Söngvakeppnin 2017: Spáð í úrslitakvöldið
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 11. mars, 2017
Nú falla öll vötn til Kænugarðs
Í kvöld verður spurt að leikslokum í Söngvakeppninni. Búið er að skilja hismið frá kjarnanum og í kvöld berjast sjö lög um sæti í lokakeppninni sem haldin verður í maí. Ég, spenntur? Svolítið…
Þriðji pistillinn sem ég skrifa um Söngvakeppnina í ár og ég verð æstari með hverjum þeirra. Jú, þetta er víst keppni og alveg er það merkilegt hvernig þær orka alla jafna á okkur mannskepnuna. Eitthvað sem maður hélt (eins og venjulega) að myndi ekkert toga neitt voðalega í heltekur mann í einni sviphending, það var nóg að fylgjast með þessu í sjónvarpinu og þá er maður óðar dásamlega flæktur í þetta. Vá hvað peysurnar hans Daða voru kúl! Þetta var vel útfærður dans hjá Svölu! Er þetta fullmikið af Disney hjá honum Aroni Brink? Ætli Arnar og Rakel merji þetta með fremur hefðbundinni ballöðu? Hildur átti að fara áfram! Og já, hún fór áfram!! Hvar get ég keypt Daðapeysu? Nei, í alvöru. Hvar get ég keypt þessa ótrúlega flottu peysu sem Daði var í?
Hafandi fylgst svona ærlega með upptaktinum að keppninni í ár og svo framkvæmdinni í undanúrslitunum skynjar maður breytt landslag hvað þetta allt saman varðar. Þá er ég að vísa í fjölmiðlun svona keppna og hvernig við innbyrðum þessa menningu. Línuleg dagskrá, þar sem þú varðst að grípa kvöldið, og svo viðgjöf frá ömmu þinni í gegnum landlínu, þessir tímar eru liðnir undir lok. Keppnin rennur nú í gegnum sjónvarpið og útvarpið en líka í gegnum alla samfélagsmiðla með tilheyrandi myllumerkjum, keppendur hlaða í hugvitssamleg myndbönd, búa til flíkur og tölvuleiki og stemningin er allt önnur, nær yfir lengri tíma og er hreinlega knýjandi ef hægt er að orða það svo. Aðstandendur keppninnar sjá til þess að flæði af alls kyns efni er stöðugt og gott og keppendur þurfa að vera þúsundþjalasmiðir; þurfa að geta gefið af sér, bæði einlæglega og á sprellkennda vegu og þurfa meira að segja að geta klónað sig og tekið viðtal við sjálfa sig! Með öðrum orðum, útfærsla keppninnar er í takt við tímann, hún er yfir og allt um kring og poppar upp sem áminning í tækjunum okkar á mínútu fresti.
En að lokum, hvað með keppnina í kvöld? Ég ætla að veigra mér við að halla á einn fremur en annan. Uppstillingin er forvitnileg. Rúnar Eff og þau Arnar og Rakel eru í raun fulltrúar eldri tíma, tónlistarlega. Hrein, bein og eðlileg lög í sígildum Eurovisionanda. Aron og Aron eru ungir og ægiferskir á meðan Svala og Hildur eru poppstjörnurnar, önnur með áratuga reynslu, hin í startholunum. Og svo er það hinn raunverulegi svartipétur, Daði, sem höfðar fyrst og fremst til þeirra sem fá sér mjólkurkaffi á Roasters fremur en þeirra sem stunda „almennilega“ vinnu. Hvernig svo fer veit víst enginn enn, vandi er um slíkt að spá. Góða skemmtun í kvöld!
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012