MYND: Naomi Harvey, rísandi stjarna í heimi gelískrar söngvahefða. Hún kom fram á kvöldi hjá The World‘s Room í maí síðastliðnum.
[Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 27. desember]
„…söngvana sína, sungið með hárri raust“
• Mánaðarleg samsöngskvöld haldin í Edinborg
• Alþýðusöngvarar syngja frá borðum á óformlegan hátt
• Yðar einlægur sótti eitt slíkt í liðinni viku
Söngklúbburinn The World‘s Room hittist einu sinni í mánuði á kránni The Canon‘s Gait í gamla miðbænum hér í Edinborg. Kráin heitir eftir götunni sem hún er í, Canongate, en hún er hluti af The Royal Mile, einni sögufrægustu götunni hér (fimm götur mynda Konunglegu míluna, sem er í skoskri mílulengd, 1,81 km). Hlutverk The World‘s Room, sem var standsettur í mars síðastliðnum, er einfalt, að viðhalda og styðja við alþýðusöngva af margvíslegu tagi þó að eðli málsins samkvæmt séu þeir flestir skoskir og gelískir. Tveir gestasöngvarar leiða kvöldin en að öðru leyti gengur söngurinn frjálst á milli borða. Framvindan er mjög óformleg, sá sem söng síðast kallar að einhverju borðinu: „Hei James! Ertu ekki með lag handa okkur?“ James tekur erindinu vel, kynnir stuttlega hvað hann hyggst hafa upp og svo brestur hann í kvæði, oftast þónokkur erindi, og á köflum tekur fólk undir.
Dúnalogn
Ég var gestur hjá The World’s Room á föstudegi fyrir rúmri viku, í félagi við hljómlistarmann hér í borg, Drew Wright (sem starfar undir nafninu Wounded Knee. Hann heimsótti skerið í janúar síðastliðnum þegar Burn’s Night var fagnað á KEX). Ég var seinn fyrir og gekk því óforvarandis inn í söng hjá einum manninum. Ég ruddist inn, temmilega víraður, eftir giska langan hjólatúr í grenjandi rigningu (nema hvað) en við það að ganga inn í þessa stemningu sem fyllti salinn róaðist maður á örskotsstund. Á sekúndubroti datt allt í dægiljúft dúnalogn hjá pistlahöfundi. Um 50 manns sátu á hringborðum og nutu þess að hlusta og andinn var kirkjulegur, ekki á stífan helgislepjulegan hátt heldur á þægilegan, styrkjandi og „alþýðlegan“ hátt ef svo mætti segja. Það er eitthvað heilagt við það að hlusta á manneskju, opna sig með sínu lagi og andaktin var tilfinnanleg.
Undirfurðulegt
Ég hef frá því að ég man eftir mér verið mikill áhugamaður um skoska og gelíska alþýðu- eða þjóðlagatónlist (sem skýrir m.a. veru mína hérna) og ég var því í skýjunum næstu stundirnar. Gestasöngvararnir tveir sátu saman við borð og lögðu til 2-3 lög í þremur skömmtum. Lucy Pringle er frá Edinborg en hennar fag er skoskir söngvar. Thomas McCarthy er Íri og sérfræðingur í söngvum írsks flökkufólks (írska flökkufólkið er skilgreint sem sérstakur þjóðflokkur). Tillegg hans var merkilegt, undirfurðulegir söngvar sem erfitt var að staðsetja og sumir þeirra algerlega einstakir, höfðu þróast um aldir í gegnum fjölskylduhefðir McCarthys.
Óskir um söng bárust alla leið á borðið okkar og Wright hóf upp raust sína í mjög skemmtilegu, frumsömdu lagi um ákveðna pólitíska baráttu sem hann stendur í um þessar mundir og snýst um lokun á vinsælum sundstað í hverfi hans, Leith. Það var grallaralegt nokk en minnti um leið á mótmælasöngva Dylans. Ég var farinn að gíra mig upp í „Bíum bíum Bambaló“ en það verður að bíða.
Nánari upplýsingar er svo hægt að fá á opinberri heimasíðu klúbbsins sem er á ensku, gelísku og „skosku“ og er sérstaklega athyglisvert að skoða hana á síðastnefnda tungumálinu.
One Response to Þjóðlagasöngvar: Beint frá hjartanu…
Leave a Reply Cancel reply
This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bryan Ferry Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Gyða Valtýsdóttir Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival One Direction post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skúli Sverrisson Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012
á að loka waterworld?