311898_1977705764427_1502840303_n

Eitt af því sem hafði hvað mest áhrif á mig er ég starfaði í fullu starfi á Morgunblaðinu var að fjalla um tónlist svokallaðra einyrkja, menn og konur sem sýsluðu við tónlist meðfram öðrum störfum; höfðu ekki af henni atvinnu en sinntu hins vegar af mikilli elju í þeim lausu stundum sem gáfust. Oftast nær er talað um atvinnumenn og svo áhugamenn, á ensku er talað um “amateur musicians” og þá er ekki verið að rýna í listræna eða tæknilega getu, heldur það að fólk hefur ekki megintekjur sínar af tónlistinni heldur sinnir henni í tómstundum. Orðið amateur þýðir „sá sem elskar“ og oft hreifst ég af þeirri miklu ástríðu sem þetta fólk lagði í listina. Það var að skapa af hreinni ást, ekki vegna fjárhagslegs ávinnings eða annarra ótengdra kennda. Þá er ekki þar með sagt að atvinnutónlistarfólk sé ekki ástríðufólk, en nú er ég kominn út í allt aðra umræðu sem ég ætla ekki að fara lengra með hér.

Með fyrstu plötum sem ég dæmdi á Morgunblaðinu var Spilafíkillinn með Svenna Björgvins en Svenni er gott dæmi um ofangreint. Plötur á borð við þessa koma reglulega út á Íslandi, bakarinn frá Raufarhöfn sem hefur lengi gengið með plötu í maganum o.s.frv.. Svenni hafði samband við mig á dögunum og sendi mér nýja plötu, It’s me, og er hún ástæða þessa pistlings.

Ég endurlas dóminn um Spilafíkilinn og þar næ ég ágætlega að fanga eigindir Svenna, þó ég sé á köflum helst til glannalegur. En „grandleysislegt og stælalaust alþýðupopp,“ og það að  „öll lögin hafa eitthvað við sig … og allt eru þetta þriggja gripa slagarar, einfaldir og beint að efninu,“ á vel við um lagasmíðastíl Svenna.

Þannig er um It’s me. Lögin rúlla öll áreynslulaust áfram eins og segir; í hefðbundnum söngvaskáldalegum popp/rokk stíl, sum með smá kántríkeim, en það sem skiptir sköpum er að Svenni hefur mjög gott vald á þeirri iðju, kann að hefja þennan einfaldleika upp yfir eitthvað miðjumoð. Það þarf einhvern x stuðul til að ljá þessum margnotuðu þremur gripum galdur og yfir honum býr Svenni. Ég vil líka hrósa góðum og mjúkum hljómi en Svenni tekur þetta upp að mestu leyti sjálfur auk þess að spila á flestöll hljóðfæri.

Plötuna má heyra á Spotify og Svenni hefur verið býsna öflugur í því að koma tónlist sinni á framfæri en hana má einnig nálgast á stöðum eins og  Itunes, Amazon og Cdbaby. Tóndæmi má og finna á youtube.

Frekari upplýsingar má svo nálgast á þessum síðum:

https://www.facebook.com/svennibjorgvins
http://www.reverbnation.com/svennibjorgvins
http://www.soundclick.com/bands/default.cfm?bandID=157436

 

 

Tagged with:
 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Set your Twitter account name in your settings to use the TwitterBar Section.
Follow

Get every new post on this blog delivered to your Inbox.

Join other followers: