[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 19. janúar, 2013]
Arfurinn endurnýjaður
• Ný alda þjóðlagasöngvara skall á ströndum Bretlands fyrir nokkrum misserum
• Hinn fjölhæfi Sam Lee er þar í broddi fylkingar
Hinn 30. janúar næstkomandi verða þjóðlagatónlistarverðlaun BBC fyrir síðasta ár afhent í Skotlandi, í The Glasgow Royal Concert Hall svo við gerumst nákvæm og er viðburðurinn hluti af The Celtic Connections Festival. Það eru spennandi tímar í þessum geira í Bretlandi nú um stundir og greinileg vakning á meðal ungs fólks í garð þessa tónlistararfs. En ekki er um að ræða hreint rómantískt endurlit þar sem menn og konur reyna að fylla vandlega í skó forfeðranna með nákvæmum eftirlíkingum og endurvinnslum. Nei, þessi bylgja einkennist þvert á móti af allnokkrum broddi þar sem tilraunamennska er lykillinn; rannsóknir á hvernig hægt er að vinna með formið, endurskapa það og nýta í ljósi nýrra tíma virðist vera málið.
Framsækni
Nægir að líta til þeirra platna sem eru tilnefndar til verðlaunanna til að sjá þetta. Af þeim fimm sem eru tilnefndar eru þrjár þeirra lengst úti í brúninni og í raun merkilegt hversu opin tónlistarelítan hér er gagnvart svona „usla“ (sögulega hefur það ekki alltaf verið svo, sjá t.d. er Fairport Convention og þeirra líkar stungu gíturunum í samband. Fólk lærir greinilega af reynslunni stundum). Ég ætla að nefna þessar þrjár plötur, sú fyrsta er Broadside með hinni ellefu manna Bellowhead en sveitin atarna rúllar gömlum þjóðlagastemmum miskunnarlaust í gegnum strengjasveitir, blástur, kvikmyndatónlistarminni, rokk, áslátt og bara hvað sem er. Lögin eru þess vegna „stór“ og margbrotin, virðast stundum ætla að spóla yfir sig en Bellowhead tekst einhvern veginn alltaf að lenda á tveimur fótum (eða tuttugu og tveimur öllu heldur). Edinborgarsveitin Lau er þá tilnefnd fyrir þriðju plötu sína, Race The Loser, en Lau þykir hafa komið með nýja orku inn í þjóðlagasenuna, tónlistin einlæg, djúp og áhrifarík en algerlega móðins á sama tíma. Þriðja platan er Ground Of Its Own með Sam Lee en lítum betur á pilt eftir næstu millifyrirsögn
Maðurinn
Saga Sams Lees er ótrúleg. Hann hóf ekki að syngja fyrr en fyrir sex árum. Þegar hann uppgötvaði sig sem slíkan hætti hann stússi sínu sem sjónlistarmaður, „burlesque“- dansari og kennari í „afkomu“-list hvað náttúruna varðar og einhenti sér af öllum krafti í þjóðlagatónlistina. Frami hans þar hefur verið undraskjótur og hann er talinn fremstur á meðal jafningja hvað endurnýjun arfsins varðar. Hann er nú þegar margverðlaunaður, fékk meðal annars Arts Foundation-verðlaunin 2011, í fyrsta skipti sem þjóðlagatónlist er verðlaunuð með slíkum hætti. Hann stýrði þá tónleikaröð, The Magpie Nest (nú The Nest Collective), en röðin gerði mjög mikið í því að koma skurki á áðurnefnda senu.
Lee nam svo hjá hinum goðsagnakennda skoska söngvara Stanley Robertson og í kjölfarið lagðist hann í rannsóknir á arfi flökkusöngvara frá Bretlandi og Írlandi. Lee kennir auk þess reglulega í háskólum víða um eyjarnar, meðal annars í Royal College of Music en hann er fyrsti þjóðlagasöngvarinn sem það gerir. Og er þá lítið eitt af afrekum Lees upp talið. Platan, Ground Of Its Own, er þá stórmerkileg. Í grunninn þjóðlagatónlist en sveipuð nýjabrumi og tilraunum sem þjóna lögunum upp í topp. Stjarna Lees á eftir að hækka á himni og ég læt nægja að vísa í Joe Boyd, upptökustjórann fræga sem vann með Fairport Convention, Sandy Denny, Nick Drake og fleirum í eina tíð. „Magnaður söngvari og heillandi karakter,“ segir hann um Lee. „Hann vinnur með tónlistarmönnum á mjög áhugaverðan og heillandi hátt. Útsetningar hans á þessum lögum eru einstakar, svona nokkuð hefur bara aldrei heyrst áður.“
One Response to Sam Lee: Nýjar áherslur í breskri þjóðlagatónlist
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
Ný færsla…