Torres: Innávið og útávið…
Greinin var skrifuð fyrir Morgunblaðið og birtist þar, laugardaginn 16. maí, 2015
Í vanmætti er styrkur
• Tónlistarkonan Torres gefur út aðra plötu sína, Sprinter
• Söngvaskáld úr suðrinu en gerir út frá Brooklyn
Torres, eða Mackenzie Scott eins og hún var skírð, ólst upp í Georgíu en dvaldi á unglingsárum í Nashville. Þessi höfuðborg kántrísins er eigi griðastaður fyrir nýbylgjumiðuð ungmenni og í raun þurfa slíkir tónlistarmenn að flytja þaðan, eigi þeir að eiga möguleika á því að vaxa eitthvað að ráði. Þetta á einnig við um kántrí-listamenn þar sem dirfast að sveigja formúluna á einhvern hátt (Jason & The Scorchers t.d.) og það er meira að segja til heil undirstefna sem varð til vegna þessa „ástands“, útlagakántríið (Waylon Jennings, Willie Nelson o.fl.)
Útlagi
Torres gerðist því útlagi og flutti sig til Brooklyn, nánar tiltekið til Bushwick sem er nýja „Williamsburg“ mætti segja. Allt að gerast þar og yfirskeggjaðir „hipsterar“ á hverju horni. Í viðtali við Guardian lýsir hún því hvernig það var að starfa í Nashville sem tónlistarmaður, það sem hún hafi viljað ná fram og koma út hafi einfaldlega passað illa í þau box sem fyrir eru. Þetta var fyrir tveimur árum en fyrsta plata hennar, samnefnd henni, kom út í ársbyrjun 2013 (og var tekin upp í heimahljóðveri Tony Joe White í Franklin). Platan vakti mikla athygli hjá tónlistarbiblíum, lögin og flutningurinn eru eins og það sé verið að koma við kvikuna á Torres, einlægt og tilfinningaþrungið og hittir mann í hjartastað. PJ Harvey kemur í hugann en einnig Sharon Van Etten en Torres gestasöng á síðustu plötu hennar, Are We There. Torres túraði þessa fyrstu plötu sína rækilega og hitaði m.a. upp fyrir Okkervil River, Etten og Hamilton Leithauser (The Walkmen).
Sprinter var tekin upp í Englandi af þeim Rob Ellis (PJ Harvey) og Adrian Utley (Portishead). Platan ber með sér opnari hljóðheim, eitthvað sem hún kallar „geimkúrekahljóm“. Fyrri platan var frekar strípuð og spennandi að heyra hvað sú aðkoma gerir fyrir lagasmíðarnar. Útlaga- og andstöðueðlið er nokkuð innbrennt í Torres. Uppvöxturinn í Georgíu fylgdi íhaldssömum, strangkristilegum áherslum og Torres vinnur nokkuð með þessi æskuár sín á Sprinter, veltir fyrir sér rangindum sem felast stundum í skipulögðum trúarbrögðum og þeim sálrænu áhrifum sem þau kunna að hafa haft á hana.
Ung
Í viðtalinu í Guardian sést hversu ung Torres er. Hún er 24 ára, á þessum snúningspunkti æskunnar, fullorðin en samt ekki og á þeim aldri líka þegar popparar gera sín meistaraverk (Dylan, Bítlar o.fl.). Það er þó hressandi að hún kveikir á því að gerviásýnd, að allt sé frábært, er ekki málið. Tímanna tákn mögulega, einkenni nýrrar, einlægrar kynslóðar sem setur allt upp á borð (er það y kynslóðin eða z kynslóðin?).
„Ég er hugfanginn af þeirri hugmynd að þú öðlist styrk með því að viðurkenna vanmátt og hræðslu,“ segir hún. „Fólk talar alltof sjaldan um þessa hluti. Ég hef ekki áhuga á að gefa þá mynd af mér að ég sé ósigrandi.“
Stikkorðaský
Abba ATP Björk Bob Dylan Bubbi Bára Gísladóttir Bítlarnir Cyber David Bowie Eivör Pálsdóttir Eurovision Evróvisjón Færeyjar Grænland Harpa Hildur Guðnadóttir Ian Anderson Iceland Airwaves Jethro Tull Jóhann Jóhannsson jólatónlist Kælan Mikla Misþyrming Morgunblaðið múm Músíktilraunir Nick Cave Nordic Music Prize Norrænu tónlistarverðlaunin Nuuk Nuuk Nordic Culture Festival post-dreifing President Bongo Reptilicus sigur rós Skotland Skrapt Skúli Sverrisson Sóley Söngvakeppnin Söngvakeppni Sjónvarpsins Thick As A Brick tónleikar tónlist ... er tónlist íslenskur plötudómurUmræðan
- Hjörtur Geirsson on Plötudómur: Bubbi – Dansaðu
- PtaXa on Plötudómur: Ingibjörg Turchi – Stropha
- Ilmu Komunikasi on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Manajemen on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Ilmu Forensik on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Biomedis on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- Informatika on A Faroese Music Diary – Skrapt Festival 2023: #3
- SO on Plötudómur: Bubbi – Ljós og skuggar
- Irgi Zanuar on Viðtal: Egill Ólafsson
- Sains Data on Uppgjör: Nuuk Nordic Culture Festival 2019
Safn
- January 2025
- December 2024
- November 2024
- October 2024
- September 2024
- August 2024
- July 2024
- June 2024
- May 2024
- April 2024
- March 2024
- February 2024
- January 2024
- December 2023
- November 2023
- October 2023
- September 2023
- August 2023
- July 2023
- June 2023
- May 2023
- April 2023
- March 2023
- February 2023
- January 2023
- December 2022
- November 2022
- October 2022
- September 2022
- August 2022
- July 2022
- June 2022
- May 2022
- April 2022
- March 2022
- February 2022
- January 2022
- December 2021
- November 2021
- October 2021
- September 2021
- August 2021
- July 2021
- June 2021
- May 2021
- April 2021
- March 2021
- February 2021
- January 2021
- December 2020
- November 2020
- October 2020
- September 2020
- August 2020
- July 2020
- June 2020
- May 2020
- April 2020
- March 2020
- February 2020
- January 2020
- December 2019
- November 2019
- October 2019
- September 2019
- August 2019
- July 2019
- June 2019
- May 2019
- April 2019
- March 2019
- February 2019
- January 2019
- December 2018
- November 2018
- October 2018
- September 2018
- August 2018
- July 2018
- June 2018
- May 2018
- April 2018
- March 2018
- February 2018
- January 2018
- December 2017
- November 2017
- October 2017
- September 2017
- August 2017
- July 2017
- June 2017
- May 2017
- April 2017
- March 2017
- January 2017
- December 2016
- November 2016
- October 2016
- September 2016
- August 2016
- July 2016
- June 2016
- May 2016
- April 2016
- March 2016
- February 2016
- January 2016
- December 2015
- November 2015
- October 2015
- September 2015
- August 2015
- July 2015
- June 2015
- May 2015
- April 2015
- March 2015
- February 2015
- January 2015
- December 2014
- November 2014
- October 2014
- September 2014
- August 2014
- July 2014
- June 2014
- May 2014
- April 2014
- March 2014
- February 2014
- January 2014
- December 2013
- November 2013
- October 2013
- September 2013
- August 2013
- July 2013
- June 2013
- May 2013
- April 2013
- March 2013
- February 2013
- January 2013
- December 2012
- November 2012
- October 2012
- September 2012
- August 2012
- July 2012
- June 2012
- May 2012