Skýrzla: Airwaves, 2017
Heyrið þið ekki veisluna?
Þegar þú rennir yfir þennan texta, lesandi góður, er Airwaves tónlistarhátíðin búin að vera í fullum gangi í nokkra daga. Pistilritari brá sér á rölt síðasta fimmtudagskvöld og nam stemninguna.
Og best að taka það fram að ég var að nema stemninguna í henni Reykjavík. Í ár nefnilega, og það í fyrsta skipti, fór hátíðin og fram á höfuðstað Norðurlands, Akureyri. Er það vel og sýnir framsýni og metnað skipuleggjenda í garð þessa fyrirbæris vel. Airwaves er fyrir löngu orðin máttarstólpi í tónlistarlífi landans, svo mikill reyndar, að maður á eiginlega erfitt með að ímynda sér að einhvern tíma hafi hún ekki verið til. Það er allt með þessu; einu sinni á ári fá hérlendir tónlistarmenn tækifæri til að viðra sig í tónlistarlegum sparifötum og troða þeir upp í hundraðavís um borg og nú bæi. Erlendir tónlistaráhugamenn fjölmenna á hátíðina og ég þarf ekki að ræða í löngu máli um mikilvægi þeirra tenginga sem verða til á þessum nokkru dögum. Vináttubönd, viðskiptabönd, upplifun, gleði. Allir græða.
Í ár gerði ég smá tilraun. Venjulega hef ég verið hlaupandi um á milli tónleikastaða eins og hauslaus hæna, grípandi tíu mínútur hér og tíu mínútur þar, en nú ákvað ég að einbeita mér að einum stað, og varð Fríkirkjan fyrir valinu. Ég byrjaði þó á því að rölta í hægðum mínum niður glæsilega verslunargötu vorra Reykvíkinga, Laugaveginn, og einfaldlega hlusta eftir tónlistinni. Tónar flutu úr margvíslegum hornum og sumum óvæntum. Fólk nýtir nefnilega tækifærið og hliðardagskrá Airwaves vex með hverju árinu. Kassagítarleikarar troða upp í kaffihúsum, fiðluleikarar sjást á götum úti og þannig stóð gæðasveitin Kiriyama Family í horninu á hinni risavöxnu Cintamani-búð og lék fyrir forviða vegfarendur úti á götu. Ég hraðaði mér nú í Fríkirkjuna hvar Bára Gísla, kontrabassaleikari og tónskáld flutti verk sitt Mass for some, sem prýðir samnefnda þriðju plötu hennar. Það var engin miskunn hjá Magnúsi, þ.e. Báru, en verk hennar eru grjóthörð tilraunaverk og ekki þumlungur gefin eftir. Kontrabassinn ýlfraði og öskraði, Bára söng yfir með djöfullegri, kæfðri rödd og hávaðalist gerði vart við sig. Framsækni og frumleiki einkennandi en Bára er ein af nokkrum íslenskum tónlistarkonum sem leiða í raun hérlenda tónlist af tormeltara taginu. Aldous Harding frá Nýja Sjálandi tók við af Báru.
Einhverra hluta vegna var ég í stellingum fyrir nokkuð hefðbundna þjóðlaganýbylgju en Harding var engan veginn á þeim buxunum. Tónlist hennar kemur vissulega úr þeim ranni en yfir er einkar aðlaðandi skrítibragur. Hugsið um Eleanor Friedberger, Reginu Spektor, Perfume Genius en með honum hefur hún unnið. Falleg tónlist, sem tók stundum óvæntar sveigjur og beygjur. Einlægt og áhrifaríkt.
Nú setti ég undir mig hausinn og dreif mig niður á Listasafn Reykjavíkur til að fá smá brag af íslensku rappsenunni. Rak eyrun inn í Iðnó í leiðinni, hvar Indriði lék við hvern sinn fingur, ásamt hljómsveit. Indriði er alveg með þetta, tónlist sem og eitursvalt útlit. Í Listasafninu náði ég í skottið á Young Karin, þar sem Logi Pedró og Karin Sveinsdóttir leiddu fram seiðandi hipphopp-skotið r og b. Herra Hnetusmjör fylgdi á eftir með krafti og þvílíkur meistari! Með taktana á hreinu, sviðssjarma fyrir allan peninginn og hárrétta skammtinn af húmor fyrir þessu öllu saman. Það var athyglisvert að sjá senuna samankomna. Einhverjir eru að spá því að íslenska rappið sé að ná hámarksvexti en bíðum aðeins við.
Ég lauk kvöldi á því að fara aftur í Fríkirkjuna, þar sem Gyða Valtýsdóttir lék tónlist af plötu sinni Epicycle. Með henni gott fólk víðsvegar að, Óli Björn Ólafsson (ÓBÓ), Shahzad Ismaily og systur hennar, þær Kristín Anna og Ásthildur m.a.. Það er í raun bara eitt orð sem hægt er að nota til að lýsa þessu. Guðdómlegt. Epicycle var hæglega besta plata ársins í fyrra og á henni einhver magnaður galdur sem er ekki hægt að lýsa. Enda er platan farin að vekja verðskuldaða athygli, er nýkomin út á vínyl og æ fleiri eyru að kveikja á snilldinni.
Tónlist. Hvað værum við án hennar?
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Glasgow Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Svartþungarokk Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012