , hér er pælingin konseptbundnari. Snýst um að búa til andrúm, stemningu og þess háttar og læða henni svo gott sem óséðri undir skinnið á áhorfendum (Hildur var önnur manneskjan sem Field hafði samband við þegar verkefnið fór af stað, á eftir Blanchett). Við erum nær þeirri tónlist sem Hildur útbjó fyrir Chernobyl en t.d. Joker . Þannig útbjó hún „ambient“ hljóðmottur fyrir TÁR sem liggja í leyni í áhrifamiklum senum, styðja við og skrúfa upp sálræna spennu. Einnig skrifaði hún tónlist sem hún kallar „takt-kortlagningu“ (tempo-mapping), tónlist sem leikarar hlustuðu á þegar myndavélarnar voru ekki í gangi, ætlað að koma þeim í rétta gírinn. Einnig samdi hún tónlistina sem Tár er að semja í myndinni og við sjáum í hráu formi á æfingum.
Platan inniheldur því alls konar hljóð- og hljómbúta, talað mál og flutning á verkum Mahlers og Elgars. Cate Blanchett sjálf kemur við sögu sem og sellóleikarinn Sophie Kauer, Fílharmóníusveit Dresden, Samtímatónlistarsveit Lundúna og Sinfóníuhljómsveit Lundúna (stjórnað af Natalie Murray Beale).
Báðar myndir hafa fengið roknadóma og tónlistin sömuleiðis. Nú bíðum við bara með greipar spenntar og teljum niður að Óskarskvöldinu.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kraftwerk Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
- RPLA on Rýnt í: Kynjahalla í dægurtónlist
Safn
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012