Reykjavik Music Mess hefst næstkomandi föstudag (sjá dagskrá hér) og munu innlendir sem erlendir hljómlistarmenn af ýmislegu tagi skemmta á KEX Hostel, Faktory og Nasa.

Eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn og einn þeirra er Man Made sem er listamannssjálf Nile nokkurs Marr. Ekki verður hjá því komist að minnast á það að um son sjálfs Johnny Marr er að ræða, það er gulrótin að því menn eru á annað borð að lesa þessa færslu, eitthvað sem hann og við verðum að vera ásátt með. En það er ekki eins og slíkt þurfi að vera myllusteinn, langt í frá, og af tóndæmum af youtube að ráða er ýmislegt í drenginn spunnið. Nile, sem heitir í höfuðið á Nile Rodgers úr Chic (svalt!) býr í Sheffield, þeirri merku tónlistarborg en hefur víst líka alið manninn eitthvað í annarri tónlistarborg, Portland, Oregon. Hvet fólk til að tékka á kauða svo og hátíðinni allri, sem á eftir að verða eyrnastyrkjandi og ljúf ef að líkum lætur.

Takk fyrir mig. Allir hressir?

One Response to Sonur Johnny Marr á Reykjavik Music Mess

  1. Uss – Iceland Airwaves er ekki einu sinni í stikkorðaskýi síðunnar….

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: